Vill að kynfaðir sinn verði sóttur til saka Gígja Hilmarsdóttir skrifar 5. ágúst 2019 23:22 Jess Philips, þingmaður, segir Vicky eiga að vera skilgreinda sem þolandi í kynferðisbroti sem móðir hennar varð fyrir. Vísir/Getty Bresk kona sem segist hafa orðið til í kjölfar nauðgunar vonast til að geta notað erfðaefni sitt til að sækja kynföður sinn til saka. Hún hefur lýst sjálfri sér sem „gangandi glæpavettvangi“. Konan, sem vill ekki láta nafns sín getið og notar viðurnefnið Vicky, fæddist í Birmingham á Englandi á áttunda áratugnum og var ættleidd þegar hún var sjö mánaða gömul. Þegar hún varð átján ára fékk hún ættleiðingarskjölin sín og komst að því að kynmóðir hennar var þrettán ára þegar hún átti hana og var það eftir að henni var nauðgað af eldri karlmanni. „Mér hefur alltaf þótt það rangt að kynfaðir minn var aldrei sóttur til saka,“ sagði konan í þætti Victoriu Derbyshire á BBC. „Þá hugsaði ég að ég hefði DNA-sönnunargögn, ég væri sönnunargagnið. Ég er gangandi glæpavettvangur,“ sagði Vicky. Hún vonast til að geta sótt mál sem kallað er „málsókn án fórnarlambs“, þar sem hún er ekki lagalega skilgreind sem þolandi í málinu og kynmóðir hennar vill ekki taka þátt í málsókninni. Vicky segir að í skjölum hennar komi fram að kynmóður hennar hafi verið nauðgað af 35 ára gömlum fjölskylduvini á heimili hans þar sem hún gætti barnanna hans. „Það kemur fram á sjö blaðsíðum skjalanna að þetta hafi verið nauðgun. Sú staðreynd að hún hafi verið þrettán ára staðfestir það enda var hún undir lögaldri,“ segir hún. Hún telur meðferð málsins hafa verið óréttláta þar sem móðir hennar sé svört og hafi komið af verkamannafjölskyldu. „Ég vil réttlæti fyrir móður mína og réttlæti fyrir mig. Ég er afleiðing gjörða föður míns og það hefur mótað líf mitt, hann hefur komist upp með það og bara lifað sínu lífi,“ segir Vicky. Jess Phillips, þingmaður í Birmingham, sem hefur barist fyrir réttindum kvenna til fjölda ára segir við Guardian: „Við sem höfum barist í þágu kvenréttinda höfum barist fyrir því að börn sem flækjast í ofbeldisástandi eigi ekki aðeins að teljast vanmáttugir aðstandendur í þessum glæpum, þetta hefur djúpstæð áhrif á líf þeirra." Vicky eigi að vera skilgreind sem þolandi í málinu. Bretland England Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira
Bresk kona sem segist hafa orðið til í kjölfar nauðgunar vonast til að geta notað erfðaefni sitt til að sækja kynföður sinn til saka. Hún hefur lýst sjálfri sér sem „gangandi glæpavettvangi“. Konan, sem vill ekki láta nafns sín getið og notar viðurnefnið Vicky, fæddist í Birmingham á Englandi á áttunda áratugnum og var ættleidd þegar hún var sjö mánaða gömul. Þegar hún varð átján ára fékk hún ættleiðingarskjölin sín og komst að því að kynmóðir hennar var þrettán ára þegar hún átti hana og var það eftir að henni var nauðgað af eldri karlmanni. „Mér hefur alltaf þótt það rangt að kynfaðir minn var aldrei sóttur til saka,“ sagði konan í þætti Victoriu Derbyshire á BBC. „Þá hugsaði ég að ég hefði DNA-sönnunargögn, ég væri sönnunargagnið. Ég er gangandi glæpavettvangur,“ sagði Vicky. Hún vonast til að geta sótt mál sem kallað er „málsókn án fórnarlambs“, þar sem hún er ekki lagalega skilgreind sem þolandi í málinu og kynmóðir hennar vill ekki taka þátt í málsókninni. Vicky segir að í skjölum hennar komi fram að kynmóður hennar hafi verið nauðgað af 35 ára gömlum fjölskylduvini á heimili hans þar sem hún gætti barnanna hans. „Það kemur fram á sjö blaðsíðum skjalanna að þetta hafi verið nauðgun. Sú staðreynd að hún hafi verið þrettán ára staðfestir það enda var hún undir lögaldri,“ segir hún. Hún telur meðferð málsins hafa verið óréttláta þar sem móðir hennar sé svört og hafi komið af verkamannafjölskyldu. „Ég vil réttlæti fyrir móður mína og réttlæti fyrir mig. Ég er afleiðing gjörða föður míns og það hefur mótað líf mitt, hann hefur komist upp með það og bara lifað sínu lífi,“ segir Vicky. Jess Phillips, þingmaður í Birmingham, sem hefur barist fyrir réttindum kvenna til fjölda ára segir við Guardian: „Við sem höfum barist í þágu kvenréttinda höfum barist fyrir því að börn sem flækjast í ofbeldisástandi eigi ekki aðeins að teljast vanmáttugir aðstandendur í þessum glæpum, þetta hefur djúpstæð áhrif á líf þeirra." Vicky eigi að vera skilgreind sem þolandi í málinu.
Bretland England Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Sjá meira