Guardiola heldur áfram að sanka að sér titlum á Englandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. ágúst 2019 11:00 Leikmenn Manchester City fagna titlinum um helgina, Getty/Charlotte Wilson Ótrúleg sigurganga Manchester City undir stjórn Pep Guardiola heldur áfram en um helgina lyftu Guardiola og hans menn sjöunda bikarnum eftir sigur á Liverpool í úrslitaleiknum um Samfélagsskjöldinn. Er þetta annað árið í röð sem City vinnur þennan titil og verða lærisveinar Guardiola áfram handhafar allra titla sem í boði eru á Englandi fyrir lið í efstu deild næstu mánuðina. Snemma leiks virtist City vera í sérflokki, Liverpool réð illa við fjölbreyttan sóknarleik og pressu Manchester City sem fann fjölmargar glufur á vörn Liverpool. Á upphafsmínútunum tókst Raheem Sterling að koma Manchester City yfir af stuttu færi eftir mistök í varnarlínu Liverpool, hans fyrsta mark gegn Liverpool í tíundu tilraun. City hélt áfram að sækja og fékk Sterling gott færi til að bæta við forskotið í upphafi seinni hálfleiks en var of lengi að athafna sig. Það virtist vekja Liverpool til lífsins sem var mun sterkari aðilinn síðustu 30. mínúturnar og jafnaði verðskuldað metin korteri fyrir leikslok þegar Joel Matip skallaði í netið af stuttu færi. Liverpool sótti stíft í leit að sigurmarki á lokamínútum leiksins og mátti hársbreidd muna að Mohamed Salah skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma en Kyle Walker bjargaði á ótrúlegan máta á línunni. Þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Gini Wijnaldum reyndist skúrkur Liverpool-manna. Claudio Bravo varði vítaspyrnu Hollendingsins og kom það í hlut Gabriel Jesus að tryggja City sigurinn með fimmtu og síðustu spyrnu City á Wembley.Guardiola var feginn í leikslok. „Þetta var ótrúlegur úrslitaleikur, og bæði liðin léku mjög vel. Á þessu stigi knattspyrnunnar munar oftast litlu, í dag var það ein vítaspyrna og í vor munaði einu stigi. Þetta er góð áminning fyrir mína leikmenn um hvað það má ekki margt fara úrskeiðis,“ sagði Guardiola í leikslok. Pressan er á City í aðdraganda mótsins sem hefst á Anfield á föstudaginn. Erkifjendur City í Manchester-borg, Manchester United hafa styrkt hópinn vel líkt og Arsenal, Chelsea og Tottenham sem gera atlögu til að brjóta sér leið inn í toppbaráttuna í vetur eftir einsleita titilbaráttu í fyrra þegar City og Liverpool stungu snemma af. City hefur verið í sérflokki undanfarin tvö ár og stigasöfnun þeirra í deildarkeppninni einstök en lærisveinar Guardiola reyna nú eitthvað sem engum öðrum en Sir Alex Ferguson hefur tekist frá því að nafninu var breytt í ensku úrvalsdeildina árið 1992, að vinna meistaratitilinn þrjú ár í röð. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira
Ótrúleg sigurganga Manchester City undir stjórn Pep Guardiola heldur áfram en um helgina lyftu Guardiola og hans menn sjöunda bikarnum eftir sigur á Liverpool í úrslitaleiknum um Samfélagsskjöldinn. Er þetta annað árið í röð sem City vinnur þennan titil og verða lærisveinar Guardiola áfram handhafar allra titla sem í boði eru á Englandi fyrir lið í efstu deild næstu mánuðina. Snemma leiks virtist City vera í sérflokki, Liverpool réð illa við fjölbreyttan sóknarleik og pressu Manchester City sem fann fjölmargar glufur á vörn Liverpool. Á upphafsmínútunum tókst Raheem Sterling að koma Manchester City yfir af stuttu færi eftir mistök í varnarlínu Liverpool, hans fyrsta mark gegn Liverpool í tíundu tilraun. City hélt áfram að sækja og fékk Sterling gott færi til að bæta við forskotið í upphafi seinni hálfleiks en var of lengi að athafna sig. Það virtist vekja Liverpool til lífsins sem var mun sterkari aðilinn síðustu 30. mínúturnar og jafnaði verðskuldað metin korteri fyrir leikslok þegar Joel Matip skallaði í netið af stuttu færi. Liverpool sótti stíft í leit að sigurmarki á lokamínútum leiksins og mátti hársbreidd muna að Mohamed Salah skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma en Kyle Walker bjargaði á ótrúlegan máta á línunni. Þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Gini Wijnaldum reyndist skúrkur Liverpool-manna. Claudio Bravo varði vítaspyrnu Hollendingsins og kom það í hlut Gabriel Jesus að tryggja City sigurinn með fimmtu og síðustu spyrnu City á Wembley.Guardiola var feginn í leikslok. „Þetta var ótrúlegur úrslitaleikur, og bæði liðin léku mjög vel. Á þessu stigi knattspyrnunnar munar oftast litlu, í dag var það ein vítaspyrna og í vor munaði einu stigi. Þetta er góð áminning fyrir mína leikmenn um hvað það má ekki margt fara úrskeiðis,“ sagði Guardiola í leikslok. Pressan er á City í aðdraganda mótsins sem hefst á Anfield á föstudaginn. Erkifjendur City í Manchester-borg, Manchester United hafa styrkt hópinn vel líkt og Arsenal, Chelsea og Tottenham sem gera atlögu til að brjóta sér leið inn í toppbaráttuna í vetur eftir einsleita titilbaráttu í fyrra þegar City og Liverpool stungu snemma af. City hefur verið í sérflokki undanfarin tvö ár og stigasöfnun þeirra í deildarkeppninni einstök en lærisveinar Guardiola reyna nú eitthvað sem engum öðrum en Sir Alex Ferguson hefur tekist frá því að nafninu var breytt í ensku úrvalsdeildina árið 1992, að vinna meistaratitilinn þrjú ár í röð.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Chelsea mætir Real Betis Sport Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Sjá meira