Guardiola heldur áfram að sanka að sér titlum á Englandi Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. ágúst 2019 11:00 Leikmenn Manchester City fagna titlinum um helgina, Getty/Charlotte Wilson Ótrúleg sigurganga Manchester City undir stjórn Pep Guardiola heldur áfram en um helgina lyftu Guardiola og hans menn sjöunda bikarnum eftir sigur á Liverpool í úrslitaleiknum um Samfélagsskjöldinn. Er þetta annað árið í röð sem City vinnur þennan titil og verða lærisveinar Guardiola áfram handhafar allra titla sem í boði eru á Englandi fyrir lið í efstu deild næstu mánuðina. Snemma leiks virtist City vera í sérflokki, Liverpool réð illa við fjölbreyttan sóknarleik og pressu Manchester City sem fann fjölmargar glufur á vörn Liverpool. Á upphafsmínútunum tókst Raheem Sterling að koma Manchester City yfir af stuttu færi eftir mistök í varnarlínu Liverpool, hans fyrsta mark gegn Liverpool í tíundu tilraun. City hélt áfram að sækja og fékk Sterling gott færi til að bæta við forskotið í upphafi seinni hálfleiks en var of lengi að athafna sig. Það virtist vekja Liverpool til lífsins sem var mun sterkari aðilinn síðustu 30. mínúturnar og jafnaði verðskuldað metin korteri fyrir leikslok þegar Joel Matip skallaði í netið af stuttu færi. Liverpool sótti stíft í leit að sigurmarki á lokamínútum leiksins og mátti hársbreidd muna að Mohamed Salah skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma en Kyle Walker bjargaði á ótrúlegan máta á línunni. Þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Gini Wijnaldum reyndist skúrkur Liverpool-manna. Claudio Bravo varði vítaspyrnu Hollendingsins og kom það í hlut Gabriel Jesus að tryggja City sigurinn með fimmtu og síðustu spyrnu City á Wembley.Guardiola var feginn í leikslok. „Þetta var ótrúlegur úrslitaleikur, og bæði liðin léku mjög vel. Á þessu stigi knattspyrnunnar munar oftast litlu, í dag var það ein vítaspyrna og í vor munaði einu stigi. Þetta er góð áminning fyrir mína leikmenn um hvað það má ekki margt fara úrskeiðis,“ sagði Guardiola í leikslok. Pressan er á City í aðdraganda mótsins sem hefst á Anfield á föstudaginn. Erkifjendur City í Manchester-borg, Manchester United hafa styrkt hópinn vel líkt og Arsenal, Chelsea og Tottenham sem gera atlögu til að brjóta sér leið inn í toppbaráttuna í vetur eftir einsleita titilbaráttu í fyrra þegar City og Liverpool stungu snemma af. City hefur verið í sérflokki undanfarin tvö ár og stigasöfnun þeirra í deildarkeppninni einstök en lærisveinar Guardiola reyna nú eitthvað sem engum öðrum en Sir Alex Ferguson hefur tekist frá því að nafninu var breytt í ensku úrvalsdeildina árið 1992, að vinna meistaratitilinn þrjú ár í röð. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira
Ótrúleg sigurganga Manchester City undir stjórn Pep Guardiola heldur áfram en um helgina lyftu Guardiola og hans menn sjöunda bikarnum eftir sigur á Liverpool í úrslitaleiknum um Samfélagsskjöldinn. Er þetta annað árið í röð sem City vinnur þennan titil og verða lærisveinar Guardiola áfram handhafar allra titla sem í boði eru á Englandi fyrir lið í efstu deild næstu mánuðina. Snemma leiks virtist City vera í sérflokki, Liverpool réð illa við fjölbreyttan sóknarleik og pressu Manchester City sem fann fjölmargar glufur á vörn Liverpool. Á upphafsmínútunum tókst Raheem Sterling að koma Manchester City yfir af stuttu færi eftir mistök í varnarlínu Liverpool, hans fyrsta mark gegn Liverpool í tíundu tilraun. City hélt áfram að sækja og fékk Sterling gott færi til að bæta við forskotið í upphafi seinni hálfleiks en var of lengi að athafna sig. Það virtist vekja Liverpool til lífsins sem var mun sterkari aðilinn síðustu 30. mínúturnar og jafnaði verðskuldað metin korteri fyrir leikslok þegar Joel Matip skallaði í netið af stuttu færi. Liverpool sótti stíft í leit að sigurmarki á lokamínútum leiksins og mátti hársbreidd muna að Mohamed Salah skoraði sigurmarkið undir lok venjulegs leiktíma en Kyle Walker bjargaði á ótrúlegan máta á línunni. Þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni þar sem Gini Wijnaldum reyndist skúrkur Liverpool-manna. Claudio Bravo varði vítaspyrnu Hollendingsins og kom það í hlut Gabriel Jesus að tryggja City sigurinn með fimmtu og síðustu spyrnu City á Wembley.Guardiola var feginn í leikslok. „Þetta var ótrúlegur úrslitaleikur, og bæði liðin léku mjög vel. Á þessu stigi knattspyrnunnar munar oftast litlu, í dag var það ein vítaspyrna og í vor munaði einu stigi. Þetta er góð áminning fyrir mína leikmenn um hvað það má ekki margt fara úrskeiðis,“ sagði Guardiola í leikslok. Pressan er á City í aðdraganda mótsins sem hefst á Anfield á föstudaginn. Erkifjendur City í Manchester-borg, Manchester United hafa styrkt hópinn vel líkt og Arsenal, Chelsea og Tottenham sem gera atlögu til að brjóta sér leið inn í toppbaráttuna í vetur eftir einsleita titilbaráttu í fyrra þegar City og Liverpool stungu snemma af. City hefur verið í sérflokki undanfarin tvö ár og stigasöfnun þeirra í deildarkeppninni einstök en lærisveinar Guardiola reyna nú eitthvað sem engum öðrum en Sir Alex Ferguson hefur tekist frá því að nafninu var breytt í ensku úrvalsdeildina árið 1992, að vinna meistaratitilinn þrjú ár í röð.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Í beinni: FH - Breiðablik | Tekst að stoppa Blika? Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Fleiri fréttir Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Sjá meira