Pierce Brosnan sagður eiga að leika Íslending í Eurovision-mynd Will Ferrell Birgir Olgeirsson skrifar 6. ágúst 2019 07:49 Írski leikarinn Pierce Brosnan. Vísir/Getty Leikarinn Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika í Eurovision-mynd Will Ferrell sem framleidd er fyrir Netflix. Brosnan er hvað þekktastur fyrir að leika njósnara hennar hátignar, James Bond, en er þó enginn viðvaningur þegar kemur að söngvamyndum en hann hefur sýnt stórkostlegan leik í Mamma Mia-myndunum sem byggðar eru á tónlist sænsku sveitarinnar ABBA, sem vann einmitt Eurovision árið 1974 með laginu Waterloo. Það er írski fjölmiðillinn RIE sem greinir frá þessu og segir sögusagnir á kreiki þess efnis að Brosnan muni leika Íslending. Greint hefur verið frá því að Will Ferrell og Rachel McAdams muni leika Íslendinga í myndinni og hafa þau meðal annars fengið kennslu í íslenskum framburði, líkt og Vísir sagði frá fyrir helgi, en í kennslunni var farið yfir nokkra íslenska frasa sem koma fyrir í lagi sem flutt verður að hluta á íslensku í myndinni. Íslenskir leikarar hafa einnig verið ráðnir til að fara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hannes Óli Ágústsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson. Munu tökur á myndinni hefjast í Pinewood-myndverinu í London í vikunni en tökur munu einnig fara fram hér á landi, og hefur bærinn Húsavík verið nefndur í því samhengi, sömuleiðis í Tel Aviv í Ísrael. Will Ferrell er mikill aðdáandi Eurovision en hann er sagður hafa kynnst keppninni í gegnum eiginkonu sína, sem er sænska leikkonan Viveca Paulin. Var Ferrell staddur í Lissabon í Portúgal í fyrra þegar keppnin var haldin þar en hann og McAdams voru bæði í Tel Aviv þegar keppnin var haldin þar í vor. RÚV greindi frá því fyrir helgi að frammistaða Íslendinga í keppninni, sem hafa tekið þátt í Eurovision í 33 ár en aldrei unnið, sé eitthvað sem tekið verði fyrir í myndinni. Er McAdams sögð eiga að leika unga söngkonu frá smábæ á Íslandi. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Hollywood Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59 Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina Leikarinn Ari Freyr var boðaður á fund með leikurunum í London. 31. júlí 2019 13:48 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Leikarinn Pierce Brosnan hefur verið ráðinn til að leika í Eurovision-mynd Will Ferrell sem framleidd er fyrir Netflix. Brosnan er hvað þekktastur fyrir að leika njósnara hennar hátignar, James Bond, en er þó enginn viðvaningur þegar kemur að söngvamyndum en hann hefur sýnt stórkostlegan leik í Mamma Mia-myndunum sem byggðar eru á tónlist sænsku sveitarinnar ABBA, sem vann einmitt Eurovision árið 1974 með laginu Waterloo. Það er írski fjölmiðillinn RIE sem greinir frá þessu og segir sögusagnir á kreiki þess efnis að Brosnan muni leika Íslending. Greint hefur verið frá því að Will Ferrell og Rachel McAdams muni leika Íslendinga í myndinni og hafa þau meðal annars fengið kennslu í íslenskum framburði, líkt og Vísir sagði frá fyrir helgi, en í kennslunni var farið yfir nokkra íslenska frasa sem koma fyrir í lagi sem flutt verður að hluta á íslensku í myndinni. Íslenskir leikarar hafa einnig verið ráðnir til að fara með hlutverk í myndinni, þar á meðal Jóhannes Haukur Jóhannesson, Hannes Óli Ágústsson, Nína Dögg Filippusdóttir, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson. Munu tökur á myndinni hefjast í Pinewood-myndverinu í London í vikunni en tökur munu einnig fara fram hér á landi, og hefur bærinn Húsavík verið nefndur í því samhengi, sömuleiðis í Tel Aviv í Ísrael. Will Ferrell er mikill aðdáandi Eurovision en hann er sagður hafa kynnst keppninni í gegnum eiginkonu sína, sem er sænska leikkonan Viveca Paulin. Var Ferrell staddur í Lissabon í Portúgal í fyrra þegar keppnin var haldin þar en hann og McAdams voru bæði í Tel Aviv þegar keppnin var haldin þar í vor. RÚV greindi frá því fyrir helgi að frammistaða Íslendinga í keppninni, sem hafa tekið þátt í Eurovision í 33 ár en aldrei unnið, sé eitthvað sem tekið verði fyrir í myndinni. Er McAdams sögð eiga að leika unga söngkonu frá smábæ á Íslandi.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Hollywood Tengdar fréttir Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59 Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina Leikarinn Ari Freyr var boðaður á fund með leikurunum í London. 31. júlí 2019 13:48 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Fjöldi íslenskra leikara í Eurovision-mynd Will Ferrell sem verður að hluta tekin upp á Íslandi Ferrell og Rachel McAdams leika íslenska söngvara. 29. júlí 2019 11:59
Hjálpaði Ferrell og McAdams með íslenskan framburð fyrir Eurovision-myndina Leikarinn Ari Freyr var boðaður á fund með leikurunum í London. 31. júlí 2019 13:48