Talsmaður stjórnvalda í Kína varar mótmælendur við að leika sér að eldinum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 08:42 Mótmælin í sjálfsstjórnarhéraðinu Hong Kong snúast ekki lengur bara um umdeild framsalsfrumvarp heldur um að fá að halda þeim réttinum og því frelsi sem íbúar Hong Kong hafa notið hingað til. Vísir/ap Talsmaður kínverskra stjórnvalda varar mótmælendur í Hong Kong við frekari aðgerðum því þeir séu í raun að „leika sér að eldinum“ og bað þá um að vanmeta ekki hörkuna sem stjórnvöld í Kína væru fær um að beita.Það var viðvörunartónn í ummælum talsmanns kínverskra stjórnvalda en í gær var meira en tvö hundruð flugferðum til og frá alþjóðaflugvellinum í Hong Kong aflýst eftir að mótmælendur í borginni kölluðu eftir allsherjarverkfalli. Talsmaðurinn segir að óvildarmenn Kína séu að leggja á ráðin á bakvið tjöldin og beri á byrgð á ofbeldi í borginni. Talsmaðurinn segir þá einnig að þrátt fyrir að stjórnvöld í Kína hafi hingað til haft hemil á sér þýði það ekki að stjórnvöld séu máttlaus. Mótmælendur létu enn og aftur í ljós óánægju sína um helgina en í þetta skiptið héldu mótmælin áfram í gær. Mótmælaaldan hófst fyrir um þremur mánuðum vegna frumvarps sem átti að heimila framsal íbúa stjálfsstjórnarríkisisns Hong Kong til meginlands Kína.Sakar mótmælendur um annarlegar hvatir Afgreiðslu frumvarpsins var slegið á frest en það reyndist ekki nóg til að sefa áhyggjur mótmælenda því þeir krefjast þess hætt verði við frumvarpið alfarið. Barátta íbúanna snýst núna einnig um að yfirvöld í Kína virði þau réttindi og það frelsi sem þeir hafa notið hingað til. Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnarinnar í Hong Kong, hélt blaðamannafund í gær þar sem hún sagði að mótmælendur væru á barmi „verulega hættulegs ástands“ en hún ásakaði aðgerðasinna einnig um að sigla undir fölsku flaggi og sagði þá nota framsalsfrumvarpið til að ná fram „raunverulegum“ markmiðum sínum. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27 Flugeldum skotið á mótmælendur í Hong Kong Aukin harka hefur færst í viðbrögð við mótmælum í borginni undanfarna daga. Flugeldum var skotið úr bíl inn í hóp mótmælenda við lögreglustöð í dag. 31. júlí 2019 13:29 Allsherjarverkfall í mótmælaskyni lamar Hong Kong Mótmælendur í Hong Kong hófu í dag verkfallsaðgerðir sem miða að því að lama borgina í mótmælaskyni við yfirvöld í Kína. Um 200 flugferðum frá flugvellinum í Hong Kong hefur verið aflýst vegna verkfallsins. 5. ágúst 2019 08:00 Tugir handteknir í mótmælum í Hong Kong Að minnsta kosti tuttugu mótmælendur voru handteknir af lögreglunni í Hong Kong á laugardag, þriðja mótmæladaginn í röð. 4. ágúst 2019 10:45 Kommúnistaflokkurinn fordæmir mótmælin Stjórnvöld í Kína fordæmdu í gær mótmælin gegn stjórn Carrie Lam í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. 30. júlí 2019 07:15 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Talsmaður kínverskra stjórnvalda varar mótmælendur í Hong Kong við frekari aðgerðum því þeir séu í raun að „leika sér að eldinum“ og bað þá um að vanmeta ekki hörkuna sem stjórnvöld í Kína væru fær um að beita.Það var viðvörunartónn í ummælum talsmanns kínverskra stjórnvalda en í gær var meira en tvö hundruð flugferðum til og frá alþjóðaflugvellinum í Hong Kong aflýst eftir að mótmælendur í borginni kölluðu eftir allsherjarverkfalli. Talsmaðurinn segir að óvildarmenn Kína séu að leggja á ráðin á bakvið tjöldin og beri á byrgð á ofbeldi í borginni. Talsmaðurinn segir þá einnig að þrátt fyrir að stjórnvöld í Kína hafi hingað til haft hemil á sér þýði það ekki að stjórnvöld séu máttlaus. Mótmælendur létu enn og aftur í ljós óánægju sína um helgina en í þetta skiptið héldu mótmælin áfram í gær. Mótmælaaldan hófst fyrir um þremur mánuðum vegna frumvarps sem átti að heimila framsal íbúa stjálfsstjórnarríkisisns Hong Kong til meginlands Kína.Sakar mótmælendur um annarlegar hvatir Afgreiðslu frumvarpsins var slegið á frest en það reyndist ekki nóg til að sefa áhyggjur mótmælenda því þeir krefjast þess hætt verði við frumvarpið alfarið. Barátta íbúanna snýst núna einnig um að yfirvöld í Kína virði þau réttindi og það frelsi sem þeir hafa notið hingað til. Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnarinnar í Hong Kong, hélt blaðamannafund í gær þar sem hún sagði að mótmælendur væru á barmi „verulega hættulegs ástands“ en hún ásakaði aðgerðasinna einnig um að sigla undir fölsku flaggi og sagði þá nota framsalsfrumvarpið til að ná fram „raunverulegum“ markmiðum sínum.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27 Flugeldum skotið á mótmælendur í Hong Kong Aukin harka hefur færst í viðbrögð við mótmælum í borginni undanfarna daga. Flugeldum var skotið úr bíl inn í hóp mótmælenda við lögreglustöð í dag. 31. júlí 2019 13:29 Allsherjarverkfall í mótmælaskyni lamar Hong Kong Mótmælendur í Hong Kong hófu í dag verkfallsaðgerðir sem miða að því að lama borgina í mótmælaskyni við yfirvöld í Kína. Um 200 flugferðum frá flugvellinum í Hong Kong hefur verið aflýst vegna verkfallsins. 5. ágúst 2019 08:00 Tugir handteknir í mótmælum í Hong Kong Að minnsta kosti tuttugu mótmælendur voru handteknir af lögreglunni í Hong Kong á laugardag, þriðja mótmæladaginn í röð. 4. ágúst 2019 10:45 Kommúnistaflokkurinn fordæmir mótmælin Stjórnvöld í Kína fordæmdu í gær mótmælin gegn stjórn Carrie Lam í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. 30. júlí 2019 07:15 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong beitti mótmælendur táragasi og skaut á þá gúmmíkúlum á mótmælum í Yuen Long hverfinu í dag. 28. júlí 2019 18:27
Flugeldum skotið á mótmælendur í Hong Kong Aukin harka hefur færst í viðbrögð við mótmælum í borginni undanfarna daga. Flugeldum var skotið úr bíl inn í hóp mótmælenda við lögreglustöð í dag. 31. júlí 2019 13:29
Allsherjarverkfall í mótmælaskyni lamar Hong Kong Mótmælendur í Hong Kong hófu í dag verkfallsaðgerðir sem miða að því að lama borgina í mótmælaskyni við yfirvöld í Kína. Um 200 flugferðum frá flugvellinum í Hong Kong hefur verið aflýst vegna verkfallsins. 5. ágúst 2019 08:00
Tugir handteknir í mótmælum í Hong Kong Að minnsta kosti tuttugu mótmælendur voru handteknir af lögreglunni í Hong Kong á laugardag, þriðja mótmæladaginn í röð. 4. ágúst 2019 10:45
Kommúnistaflokkurinn fordæmir mótmælin Stjórnvöld í Kína fordæmdu í gær mótmælin gegn stjórn Carrie Lam í sjálfstjórnarhéraðinu Hong Kong. 30. júlí 2019 07:15