Grínið sett til hliðar til að krefjast aðgerða í byssumálum Bandaríkjanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. ágúst 2019 11:45 Seth Meyers, Stephen Colbert, Donald Trump, Jimmy Kimmel og Jimmy Fallon. Vísir Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleift að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. Kröfðust helstu spjallþáttastjórnendur ytra tafarlausra aðgerða frá yfirvöldum til þess að gera einstaklingum erfiðara um vik að eignast jafn öflug skotvopn og notuð hafa verið í skotárásum í Bandaríkjunum. Skotárásir eru tíðar þar í landi og fórnarlömbin orðin mörg á undanförnum árum. Samt sem áður næst lítill árangur í því að draga úr slíkum árásum. Repúblikinn Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings var í gærkvöldi aðalskotspónn spjallþáttastjórnenda á borð við Jimmy Kimmel, Jimmy Fallon, Stephen Colbert, Trevor Noah og Seth Meyers. McConnell hefur á þingi komið í veg fyrir að hertari skotvopnalöggjöf nái fram að ganga. Hann varð fyrir því ólani að axlarbrotna um helgina og var það oftar en ekki miðpunktur brandara háðfuglanna á hans kostnað, en ekki var mikið um grín þegar málið var tekið fyrir af þeim félögum um helgina. Meðal þess sem þeir tóku fyrir voru ummæli Donald Trump um að mögulega væri að hluta til hægt að kenna tölvuleikjum um þann mikla fjölda skotárása sem Bandaríkjamenn hafa mátt þola. „Það hljómar eins og ágætis röksemdarfærsla,“ sagði Trevor Noah, áður en hann reif hann í sundur með því að skipta út Crocs-skóm út fyrir tölvuleiki. Í þætti sínum fór hann einnig yfir það hversu ítarleg skref eru stigin til þess að auka öryggi í samgöngum og færði hann rök fyrir því að það sama ætti að gilda varðandi byssur. Seth Meyers lauk sínum þætti með því að biðla til þingmanna um að taka sig saman í andlitinu og grípa til aðgerða á meðan Jimmy Kimmel gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna harkalega og áherslu hans á að kenna mætti falsfréttum um sem flest sem aflaga er í Bandaríkjunum. „Vitið þið hvað er hægt að tengja við skotárásir. Byssur eru tengdar við skotárásir. Vandamálið er ekki falsfréttir, það eru alvöru byssur,“ sagði Kimmel en sjá má helstu atriði fimmenninga um skotárásirnar hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Trump vill löggjöf sem kveður á um dauðarefsingu fyrir fjöldamorð og hatursglæpi Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. 5. ágúst 2019 14:55 Gerðu harkalegt grín að Cohen og vitnisburði hans Það komst varla neitt annað að hjá spjallþáttastjórnendum í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi en vitnisburður Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir þingnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjanna í gær. 28. febrúar 2019 19:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Alls létust 31 einstaklingur í tveimur mannskæðum skotárásum í Bandaríkjunu um helgina sem vakið hafa mikinn óhug. Í báðum tilvikum voru árárásarmennirnir vopnaðir öflugum skotvopnum sem gerðu þeim kleift að valda miklum skaða á stuttum tíma. Árásarnir voru fyrirferðarmiklar í spjallþáttum í bandarísku sjónvarpi i gærkvöldi. Kröfðust helstu spjallþáttastjórnendur ytra tafarlausra aðgerða frá yfirvöldum til þess að gera einstaklingum erfiðara um vik að eignast jafn öflug skotvopn og notuð hafa verið í skotárásum í Bandaríkjunum. Skotárásir eru tíðar þar í landi og fórnarlömbin orðin mörg á undanförnum árum. Samt sem áður næst lítill árangur í því að draga úr slíkum árásum. Repúblikinn Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings var í gærkvöldi aðalskotspónn spjallþáttastjórnenda á borð við Jimmy Kimmel, Jimmy Fallon, Stephen Colbert, Trevor Noah og Seth Meyers. McConnell hefur á þingi komið í veg fyrir að hertari skotvopnalöggjöf nái fram að ganga. Hann varð fyrir því ólani að axlarbrotna um helgina og var það oftar en ekki miðpunktur brandara háðfuglanna á hans kostnað, en ekki var mikið um grín þegar málið var tekið fyrir af þeim félögum um helgina. Meðal þess sem þeir tóku fyrir voru ummæli Donald Trump um að mögulega væri að hluta til hægt að kenna tölvuleikjum um þann mikla fjölda skotárása sem Bandaríkjamenn hafa mátt þola. „Það hljómar eins og ágætis röksemdarfærsla,“ sagði Trevor Noah, áður en hann reif hann í sundur með því að skipta út Crocs-skóm út fyrir tölvuleiki. Í þætti sínum fór hann einnig yfir það hversu ítarleg skref eru stigin til þess að auka öryggi í samgöngum og færði hann rök fyrir því að það sama ætti að gilda varðandi byssur. Seth Meyers lauk sínum þætti með því að biðla til þingmanna um að taka sig saman í andlitinu og grípa til aðgerða á meðan Jimmy Kimmel gagnrýndi Donald Trump, forseta Bandaríkjanna harkalega og áherslu hans á að kenna mætti falsfréttum um sem flest sem aflaga er í Bandaríkjunum. „Vitið þið hvað er hægt að tengja við skotárásir. Byssur eru tengdar við skotárásir. Vandamálið er ekki falsfréttir, það eru alvöru byssur,“ sagði Kimmel en sjá má helstu atriði fimmenninga um skotárásirnar hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05 Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30 Trump vill löggjöf sem kveður á um dauðarefsingu fyrir fjöldamorð og hatursglæpi Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. 5. ágúst 2019 14:55 Gerðu harkalegt grín að Cohen og vitnisburði hans Það komst varla neitt annað að hjá spjallþáttastjórnendum í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi en vitnisburður Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir þingnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjanna í gær. 28. febrúar 2019 19:45 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Tala látinna í El Paso hækkar Fjöldi látinna er kominn upp í 21 eftir að eitt fórnarlamba skotárásarinnar lést á sjúkrahúsi í El Paso í dag. 5. ágúst 2019 16:05
Árásarmaðurinn í Ohio sagður hafa haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga Bekkjarfélagar Connor Betts, árásarmannsins sem sem drap níu manns og særði 27 í skotárás í Dayton í Ohio-ríki Bandaríkjunum um helgina, segja að hann hafi haldið lista yfir þau sem hann vildi drepa eða nauðga á meðan hann var nemandi í Bellbrook High School. 5. ágúst 2019 14:30
Trump vill löggjöf sem kveður á um dauðarefsingu fyrir fjöldamorð og hatursglæpi Donald Trump Bandaríkjaforseti segir mikilvægt að Bandaríkin taki afstöðu gegn hvítum þjóðernissinnum í kjölfar tveggja skotárása sem urðu um helgina. 5. ágúst 2019 14:55
Gerðu harkalegt grín að Cohen og vitnisburði hans Það komst varla neitt annað að hjá spjallþáttastjórnendum í bandarísku sjónvarpi í gærkvöldi en vitnisburður Michael Cohen, fyrrverandi lögfræðings Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir þingnefnd fulltrúardeildar Bandaríkjanna í gær. 28. febrúar 2019 19:45
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent