Dæmisaga Bjarni Karlsson skrifar 7. ágúst 2019 07:45 Fyrir nokkrum árum heyrði ég sögu sem ég finn hvergi á prenti en þykist vita að sé eftir hinn merka indverska hagfræðing og Nóbelsverðlaunahafa Amartya Sen. Hún fjallar um gildi þess að ráða sér sjálfur: Maður nokkur vaknaði einn í húsi sínu því að maki hans og börn voru í burtu. Þá sagði hann við sjálfan sig: Nú tilkynni ég mig veikan í vinnunni, dreg fyrir alla glugga, hef ekki samband við nokkurn mann og nýt þess að vera einn heima í allan dag. Á morgun fer ég til vinnu eins og ekkert hafi í skorist. Sem hann gengur fram í eldhús að sækja sér kaffi og gera þessar ráðstafanir rekur hann augun í lítinn gulan miða á útidyramottunni sem settur hefur verið inn um bréfalúguna. Hann tekur upp miðann og sér þar nafn sitt skráð með eftirfarandi skilaboðum: Í dag skalt þú tilkynna þig veikan í vinnunni, draga fyrir alla glugga og ekki hafa samband við nokkurn mann. Á morgun mætir þú svo aftur til vinnu eins og venjulega. Ef þú gerir þetta fer allt vel. Annars sérð þú fjölskyldu þína aldrei framar. Hver er munurinn á kjörum mannsins í þessu ljósi? spyr sögumaður. Er hann ekki bara heppinn að geta áhyggjulaus notið dagsins nákvæmlega eins og til stóð? Auk þess þarf hann nú ekki að hafa slæma samvisku af því að ljúga sig veikan. Nei, við finnum að þannig er það ekki. Í stað þess að hafa með sjálfan sig að gera er maðurinn valdsviptur og það sem vera átti ósvífin og endurnærandi hvíld verður óttaleg bið án sjálfsforræðis. Í dæmisögunni er maðurinn settur í þá skelfilegu stöðu að vera annaðhvort sviptur sjálfsforræði sínu eða nánustu ástvinum. En þetta tvennt, persónulegur atbeini og örugg tengsl, er það sem gefur lífi okkar tilgang. Án annars verður hitt ekki fullnægjandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun
Fyrir nokkrum árum heyrði ég sögu sem ég finn hvergi á prenti en þykist vita að sé eftir hinn merka indverska hagfræðing og Nóbelsverðlaunahafa Amartya Sen. Hún fjallar um gildi þess að ráða sér sjálfur: Maður nokkur vaknaði einn í húsi sínu því að maki hans og börn voru í burtu. Þá sagði hann við sjálfan sig: Nú tilkynni ég mig veikan í vinnunni, dreg fyrir alla glugga, hef ekki samband við nokkurn mann og nýt þess að vera einn heima í allan dag. Á morgun fer ég til vinnu eins og ekkert hafi í skorist. Sem hann gengur fram í eldhús að sækja sér kaffi og gera þessar ráðstafanir rekur hann augun í lítinn gulan miða á útidyramottunni sem settur hefur verið inn um bréfalúguna. Hann tekur upp miðann og sér þar nafn sitt skráð með eftirfarandi skilaboðum: Í dag skalt þú tilkynna þig veikan í vinnunni, draga fyrir alla glugga og ekki hafa samband við nokkurn mann. Á morgun mætir þú svo aftur til vinnu eins og venjulega. Ef þú gerir þetta fer allt vel. Annars sérð þú fjölskyldu þína aldrei framar. Hver er munurinn á kjörum mannsins í þessu ljósi? spyr sögumaður. Er hann ekki bara heppinn að geta áhyggjulaus notið dagsins nákvæmlega eins og til stóð? Auk þess þarf hann nú ekki að hafa slæma samvisku af því að ljúga sig veikan. Nei, við finnum að þannig er það ekki. Í stað þess að hafa með sjálfan sig að gera er maðurinn valdsviptur og það sem vera átti ósvífin og endurnærandi hvíld verður óttaleg bið án sjálfsforræðis. Í dæmisögunni er maðurinn settur í þá skelfilegu stöðu að vera annaðhvort sviptur sjálfsforræði sínu eða nánustu ástvinum. En þetta tvennt, persónulegur atbeini og örugg tengsl, er það sem gefur lífi okkar tilgang. Án annars verður hitt ekki fullnægjandi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun