Disney ætlar að endurgera Home Alone Birgir Olgeirsson skrifar 7. ágúst 2019 08:06 Macaulay Culkin í Home Alone. IMDB Afþreyingarfyrirtækið Disney hefur í hyggju að endurgera hina sígildu kvikmynd Home Alone sem sló í gegn árið 1990. Um er að ræða jólamynd sem flestir hafa séð en hún segir frá hinum unga Kevin McCallister sem fyrir slysni er skilinn eftir einn heima og þarf að verja heimilið fyrir bíræfnum innbrotsþjófum. Myndin gerði Macaulay Culkin að einni skærustu stjörnu heims um tíma en Disney ætlar að endurgera myndina og er ætlunin að hún verði aðgengileg áskrifendum streymisveitunnar Disney+. Disney festi nýverið kaup á myndverinu 20th Century Fox og er ætlunin að endurgera nokkra af stærstu titlunum sem þaðan koma. Þar á meðal Night at the Museum, Diary of a Wimpy Kid og Cheaper By the Dozen. Disney+ verður aðgengilegt í Bandaríkjunum í nóvember en í Bretlandi á næsta ári. Disney hefur átt fádæma velgengni að fagna í ár en fyrirtækið á fimm af sex stærstu myndum ársins. Af þeim fimm hafa fjórar þénað yfir milljarð dollara í miðasölu kvikmyndahúsa. Með kaupunum á 20th Century Fox fær Disney einnig yfirráð yfir titlum á borð við Avatar, Planet of the Apes, X-Men og Deadpool. Disney á einnig star Wars og Marvel-myndirnar. Disney Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Afþreyingarfyrirtækið Disney hefur í hyggju að endurgera hina sígildu kvikmynd Home Alone sem sló í gegn árið 1990. Um er að ræða jólamynd sem flestir hafa séð en hún segir frá hinum unga Kevin McCallister sem fyrir slysni er skilinn eftir einn heima og þarf að verja heimilið fyrir bíræfnum innbrotsþjófum. Myndin gerði Macaulay Culkin að einni skærustu stjörnu heims um tíma en Disney ætlar að endurgera myndina og er ætlunin að hún verði aðgengileg áskrifendum streymisveitunnar Disney+. Disney festi nýverið kaup á myndverinu 20th Century Fox og er ætlunin að endurgera nokkra af stærstu titlunum sem þaðan koma. Þar á meðal Night at the Museum, Diary of a Wimpy Kid og Cheaper By the Dozen. Disney+ verður aðgengilegt í Bandaríkjunum í nóvember en í Bretlandi á næsta ári. Disney hefur átt fádæma velgengni að fagna í ár en fyrirtækið á fimm af sex stærstu myndum ársins. Af þeim fimm hafa fjórar þénað yfir milljarð dollara í miðasölu kvikmyndahúsa. Með kaupunum á 20th Century Fox fær Disney einnig yfirráð yfir titlum á borð við Avatar, Planet of the Apes, X-Men og Deadpool. Disney á einnig star Wars og Marvel-myndirnar.
Disney Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein