Þrjú kynferðisbrot til rannsóknar eftir Þjóðhátíð Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 10:31 Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum. Vísir/Óskar P. Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar nú þrjú kynferðisbrot sem komu upp um helgina á Þjóðhátíð. Ekki eru veittar frekari upplýsingar um málin í tilkynningu lögreglu. Þá komu níu líkamsárásir inn á borð lögreglu um helgina, þar af þrjár meiriháttar með tilliti til áverka þar sem um beinbrot var að ræða. Aðrar líkamsárásir voru minniháttar og þar af eitt heimilisofbeldismál. 25 fíkniefnamál komu upp á Þjóðhátíð en grunur er um sölu og dreifingu efnanna í tveimur málanna. Fíkniefnamál á Þjóðhátíð voru 35 í fyrra, 47 árið 2017, 30 árið 2016 og 72 árið 2015. Lýsir lögregla yfir ánægju með fækkun málanna og segir í tilkynningu að öflugt fíkniefnaeftirlit skili greinilega árangri. „Að mati lögreglu var minna um fíkniefnaneyslu á hátíðinni nú en áður. Fíkniefnaleitarhundar eru ávallt notaðir við leit á þjóðhátíð og auka þeir árangur og gæði eftirlitsins. Notkun leitarhundanna hefur ótvírætt forvarnargildi.“ Önnur brot á Þjóðhátíð um helgina voru tvö eignaspjöll, einn þjófnaður, ein hótun, einn nytjastuldur, brot á reynslulausn, sex áfengislagabrot, tvö tilfelli ölvunaraksturs og einn var stöðvaður fyrir fíkniefnaakstur.Fíkniefnahundar og sérsveitarmenn Þá telur lögregla að um 15.000 manns hafi sótt Þjóðhátíð nú um helgina, sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Lögregla hélt úti miklum viðbúnaði á hátíðinni en samtals sinntu 27 lögreglumenn löggæslu á þremur lögreglubifreiðum, auk 130 gæslumanna sem lúta stjórn lögreglu. Tveir sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra voru til aðstoðar lögreglu á sérútbúnum bíl. Sex óeinkennisklæddir lögreglumenn sinntu fíkniefnaeftirliti og höfðu sér til aðstoðar 3-4 fíkniefnaleitarhunda. Starfandi læknir var í Herjólfsdal, auk heilbrigðisstarfsfólks, áfallateymis, Barnaverndar og sjúkraflutningamanna og gengu allir sólarhringsvaktir. Í tilkynningu segir að vel hafi gengið að sinna þeim 222 verkefnum sem komu á borð lögreglu á Þjóðhátíð. Umferð í Herjólfsdal hafi gengið vel en hún hafi verið verulega þung á álagstímum. Þá hafi viðbragðsaðilar í sjúkraskýli, hjá áfallateymi og barnavernd unnið gott starf og sinnt fjölmörgum. Barnavernd Kynferðisofbeldi Lögreglumál Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar nú þrjú kynferðisbrot sem komu upp um helgina á Þjóðhátíð. Ekki eru veittar frekari upplýsingar um málin í tilkynningu lögreglu. Þá komu níu líkamsárásir inn á borð lögreglu um helgina, þar af þrjár meiriháttar með tilliti til áverka þar sem um beinbrot var að ræða. Aðrar líkamsárásir voru minniháttar og þar af eitt heimilisofbeldismál. 25 fíkniefnamál komu upp á Þjóðhátíð en grunur er um sölu og dreifingu efnanna í tveimur málanna. Fíkniefnamál á Þjóðhátíð voru 35 í fyrra, 47 árið 2017, 30 árið 2016 og 72 árið 2015. Lýsir lögregla yfir ánægju með fækkun málanna og segir í tilkynningu að öflugt fíkniefnaeftirlit skili greinilega árangri. „Að mati lögreglu var minna um fíkniefnaneyslu á hátíðinni nú en áður. Fíkniefnaleitarhundar eru ávallt notaðir við leit á þjóðhátíð og auka þeir árangur og gæði eftirlitsins. Notkun leitarhundanna hefur ótvírætt forvarnargildi.“ Önnur brot á Þjóðhátíð um helgina voru tvö eignaspjöll, einn þjófnaður, ein hótun, einn nytjastuldur, brot á reynslulausn, sex áfengislagabrot, tvö tilfelli ölvunaraksturs og einn var stöðvaður fyrir fíkniefnaakstur.Fíkniefnahundar og sérsveitarmenn Þá telur lögregla að um 15.000 manns hafi sótt Þjóðhátíð nú um helgina, sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Lögregla hélt úti miklum viðbúnaði á hátíðinni en samtals sinntu 27 lögreglumenn löggæslu á þremur lögreglubifreiðum, auk 130 gæslumanna sem lúta stjórn lögreglu. Tveir sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra voru til aðstoðar lögreglu á sérútbúnum bíl. Sex óeinkennisklæddir lögreglumenn sinntu fíkniefnaeftirliti og höfðu sér til aðstoðar 3-4 fíkniefnaleitarhunda. Starfandi læknir var í Herjólfsdal, auk heilbrigðisstarfsfólks, áfallateymis, Barnaverndar og sjúkraflutningamanna og gengu allir sólarhringsvaktir. Í tilkynningu segir að vel hafi gengið að sinna þeim 222 verkefnum sem komu á borð lögreglu á Þjóðhátíð. Umferð í Herjólfsdal hafi gengið vel en hún hafi verið verulega þung á álagstímum. Þá hafi viðbragðsaðilar í sjúkraskýli, hjá áfallateymi og barnavernd unnið gott starf og sinnt fjölmörgum.
Barnavernd Kynferðisofbeldi Lögreglumál Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira