Þrjú kynferðisbrot til rannsóknar eftir Þjóðhátíð Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2019 10:31 Frá þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fyrir nokkrum árum. Vísir/Óskar P. Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar nú þrjú kynferðisbrot sem komu upp um helgina á Þjóðhátíð. Ekki eru veittar frekari upplýsingar um málin í tilkynningu lögreglu. Þá komu níu líkamsárásir inn á borð lögreglu um helgina, þar af þrjár meiriháttar með tilliti til áverka þar sem um beinbrot var að ræða. Aðrar líkamsárásir voru minniháttar og þar af eitt heimilisofbeldismál. 25 fíkniefnamál komu upp á Þjóðhátíð en grunur er um sölu og dreifingu efnanna í tveimur málanna. Fíkniefnamál á Þjóðhátíð voru 35 í fyrra, 47 árið 2017, 30 árið 2016 og 72 árið 2015. Lýsir lögregla yfir ánægju með fækkun málanna og segir í tilkynningu að öflugt fíkniefnaeftirlit skili greinilega árangri. „Að mati lögreglu var minna um fíkniefnaneyslu á hátíðinni nú en áður. Fíkniefnaleitarhundar eru ávallt notaðir við leit á þjóðhátíð og auka þeir árangur og gæði eftirlitsins. Notkun leitarhundanna hefur ótvírætt forvarnargildi.“ Önnur brot á Þjóðhátíð um helgina voru tvö eignaspjöll, einn þjófnaður, ein hótun, einn nytjastuldur, brot á reynslulausn, sex áfengislagabrot, tvö tilfelli ölvunaraksturs og einn var stöðvaður fyrir fíkniefnaakstur.Fíkniefnahundar og sérsveitarmenn Þá telur lögregla að um 15.000 manns hafi sótt Þjóðhátíð nú um helgina, sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Lögregla hélt úti miklum viðbúnaði á hátíðinni en samtals sinntu 27 lögreglumenn löggæslu á þremur lögreglubifreiðum, auk 130 gæslumanna sem lúta stjórn lögreglu. Tveir sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra voru til aðstoðar lögreglu á sérútbúnum bíl. Sex óeinkennisklæddir lögreglumenn sinntu fíkniefnaeftirliti og höfðu sér til aðstoðar 3-4 fíkniefnaleitarhunda. Starfandi læknir var í Herjólfsdal, auk heilbrigðisstarfsfólks, áfallateymis, Barnaverndar og sjúkraflutningamanna og gengu allir sólarhringsvaktir. Í tilkynningu segir að vel hafi gengið að sinna þeim 222 verkefnum sem komu á borð lögreglu á Þjóðhátíð. Umferð í Herjólfsdal hafi gengið vel en hún hafi verið verulega þung á álagstímum. Þá hafi viðbragðsaðilar í sjúkraskýli, hjá áfallateymi og barnavernd unnið gott starf og sinnt fjölmörgum. Barnavernd Kynferðisofbeldi Lögreglumál Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar nú þrjú kynferðisbrot sem komu upp um helgina á Þjóðhátíð. Ekki eru veittar frekari upplýsingar um málin í tilkynningu lögreglu. Þá komu níu líkamsárásir inn á borð lögreglu um helgina, þar af þrjár meiriháttar með tilliti til áverka þar sem um beinbrot var að ræða. Aðrar líkamsárásir voru minniháttar og þar af eitt heimilisofbeldismál. 25 fíkniefnamál komu upp á Þjóðhátíð en grunur er um sölu og dreifingu efnanna í tveimur málanna. Fíkniefnamál á Þjóðhátíð voru 35 í fyrra, 47 árið 2017, 30 árið 2016 og 72 árið 2015. Lýsir lögregla yfir ánægju með fækkun málanna og segir í tilkynningu að öflugt fíkniefnaeftirlit skili greinilega árangri. „Að mati lögreglu var minna um fíkniefnaneyslu á hátíðinni nú en áður. Fíkniefnaleitarhundar eru ávallt notaðir við leit á þjóðhátíð og auka þeir árangur og gæði eftirlitsins. Notkun leitarhundanna hefur ótvírætt forvarnargildi.“ Önnur brot á Þjóðhátíð um helgina voru tvö eignaspjöll, einn þjófnaður, ein hótun, einn nytjastuldur, brot á reynslulausn, sex áfengislagabrot, tvö tilfelli ölvunaraksturs og einn var stöðvaður fyrir fíkniefnaakstur.Fíkniefnahundar og sérsveitarmenn Þá telur lögregla að um 15.000 manns hafi sótt Þjóðhátíð nú um helgina, sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Lögregla hélt úti miklum viðbúnaði á hátíðinni en samtals sinntu 27 lögreglumenn löggæslu á þremur lögreglubifreiðum, auk 130 gæslumanna sem lúta stjórn lögreglu. Tveir sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra voru til aðstoðar lögreglu á sérútbúnum bíl. Sex óeinkennisklæddir lögreglumenn sinntu fíkniefnaeftirliti og höfðu sér til aðstoðar 3-4 fíkniefnaleitarhunda. Starfandi læknir var í Herjólfsdal, auk heilbrigðisstarfsfólks, áfallateymis, Barnaverndar og sjúkraflutningamanna og gengu allir sólarhringsvaktir. Í tilkynningu segir að vel hafi gengið að sinna þeim 222 verkefnum sem komu á borð lögreglu á Þjóðhátíð. Umferð í Herjólfsdal hafi gengið vel en hún hafi verið verulega þung á álagstímum. Þá hafi viðbragðsaðilar í sjúkraskýli, hjá áfallateymi og barnavernd unnið gott starf og sinnt fjölmörgum.
Barnavernd Kynferðisofbeldi Lögreglumál Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira