Ellefu tekjuhæstu íþróttakonur heims koma allar úr tennis Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. ágúst 2019 17:45 Fjórða árið í röð er Williams tekjuhæsta íþróttakona heims. vísir/getty Serena Williams er tekjuhæsta íþróttakona heims samkvæmt úttekt Forbes. Ellefu tekjuhæstu íþróttakonur heims á síðasta ári eru allar tennisleikarar. Þetta er fjórða árið í röð sem Williams er tekjuhæsta íþróttakona heims. Á síðasta ári þénaði hún 29,2 milljónir Bandaríkjadala. Williams er eina konan sem komst á lista Forbes yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims á síðasta ári. Naomi Osaka, sem vann Williams í úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í fyrra, er í 2. sæti listans yfir tekjuhæstu íþróttakonur heims. Osaka hefur klifið metorðastigann hratt og landað stórum styrktarsamningnum eftir sigur á tveimur risamótum í röð.Tekjur Osaka jukust mikið milli ára.vísir/gettyTekjur hennar utan vallar fóru úr 1,6 milljónum Bandaríkjadala í 16 milljónir á milli ára. Á næsta ári verða tekjur Osaka væntanlega enn hærri því hún er búinn að skrifa undir stóran samning við Nike. Alls voru tekjur Osaka á síðasta ári 24,3 milljónir Bandaríkjadala. Hún er aðeins fjórða konan sem rýfur 20 milljóna Bandaríkjadala múrinn síðan Forbes byrjaði að taka saman tekjur íþróttafólks. Hinar eru Williams, Maria Sharapova og Li Na, allt tennisleikarar. Williams og Osaka eru langtekjuhæstu íþróttakonur heims. Angelique Kerber er í 3. sæti listans en tekjur hennar á síðasta ári voru 11,8 milljónir Bandaríkjadala.Alex Morgan, einn af fyrirliðum bandarísku heimsmeistaranna í fótbolta.vísir/gettyAlex Morgan, skærasta stjarna bandaríska fótboltalandsliðsins, er efst á listanum af þeim sem eru ekki tennisleikarar. Auk Morgans eru indverska badmintonkonan PV Sindhu og taílenski kylfingurinn Ariya Jutanugarn á listanum yfir 15 tekjuhæstu íþróttakonur heims.Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims á síðasta ári: 1. Serena Williams, tennis - 29,2 milljónir Bandaríkjadala 2. Naomi Osaka, tennis - 24,3 m 3. Angelique Kerber, tennis - 11,8 m 4. Simona Halep, tennis - 10,2 m 5. Sloane Stephens, tennis - 9,6 m 6. Caroline Wozniacki, tennis - 7,5 m 7. Maria Sharapova, tennis - 7 m 8. Karolina Pliskova, tennis - 6,3 m 9. Elina Svitolina, tennis - 6,1 m 10.-11. Venus Williams, tennis - 5,9 m 10.-11. Garbine Muguruza, tennis - 5,9 m 12. Alex Morgan, fótbolti - 5,8 m 13.-14. PV Sindhu, badminton - 5,5 m 13.-14. Madison Keys, tennis - 5,5 m 15. Ariya Jutanugarn, golf - 5,3 m Badminton Tennis Tengdar fréttir Aðeins ein kona á listanum yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims Forbes hefur birt sinn árlega lista yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims. 12. júní 2019 06:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Sjá meira
Serena Williams er tekjuhæsta íþróttakona heims samkvæmt úttekt Forbes. Ellefu tekjuhæstu íþróttakonur heims á síðasta ári eru allar tennisleikarar. Þetta er fjórða árið í röð sem Williams er tekjuhæsta íþróttakona heims. Á síðasta ári þénaði hún 29,2 milljónir Bandaríkjadala. Williams er eina konan sem komst á lista Forbes yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims á síðasta ári. Naomi Osaka, sem vann Williams í úrslitaleik Opna bandaríska meistaramótsins í fyrra, er í 2. sæti listans yfir tekjuhæstu íþróttakonur heims. Osaka hefur klifið metorðastigann hratt og landað stórum styrktarsamningnum eftir sigur á tveimur risamótum í röð.Tekjur Osaka jukust mikið milli ára.vísir/gettyTekjur hennar utan vallar fóru úr 1,6 milljónum Bandaríkjadala í 16 milljónir á milli ára. Á næsta ári verða tekjur Osaka væntanlega enn hærri því hún er búinn að skrifa undir stóran samning við Nike. Alls voru tekjur Osaka á síðasta ári 24,3 milljónir Bandaríkjadala. Hún er aðeins fjórða konan sem rýfur 20 milljóna Bandaríkjadala múrinn síðan Forbes byrjaði að taka saman tekjur íþróttafólks. Hinar eru Williams, Maria Sharapova og Li Na, allt tennisleikarar. Williams og Osaka eru langtekjuhæstu íþróttakonur heims. Angelique Kerber er í 3. sæti listans en tekjur hennar á síðasta ári voru 11,8 milljónir Bandaríkjadala.Alex Morgan, einn af fyrirliðum bandarísku heimsmeistaranna í fótbolta.vísir/gettyAlex Morgan, skærasta stjarna bandaríska fótboltalandsliðsins, er efst á listanum af þeim sem eru ekki tennisleikarar. Auk Morgans eru indverska badmintonkonan PV Sindhu og taílenski kylfingurinn Ariya Jutanugarn á listanum yfir 15 tekjuhæstu íþróttakonur heims.Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims á síðasta ári: 1. Serena Williams, tennis - 29,2 milljónir Bandaríkjadala 2. Naomi Osaka, tennis - 24,3 m 3. Angelique Kerber, tennis - 11,8 m 4. Simona Halep, tennis - 10,2 m 5. Sloane Stephens, tennis - 9,6 m 6. Caroline Wozniacki, tennis - 7,5 m 7. Maria Sharapova, tennis - 7 m 8. Karolina Pliskova, tennis - 6,3 m 9. Elina Svitolina, tennis - 6,1 m 10.-11. Venus Williams, tennis - 5,9 m 10.-11. Garbine Muguruza, tennis - 5,9 m 12. Alex Morgan, fótbolti - 5,8 m 13.-14. PV Sindhu, badminton - 5,5 m 13.-14. Madison Keys, tennis - 5,5 m 15. Ariya Jutanugarn, golf - 5,3 m
Badminton Tennis Tengdar fréttir Aðeins ein kona á listanum yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims Forbes hefur birt sinn árlega lista yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims. 12. júní 2019 06:00 Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Stjörnukonur fengu silfur á Norðurlandamótinu Sjá meira
Aðeins ein kona á listanum yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims Forbes hefur birt sinn árlega lista yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims. 12. júní 2019 06:00