Lúxemborg líklega fyrsta Evrópulandið til að lögleiða kannabis Sylvía Hall skrifar 7. ágúst 2019 18:59 Áætlað er að breytingarnar taki gildi innan tveggja ára. Vísir/Getty Heilbrigðisráðherra Lúxemborgar hefur staðfest að landið ætli sér að verða fyrsta Evrópulandið til þess að lögleiða framleiðslu og neyslu kannabisefna. Varaforsætisráðherra segir stefnu landsins í fíkniefnamálum síðasta hálfa áratuginn ekki hafa borið árangur. „Að banna allt hefur aðeins gert þetta meira spennandi fyrir ungt fólk,“ sagði varaforsætisráðherrann Etienne Schneider í samtali við Politico. Hann sagðist vona að breytingarnar yrðu til þess að fólk yrði víðsýnna þegar kæmi að fíkniefnum. Búist er við því að breytingarnar taki gildi innan tveggja ára. Þá munu íbúar landsins yfir átján ára aldri geta keypt sér kannabisefni til neyslu og mun ríkið búa til lagaramma utan um framleiðslu og dreifingu efnanna. Áætlað er að uppkast að lögunum verði klárt fyrir árslok þar sem fram mun koma hverskonar kannabis verði leyfilegt sem og hvernig það verður skattað.Vilja koma í veg fyrir fíkniefnatúrisma Með breytingunni verður varsla kannabisefna afglæpavædd og verður ungmennum á aldrinum 12 til 17 ára ekki refsað fyrir vörslu á fimm grömmum eða minna. Þeir sem fari hins vegar yfir það magn eigi von á harðri refsingu. Löggjöfin mun að öllum líkindum ekki ná yfir ferðamenn. Það er gert til þess að koma í veg fyrir að ferðamenn ferðist til landsins til þess eins að neyta kannabisefna. Þá er ekki stefnt að því að leyfa heimaræktun. Fari svo að löggjöfin verði að veruleika mun Lúxemborg feta í fótspor Kanada, Úrúgvæ og ellefu ríkja Bandaríkjanna. Landið hefur nú þegar lögleitt efnið í læknisfræðilegum tilgangi en kaup og sala þess er enn ólögleg. Kannabis Lúxemborg Lyf Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Heilbrigðisráðherra Lúxemborgar hefur staðfest að landið ætli sér að verða fyrsta Evrópulandið til þess að lögleiða framleiðslu og neyslu kannabisefna. Varaforsætisráðherra segir stefnu landsins í fíkniefnamálum síðasta hálfa áratuginn ekki hafa borið árangur. „Að banna allt hefur aðeins gert þetta meira spennandi fyrir ungt fólk,“ sagði varaforsætisráðherrann Etienne Schneider í samtali við Politico. Hann sagðist vona að breytingarnar yrðu til þess að fólk yrði víðsýnna þegar kæmi að fíkniefnum. Búist er við því að breytingarnar taki gildi innan tveggja ára. Þá munu íbúar landsins yfir átján ára aldri geta keypt sér kannabisefni til neyslu og mun ríkið búa til lagaramma utan um framleiðslu og dreifingu efnanna. Áætlað er að uppkast að lögunum verði klárt fyrir árslok þar sem fram mun koma hverskonar kannabis verði leyfilegt sem og hvernig það verður skattað.Vilja koma í veg fyrir fíkniefnatúrisma Með breytingunni verður varsla kannabisefna afglæpavædd og verður ungmennum á aldrinum 12 til 17 ára ekki refsað fyrir vörslu á fimm grömmum eða minna. Þeir sem fari hins vegar yfir það magn eigi von á harðri refsingu. Löggjöfin mun að öllum líkindum ekki ná yfir ferðamenn. Það er gert til þess að koma í veg fyrir að ferðamenn ferðist til landsins til þess eins að neyta kannabisefna. Þá er ekki stefnt að því að leyfa heimaræktun. Fari svo að löggjöfin verði að veruleika mun Lúxemborg feta í fótspor Kanada, Úrúgvæ og ellefu ríkja Bandaríkjanna. Landið hefur nú þegar lögleitt efnið í læknisfræðilegum tilgangi en kaup og sala þess er enn ólögleg.
Kannabis Lúxemborg Lyf Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira