Tónleikarnir opna á að aðrar stórstjörnur komi hingað til lands Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. ágúst 2019 11:53 Tugþúsundir munu sækja tónleika Ed Sheeran á Laugardalsvelli. Vísir/Getty Takmarkanir verða settar á umferð í kringum Laugardal þegar tónleikastjarnan Ed Sheeran stígur á svið á Laugardalsvelli á laugardag og sunnudag. Blíðskaparveðri er spáð báða tónleikadagana. Tveir dagar eru þangað til breska poppstjarnan Ed Sheeran stígur á svið á Laugardalvelli á sínum fyrri tónleikum sem hann heldur hér á landi. Fljót seldist upp á tónleikana þegar miðasala fór í gang, eða þrjátíu þúsund miðar, þannig að ákveðið var að setja upp aukatónleika á sunnudagskvöld. Undirbúningur er í fullum gangi á Laugardalsvelli og búið er að reisa risavaxið sjöhundruð fermetra svið en búnaðurinn sem tónlistarmaðurinn kemur með vegur um 1500 tonn. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live hefur veg og vanda að skipulagi tónleikanna og uppsetningu þeirra og segir hann undirbúning gagna vel en í heildina munu um fimmtíu þúsund manns sjá Ed Sheeran um helgina. „Það bara gengur mjög vel. Þetta er allt á áætlun. Ég er hérna að horfa á menn leggja gólfið yfir grasið og sviðið er alltaf að taka á sig meiri og meiri mynd. Þetta er mjög aðdáunarvert og þetta gengur mjög vel,“ segir Ísleifur.Umferð um Laugardal takmörkuð á laugardag og sunnudag Umferð um tónleikasvæðið verður takmörkuð bæði á laugardag og sunnudag og til að mynda verður Suðurlandsbraut lokað að hluta á meðan tónleikum stendur. „Það eru skýringarmyndir inni á vefsíðunni okkar. Þær eru frekar takmarkaðar fyrir fólk hérna í hverfinu. Við höfum unnið þetta í samráði við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og reynt að gera sem allra minnstu truflun,“ segir Ísleifur. Ed Sheeran hélt tónleika í Búdapest í gær en búist er við að poppstjarnan komi til landsins í dag eða á morgun. Ísleifur segir veðurspána gerir ráð fyrir afskaplega góðu veðri á laugardag sem hjálpi mikið til. Fleiri tónlistarmenn munu einnig koma fram sem eru síður þekktari. „Þetta er svona hálf fáránlegt hversu stórar stjörnur eru að hita upp fyrir Ed Sheeran. Sarah Larsson fyllti Laugardalshöllina á tónleikum sem við héldum í október 2017 og svo er James Bay stórstjarna líka og svo er Glowie okkar, sem byrjar tónleikana klukkan 18:00,“ segir Ísleifur.Hvaða stórstjarna heldur tónleika næst á Íslandi? Ísleifur segir að umboðsaðilar annarra tónlistarmanna fylgist með hvernig þessir tónleikar ganga og að það geti opnað á að aðrar stórstjörnur haldi tónleika hér á landi. „Við munum örugglega hefja viðræður við einhverja þeirra eftir þessa tónleika,“ segir ÍsleifurHver er draumurinn? „Það væri gaman að ná Rolling Stones, Paul McCartney eða U2,“ segir Ísleifur. Ertu að skoða þá möguleika? „Við erum í sambandi við alla um allt,“ segir Ísleifur. Ed Sheeran á Íslandi Íslandsvinir Laugardalsvöllur Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Spáir þurru og mildu veðri þegar Ed Sheeran stígur á svið Lítið annað en norðan átt í kortunum fram í næstu viku. 8. ágúst 2019 08:37 Lyftir tónleikahaldi hér á næsta stig Tónleikar Eds Sheeran, stærstu stjörnu heims, verða þeir langstærstu sem hafa verið haldnir á Íslandi. Koma hans hefur átt sér langan aðdraganda og hann mætir með yfir 1.500 tonn af búnaði. 8. ágúst 2019 11:15 Annað höfðatöluheimsmet slegið á Ed Sheeran tónleikum Þetta er bara alveg nýtt [stig] fyrir íslenskt tónleikahald og íslenska bransann en þetta gengur allt mjög vel, segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live. 6. ágúst 2019 16:53 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Takmarkanir verða settar á umferð í kringum Laugardal þegar tónleikastjarnan Ed Sheeran stígur á svið á Laugardalsvelli á laugardag og sunnudag. Blíðskaparveðri er spáð báða tónleikadagana. Tveir dagar eru þangað til breska poppstjarnan Ed Sheeran stígur á svið á Laugardalvelli á sínum fyrri tónleikum sem hann heldur hér á landi. Fljót seldist upp á tónleikana þegar miðasala fór í gang, eða þrjátíu þúsund miðar, þannig að ákveðið var að setja upp aukatónleika á sunnudagskvöld. Undirbúningur er í fullum gangi á Laugardalsvelli og búið er að reisa risavaxið sjöhundruð fermetra svið en búnaðurinn sem tónlistarmaðurinn kemur með vegur um 1500 tonn. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live hefur veg og vanda að skipulagi tónleikanna og uppsetningu þeirra og segir hann undirbúning gagna vel en í heildina munu um fimmtíu þúsund manns sjá Ed Sheeran um helgina. „Það bara gengur mjög vel. Þetta er allt á áætlun. Ég er hérna að horfa á menn leggja gólfið yfir grasið og sviðið er alltaf að taka á sig meiri og meiri mynd. Þetta er mjög aðdáunarvert og þetta gengur mjög vel,“ segir Ísleifur.Umferð um Laugardal takmörkuð á laugardag og sunnudag Umferð um tónleikasvæðið verður takmörkuð bæði á laugardag og sunnudag og til að mynda verður Suðurlandsbraut lokað að hluta á meðan tónleikum stendur. „Það eru skýringarmyndir inni á vefsíðunni okkar. Þær eru frekar takmarkaðar fyrir fólk hérna í hverfinu. Við höfum unnið þetta í samráði við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og reynt að gera sem allra minnstu truflun,“ segir Ísleifur. Ed Sheeran hélt tónleika í Búdapest í gær en búist er við að poppstjarnan komi til landsins í dag eða á morgun. Ísleifur segir veðurspána gerir ráð fyrir afskaplega góðu veðri á laugardag sem hjálpi mikið til. Fleiri tónlistarmenn munu einnig koma fram sem eru síður þekktari. „Þetta er svona hálf fáránlegt hversu stórar stjörnur eru að hita upp fyrir Ed Sheeran. Sarah Larsson fyllti Laugardalshöllina á tónleikum sem við héldum í október 2017 og svo er James Bay stórstjarna líka og svo er Glowie okkar, sem byrjar tónleikana klukkan 18:00,“ segir Ísleifur.Hvaða stórstjarna heldur tónleika næst á Íslandi? Ísleifur segir að umboðsaðilar annarra tónlistarmanna fylgist með hvernig þessir tónleikar ganga og að það geti opnað á að aðrar stórstjörnur haldi tónleika hér á landi. „Við munum örugglega hefja viðræður við einhverja þeirra eftir þessa tónleika,“ segir ÍsleifurHver er draumurinn? „Það væri gaman að ná Rolling Stones, Paul McCartney eða U2,“ segir Ísleifur. Ertu að skoða þá möguleika? „Við erum í sambandi við alla um allt,“ segir Ísleifur.
Ed Sheeran á Íslandi Íslandsvinir Laugardalsvöllur Reykjavík Tónlist Tengdar fréttir Spáir þurru og mildu veðri þegar Ed Sheeran stígur á svið Lítið annað en norðan átt í kortunum fram í næstu viku. 8. ágúst 2019 08:37 Lyftir tónleikahaldi hér á næsta stig Tónleikar Eds Sheeran, stærstu stjörnu heims, verða þeir langstærstu sem hafa verið haldnir á Íslandi. Koma hans hefur átt sér langan aðdraganda og hann mætir með yfir 1.500 tonn af búnaði. 8. ágúst 2019 11:15 Annað höfðatöluheimsmet slegið á Ed Sheeran tónleikum Þetta er bara alveg nýtt [stig] fyrir íslenskt tónleikahald og íslenska bransann en þetta gengur allt mjög vel, segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live. 6. ágúst 2019 16:53 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Spáir þurru og mildu veðri þegar Ed Sheeran stígur á svið Lítið annað en norðan átt í kortunum fram í næstu viku. 8. ágúst 2019 08:37
Lyftir tónleikahaldi hér á næsta stig Tónleikar Eds Sheeran, stærstu stjörnu heims, verða þeir langstærstu sem hafa verið haldnir á Íslandi. Koma hans hefur átt sér langan aðdraganda og hann mætir með yfir 1.500 tonn af búnaði. 8. ágúst 2019 11:15
Annað höfðatöluheimsmet slegið á Ed Sheeran tónleikum Þetta er bara alveg nýtt [stig] fyrir íslenskt tónleikahald og íslenska bransann en þetta gengur allt mjög vel, segir Ísleifur B. Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu Live. 6. ágúst 2019 16:53