Spyrja sig að því hvernig NFL-stórstjarna gat fengið kalsár á fætur um mitt sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 12:30 Antonio Brown er sérstök týpa. Getty/Don Juan Moor Óvæntasta fréttamál ameríska fótboltans síðustu daga snýst um fæturna á einum besta útherja NFL-deildarinnar. Oakland Radiers fékk Antonio Brown frá Pittsburg Steelers og hann átti að verða stærsta stjarna liðsins á komandi tímabili. Það styttist í tímabilið en liðsfélagarnir hafa séð lítið af Antonio Brown inn á æfingavellinum. Antonio Brown er nú frá æfingum og keppni hjá Oakland Raiders vegna slæms ástands á fótunum hans eða réttara satt vega blöðrumyndunar og sýkingar undir iljum hans. Þessi frábæri leikmaður verður eitthvað áfram frá keppni á meðan læknalið Raiders leitar ráða til að laga á honum fæturna.The Raiders have no timetable on Antonio Brown after he was found with extreme frostbite on his feet from cryotherapy. Wow. SalPal reporting just now on SportsCenter. — Michele Steele (@ESPNMichele) August 7, 2019 Brown setti sjálfur mynd af fótum sínum á netið og fólk trúði því ekki hvernig fætur á heimsklassa íþróttamanni gætu litið svona út. Í fyrstu vissi enginn hvernig þetta gat gerst. Svo var gefin út sú skýring að hann hefði fengið kalsár í kæliklefa þar sem hann hefði verið berfættur í klefanum. Brown átti að hafa mætt í kæliklefann í blautum sokkum og það hafi aukið á kælinguna í klefanum.It all finally makes sense now!@AB84 macerated feet, infection and cold injury explained.https://t.co/g2KLfdBKYu — David J. Chao (@ProFootballDoc) August 7, 2019 Þessu tóku þeir ekki alveg trúanlegu sem þekkja til kæliklefa og frostskemmda. Kælimeðferð tekur aðeins örfáar mínútur en frostbruni er eitthvað sem gerist á löngum tíma. Þeir sem þekkja til sveppasýkinga og blöðrumyndanna á fótum eins og hjá Antonio Brown rekja þetta miklu frekar til raka og bleytu. Kælimeðferðin var að þeirra mati ekki ástæðan heldur aðeins það sem gerði illt verra. Allir eru samt sammála um að þetta sé mjög óvanalegt sem eykur um leið forvitni almennings. Antonio Brown og félagar í Oakland Radiers eru í Hard Knocks þáttunum í ár en fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 Sport í næstu viku. Þar verður þetta furðulega mál örugglega í aðalhlutverki. NFL Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Fleiri fréttir Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Sjá meira
Óvæntasta fréttamál ameríska fótboltans síðustu daga snýst um fæturna á einum besta útherja NFL-deildarinnar. Oakland Radiers fékk Antonio Brown frá Pittsburg Steelers og hann átti að verða stærsta stjarna liðsins á komandi tímabili. Það styttist í tímabilið en liðsfélagarnir hafa séð lítið af Antonio Brown inn á æfingavellinum. Antonio Brown er nú frá æfingum og keppni hjá Oakland Raiders vegna slæms ástands á fótunum hans eða réttara satt vega blöðrumyndunar og sýkingar undir iljum hans. Þessi frábæri leikmaður verður eitthvað áfram frá keppni á meðan læknalið Raiders leitar ráða til að laga á honum fæturna.The Raiders have no timetable on Antonio Brown after he was found with extreme frostbite on his feet from cryotherapy. Wow. SalPal reporting just now on SportsCenter. — Michele Steele (@ESPNMichele) August 7, 2019 Brown setti sjálfur mynd af fótum sínum á netið og fólk trúði því ekki hvernig fætur á heimsklassa íþróttamanni gætu litið svona út. Í fyrstu vissi enginn hvernig þetta gat gerst. Svo var gefin út sú skýring að hann hefði fengið kalsár í kæliklefa þar sem hann hefði verið berfættur í klefanum. Brown átti að hafa mætt í kæliklefann í blautum sokkum og það hafi aukið á kælinguna í klefanum.It all finally makes sense now!@AB84 macerated feet, infection and cold injury explained.https://t.co/g2KLfdBKYu — David J. Chao (@ProFootballDoc) August 7, 2019 Þessu tóku þeir ekki alveg trúanlegu sem þekkja til kæliklefa og frostskemmda. Kælimeðferð tekur aðeins örfáar mínútur en frostbruni er eitthvað sem gerist á löngum tíma. Þeir sem þekkja til sveppasýkinga og blöðrumyndanna á fótum eins og hjá Antonio Brown rekja þetta miklu frekar til raka og bleytu. Kælimeðferðin var að þeirra mati ekki ástæðan heldur aðeins það sem gerði illt verra. Allir eru samt sammála um að þetta sé mjög óvanalegt sem eykur um leið forvitni almennings. Antonio Brown og félagar í Oakland Radiers eru í Hard Knocks þáttunum í ár en fyrsti þátturinn verður sýndur á Stöð 2 Sport í næstu viku. Þar verður þetta furðulega mál örugglega í aðalhlutverki.
NFL Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Fleiri fréttir Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur í Garðabæ Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Sjá meira