Hefur áhyggjur af rassasvita liðsfélaga síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 15:00 Kirk Cousins í leik með Minnesota Vikings. Getty/Steven Ryan/ Leikstjórnendur í ameríska fótboltanum þurfa að hugsa um marga hluti í einu enda bæði að lesa varnir mótherjanna sem og að skipuleggja næstu sókn síns liðs. Það er því betra fyrir umrædda leikstjórnendur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðrum hlutum eins og óvenjumikilli svitaframleiðslu liðsfélaga sinna. Leikmenn Minnesota Vikings hafa verið að undirbúa sig fyrir tímabilið í sumarhitanum í Bandaríkjunum og þar er einn nýliðinn ekki beint að slá í gegn hjá liðsfélögum sínum. Þarna erum við að tala senterinn og nýliðann Garrett Bradbury en hans leikstaða er akkerið í sóknarlínu liðsins og það er hann em lætur leikstjórnandann fá boltann þegar sóknin byrjar. Garrett Bradbury hefur nefnilega glímt við eitt vandamál í æfingabúðum Minnesota Vikings. Hann svitnar rosalega og buxurnar hans eru vanalega rennandi blautar. Leikstjórnandi liðsins, Kirk Cousins, þarf oft að vinna mjög náið með senternum þegar sóknirnar byrja og hann hefur áhyggjur af miklum rassasvita liðsfélaga síns.As if Kirk Cousins needed another thing to worry about https://t.co/m8lzaLapfc — New York Post Sports (@nypostsports) August 8, 2019Blaðamaður Minneapolis Star Tribune spurði Kirk Cousins út í þessar áhyggjur hans fyrir fyrsta leik liðsins á undirbúningstímabilinu. „Ég þarf að sjá hversu mikið hann svitnar í leikjum. Hann hefur lofað mér því að þetta sé ekki vandamál í leikjum en við eigum eftir að sjá það. Buxurnar hans á æfingu í dag voru gegnblautar. Hann segist ekki glíma við þetta í leikjum en við fáum reynslu á það á föstudagskvöldið,“ sagði Kirk Cousins. Kirk Cousins fagnar því að fyrsti leikurinn fer fram innanhúss í Superdome höllinni í New Orleans. „Þessar stóru hallir eru með góða loftræstingu og það hjálpar líka að vera með þessar stóru viftur á hliðarlínunni. Ég vona að þetta hjálpi eitthvað,“ sagði Cousins og bætti við. „Eitt af því stærsta sem ég mun taka frá þessum leik á föstudaginn er hversu erfitt það verður að ná gripi á boltanum eftir að hann lætur mig fá hann. Ef það verður erfitt þá mun ég taka við boltanum standandi allt tímabilið. Þjálfarnir [Gary] Kubiak og Kevin [Stefanski] væru örugglega ekki mjög hrifnir af því,“ sagði Kirk Cousins. NFL Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Sjá meira
Leikstjórnendur í ameríska fótboltanum þurfa að hugsa um marga hluti í einu enda bæði að lesa varnir mótherjanna sem og að skipuleggja næstu sókn síns liðs. Það er því betra fyrir umrædda leikstjórnendur að þurfa ekki að hafa áhyggjur af öðrum hlutum eins og óvenjumikilli svitaframleiðslu liðsfélaga sinna. Leikmenn Minnesota Vikings hafa verið að undirbúa sig fyrir tímabilið í sumarhitanum í Bandaríkjunum og þar er einn nýliðinn ekki beint að slá í gegn hjá liðsfélögum sínum. Þarna erum við að tala senterinn og nýliðann Garrett Bradbury en hans leikstaða er akkerið í sóknarlínu liðsins og það er hann em lætur leikstjórnandann fá boltann þegar sóknin byrjar. Garrett Bradbury hefur nefnilega glímt við eitt vandamál í æfingabúðum Minnesota Vikings. Hann svitnar rosalega og buxurnar hans eru vanalega rennandi blautar. Leikstjórnandi liðsins, Kirk Cousins, þarf oft að vinna mjög náið með senternum þegar sóknirnar byrja og hann hefur áhyggjur af miklum rassasvita liðsfélaga síns.As if Kirk Cousins needed another thing to worry about https://t.co/m8lzaLapfc — New York Post Sports (@nypostsports) August 8, 2019Blaðamaður Minneapolis Star Tribune spurði Kirk Cousins út í þessar áhyggjur hans fyrir fyrsta leik liðsins á undirbúningstímabilinu. „Ég þarf að sjá hversu mikið hann svitnar í leikjum. Hann hefur lofað mér því að þetta sé ekki vandamál í leikjum en við eigum eftir að sjá það. Buxurnar hans á æfingu í dag voru gegnblautar. Hann segist ekki glíma við þetta í leikjum en við fáum reynslu á það á föstudagskvöldið,“ sagði Kirk Cousins. Kirk Cousins fagnar því að fyrsti leikurinn fer fram innanhúss í Superdome höllinni í New Orleans. „Þessar stóru hallir eru með góða loftræstingu og það hjálpar líka að vera með þessar stóru viftur á hliðarlínunni. Ég vona að þetta hjálpi eitthvað,“ sagði Cousins og bætti við. „Eitt af því stærsta sem ég mun taka frá þessum leik á föstudaginn er hversu erfitt það verður að ná gripi á boltanum eftir að hann lætur mig fá hann. Ef það verður erfitt þá mun ég taka við boltanum standandi allt tímabilið. Þjálfarnir [Gary] Kubiak og Kevin [Stefanski] væru örugglega ekki mjög hrifnir af því,“ sagði Kirk Cousins.
NFL Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar „Hefði viljað þriðja markið“ „Við vorum skíthræddir“ Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Arnar og Bjarki unnu golfmót Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Sjá meira