Hannes hefur engar áhyggjur af útgáfunni: „Hann má skrifa það sem hann vill mín vegna“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júlí 2019 13:12 Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, hefur áður gefið út bók um Engeyingaættina. Í haust gefur hann út bók um Hannes Hólmstein Gissurarson, háskólaprófessor. samsett mynd „Karl þarf ekki samþykki mitt til að skrifa sínar bækur. Þetta er sem betur fer frjálst land. Hann má skrifa það sem hann vill mín vegna.“ Þetta segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, háskólaprófessor, í skriflegu svari til fréttastofu um þær fregnir að Karl Th. Birgisson sé með bók um Hannes í pípunum. Hannes – portrett af áróðursmanni kemur út á haustmánuðum en Herðubreið fjármagnar útgáfuna. Sjá nánar: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Aðspurður hver tengsl Hannesar og Karls séu svarar Hannes því til að þau séu engin. „Þau eru engin, og ég held ekki, að ég hafi misst af miklu. Ég hef einstöku sinnum séð hann álengdar, þá sjaldan sem ég hef átt leið um vínstúkur miðbæjarins.“ Aðspurður hvort Karl sé óvildarmaður hans segist Hannes ekki hafa hugmynd um það. „Og satt að segja er mér alveg sama“. Hannes segir að hann hafi fyrst frétt um útgáfuna fyrir tveimur dögum.„Ekkert af þessu hefur breytt neinu um líf mitt“ Hann kveðst aðspurður ekki hafa neinar áhyggjur af útgáfunni. „Ekki hinar minnstu. Ég vona, að Karl bregðist ekki sínum tveimur helstu kostnaðarmönnum, en svo skemmtilega vill til, að þeir deila báðir með mér upphafsstaf í fornafni. Raunar hafa verið sett upp um mig og mitt fólk tvö leikrit, Maður að mínu skapi í Þjóðleikhúsinu og Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu. Óttar M. Norðmann [Norðfjörð] hefur skrifað þrjá bæklinga, sem hann kallar ævisögu mína. Og Sigfús Bjartmarsson hefur ort heila ljóðabók í orðastað minn, Homo economicus. Ekkert af þessu hefur breytt neinu um líf mitt,“ segir Hannes sem vildi ekki upplýsa um meinta kostnaðarmenn Karls. „Það blasir við, hverjir eru að gera hann út“.Sjálfsævisaga komi vel til greina Hannes segir að það komi vel til greina að gefa út sjálfsævisögulegt rit. Það sé frá mörgu að segja en hann tekur fram að það verði þó ekki á dagskrá alveg strax. „Það er margt sögulegt, sem ég hef séð og lifað,“ segir Hannes. Bókmenntir Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Portrett af áróðursmanni“: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Ritstjóri Herðubreiðar er höfundur bókar um Hannes Hólmstein. 30. júlí 2019 11:39 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
„Karl þarf ekki samþykki mitt til að skrifa sínar bækur. Þetta er sem betur fer frjálst land. Hann má skrifa það sem hann vill mín vegna.“ Þetta segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, háskólaprófessor, í skriflegu svari til fréttastofu um þær fregnir að Karl Th. Birgisson sé með bók um Hannes í pípunum. Hannes – portrett af áróðursmanni kemur út á haustmánuðum en Herðubreið fjármagnar útgáfuna. Sjá nánar: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Aðspurður hver tengsl Hannesar og Karls séu svarar Hannes því til að þau séu engin. „Þau eru engin, og ég held ekki, að ég hafi misst af miklu. Ég hef einstöku sinnum séð hann álengdar, þá sjaldan sem ég hef átt leið um vínstúkur miðbæjarins.“ Aðspurður hvort Karl sé óvildarmaður hans segist Hannes ekki hafa hugmynd um það. „Og satt að segja er mér alveg sama“. Hannes segir að hann hafi fyrst frétt um útgáfuna fyrir tveimur dögum.„Ekkert af þessu hefur breytt neinu um líf mitt“ Hann kveðst aðspurður ekki hafa neinar áhyggjur af útgáfunni. „Ekki hinar minnstu. Ég vona, að Karl bregðist ekki sínum tveimur helstu kostnaðarmönnum, en svo skemmtilega vill til, að þeir deila báðir með mér upphafsstaf í fornafni. Raunar hafa verið sett upp um mig og mitt fólk tvö leikrit, Maður að mínu skapi í Þjóðleikhúsinu og Guð blessi Ísland í Borgarleikhúsinu. Óttar M. Norðmann [Norðfjörð] hefur skrifað þrjá bæklinga, sem hann kallar ævisögu mína. Og Sigfús Bjartmarsson hefur ort heila ljóðabók í orðastað minn, Homo economicus. Ekkert af þessu hefur breytt neinu um líf mitt,“ segir Hannes sem vildi ekki upplýsa um meinta kostnaðarmenn Karls. „Það blasir við, hverjir eru að gera hann út“.Sjálfsævisaga komi vel til greina Hannes segir að það komi vel til greina að gefa út sjálfsævisögulegt rit. Það sé frá mörgu að segja en hann tekur fram að það verði þó ekki á dagskrá alveg strax. „Það er margt sögulegt, sem ég hef séð og lifað,“ segir Hannes.
Bókmenntir Fjölmiðlar Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Tengdar fréttir „Portrett af áróðursmanni“: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Ritstjóri Herðubreiðar er höfundur bókar um Hannes Hólmstein. 30. júlí 2019 11:39 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
„Portrett af áróðursmanni“: Karl gefur út bók um Hannes Hólmstein Ritstjóri Herðubreiðar er höfundur bókar um Hannes Hólmstein. 30. júlí 2019 11:39