Svartir þingmenn sniðganga viðburð með forsetanum Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2019 16:27 Trump sagðist sjá pólitískan ávinning í að vega að þingmönnum af öðrum kynþáttum þegar hann ræddi við fréttamenn áður en hann lagði af stað til Jamestown. Vísir/EPA Ríkisþingmenn demókrata úr þingflokki blökkumanna í Virginíu ætla að sniðganga viðburð til að fagna fjögur hundruð ára afmæli fulltrúalýðræðis á vesturhveli jarðar vegna rasískrar og útlendingafælinnar orðræðu Donalds Trump forseta sem verður viðstaddur. Trump hefur haldið áfram árásum sínum á svartan þingmann í dag. Rasísk ummæli Trump um þeldökkar þingkonur fyrr í þessum mánuði og svívirðingar í garð Elijah Cummings, formanns eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, frá því um helgina hafa verið hitamál vestanhafs undanfarið. Trump kallaði kjördæmi Cummings, sem er svartur, í Baltimore „morandi í rottum og nagdýrum“ þar sem „engin manneskja vildi búa“. Eftirlitsnefnd Cummings gaf nýlega út stefnur til að fá gögn frá starfsmönnum Hvíta hússins, þar á meðal dóttur Trump og tengdasonar. Viðburðurinn í Jamestown í Virginíu í dag er til að fagna því að fjögur hundruð ár eru liðin frá því að hvítir karlkyns landeigendur stofnuðu fulltrúaráð í fyrstu ensku nýlendunni í Norður-Ameríku. Ráðið var vísir að ríkisþingi og lagði grundvöllinn að fulltrúalýðræði í Bandaríkjunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingflokkur svartra ríkisþingmanna Demókrataflokksins lýstu því yfir í gær að þeir ætluðu sér að sniðganga ræðu Trump á viðburðinum. Þingmennirnir gætu ekki „með góðri samvisku setið hljóðir undir“ á meðan forsetinn sem hefði alið á sundrung á milli kynþátta fengi að eiga sviðið. „Það er ómögulegt að hunsa tákn haturs og fyrirlitningar sem forsetinn stendur fyrir,“ sagði í yfirlýsingu þingflokksins.New York Times segir að viðburðurinn hafi verið óþægilegur fyrir svarta þingmenn Virginíu af fleiri ástæðum. Fulltrúaráðið sem nú er fagnað var aðeins skipað hvítum mönnum og í ár eru einnig liðin fjögur hundruð ár frá því að fyrstu þrælarnir voru fluttir nauðugir frá Afríku til Bandaríkjanna.Meirihluti íbúa kjördæmis Elijah Cummings sem Trump segir morandi í rottum og viðbjóðslegt er svartur.Vísir/EPA„Minnst rasíska manneskja nokkurs staðar í heiminum“ Trump vísaði á bug spurningum fréttamanna í dag um að svartir þingmenn gætu sniðgengið viðburðinn eða að ummæli hans væru rasísk. Lýsti hann sjálfum sér sem „minnst rasísku manneskju nokkurs staðar í heiminum“ áður en hann kallaði Al Sharpton, svörtum mannréttindafrömuð og prest, „rasista“. Forsetinn reiddist Sharpton í gær vegna þess að hann fór til Baltimore til að gagnrýna orð hans. Sakaði hann Sharpton í tísti um að hata „hvíta og löggur“. Þá sagðist forsetinn telja að það gagnaðist honum pólitískt að ráðast að þingmönnum af öðrum kynþáttum. „Ég held að ég sé að hjálpa sjálfum mér. Þetta fólk býr í helvíti í Baltimore,“ sagði Trump við fréttamenn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump heldur áfram árásum á svarta leiðtoga Nú er það svartur mannréttindafrömuður og klerkur sem er skotspónn reiði forseta Bandaríkjanna. 29. júlí 2019 12:02 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Ríkisþingmenn demókrata úr þingflokki blökkumanna í Virginíu ætla að sniðganga viðburð til að fagna fjögur hundruð ára afmæli fulltrúalýðræðis á vesturhveli jarðar vegna rasískrar og útlendingafælinnar orðræðu Donalds Trump forseta sem verður viðstaddur. Trump hefur haldið áfram árásum sínum á svartan þingmann í dag. Rasísk ummæli Trump um þeldökkar þingkonur fyrr í þessum mánuði og svívirðingar í garð Elijah Cummings, formanns eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, frá því um helgina hafa verið hitamál vestanhafs undanfarið. Trump kallaði kjördæmi Cummings, sem er svartur, í Baltimore „morandi í rottum og nagdýrum“ þar sem „engin manneskja vildi búa“. Eftirlitsnefnd Cummings gaf nýlega út stefnur til að fá gögn frá starfsmönnum Hvíta hússins, þar á meðal dóttur Trump og tengdasonar. Viðburðurinn í Jamestown í Virginíu í dag er til að fagna því að fjögur hundruð ár eru liðin frá því að hvítir karlkyns landeigendur stofnuðu fulltrúaráð í fyrstu ensku nýlendunni í Norður-Ameríku. Ráðið var vísir að ríkisþingi og lagði grundvöllinn að fulltrúalýðræði í Bandaríkjunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingflokkur svartra ríkisþingmanna Demókrataflokksins lýstu því yfir í gær að þeir ætluðu sér að sniðganga ræðu Trump á viðburðinum. Þingmennirnir gætu ekki „með góðri samvisku setið hljóðir undir“ á meðan forsetinn sem hefði alið á sundrung á milli kynþátta fengi að eiga sviðið. „Það er ómögulegt að hunsa tákn haturs og fyrirlitningar sem forsetinn stendur fyrir,“ sagði í yfirlýsingu þingflokksins.New York Times segir að viðburðurinn hafi verið óþægilegur fyrir svarta þingmenn Virginíu af fleiri ástæðum. Fulltrúaráðið sem nú er fagnað var aðeins skipað hvítum mönnum og í ár eru einnig liðin fjögur hundruð ár frá því að fyrstu þrælarnir voru fluttir nauðugir frá Afríku til Bandaríkjanna.Meirihluti íbúa kjördæmis Elijah Cummings sem Trump segir morandi í rottum og viðbjóðslegt er svartur.Vísir/EPA„Minnst rasíska manneskja nokkurs staðar í heiminum“ Trump vísaði á bug spurningum fréttamanna í dag um að svartir þingmenn gætu sniðgengið viðburðinn eða að ummæli hans væru rasísk. Lýsti hann sjálfum sér sem „minnst rasísku manneskju nokkurs staðar í heiminum“ áður en hann kallaði Al Sharpton, svörtum mannréttindafrömuð og prest, „rasista“. Forsetinn reiddist Sharpton í gær vegna þess að hann fór til Baltimore til að gagnrýna orð hans. Sakaði hann Sharpton í tísti um að hata „hvíta og löggur“. Þá sagðist forsetinn telja að það gagnaðist honum pólitískt að ráðast að þingmönnum af öðrum kynþáttum. „Ég held að ég sé að hjálpa sjálfum mér. Þetta fólk býr í helvíti í Baltimore,“ sagði Trump við fréttamenn.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump heldur áfram árásum á svarta leiðtoga Nú er það svartur mannréttindafrömuður og klerkur sem er skotspónn reiði forseta Bandaríkjanna. 29. júlí 2019 12:02 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Trump heldur áfram árásum á svarta leiðtoga Nú er það svartur mannréttindafrömuður og klerkur sem er skotspónn reiði forseta Bandaríkjanna. 29. júlí 2019 12:02
Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15
Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41