Svartir þingmenn sniðganga viðburð með forsetanum Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2019 16:27 Trump sagðist sjá pólitískan ávinning í að vega að þingmönnum af öðrum kynþáttum þegar hann ræddi við fréttamenn áður en hann lagði af stað til Jamestown. Vísir/EPA Ríkisþingmenn demókrata úr þingflokki blökkumanna í Virginíu ætla að sniðganga viðburð til að fagna fjögur hundruð ára afmæli fulltrúalýðræðis á vesturhveli jarðar vegna rasískrar og útlendingafælinnar orðræðu Donalds Trump forseta sem verður viðstaddur. Trump hefur haldið áfram árásum sínum á svartan þingmann í dag. Rasísk ummæli Trump um þeldökkar þingkonur fyrr í þessum mánuði og svívirðingar í garð Elijah Cummings, formanns eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, frá því um helgina hafa verið hitamál vestanhafs undanfarið. Trump kallaði kjördæmi Cummings, sem er svartur, í Baltimore „morandi í rottum og nagdýrum“ þar sem „engin manneskja vildi búa“. Eftirlitsnefnd Cummings gaf nýlega út stefnur til að fá gögn frá starfsmönnum Hvíta hússins, þar á meðal dóttur Trump og tengdasonar. Viðburðurinn í Jamestown í Virginíu í dag er til að fagna því að fjögur hundruð ár eru liðin frá því að hvítir karlkyns landeigendur stofnuðu fulltrúaráð í fyrstu ensku nýlendunni í Norður-Ameríku. Ráðið var vísir að ríkisþingi og lagði grundvöllinn að fulltrúalýðræði í Bandaríkjunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingflokkur svartra ríkisþingmanna Demókrataflokksins lýstu því yfir í gær að þeir ætluðu sér að sniðganga ræðu Trump á viðburðinum. Þingmennirnir gætu ekki „með góðri samvisku setið hljóðir undir“ á meðan forsetinn sem hefði alið á sundrung á milli kynþátta fengi að eiga sviðið. „Það er ómögulegt að hunsa tákn haturs og fyrirlitningar sem forsetinn stendur fyrir,“ sagði í yfirlýsingu þingflokksins.New York Times segir að viðburðurinn hafi verið óþægilegur fyrir svarta þingmenn Virginíu af fleiri ástæðum. Fulltrúaráðið sem nú er fagnað var aðeins skipað hvítum mönnum og í ár eru einnig liðin fjögur hundruð ár frá því að fyrstu þrælarnir voru fluttir nauðugir frá Afríku til Bandaríkjanna.Meirihluti íbúa kjördæmis Elijah Cummings sem Trump segir morandi í rottum og viðbjóðslegt er svartur.Vísir/EPA„Minnst rasíska manneskja nokkurs staðar í heiminum“ Trump vísaði á bug spurningum fréttamanna í dag um að svartir þingmenn gætu sniðgengið viðburðinn eða að ummæli hans væru rasísk. Lýsti hann sjálfum sér sem „minnst rasísku manneskju nokkurs staðar í heiminum“ áður en hann kallaði Al Sharpton, svörtum mannréttindafrömuð og prest, „rasista“. Forsetinn reiddist Sharpton í gær vegna þess að hann fór til Baltimore til að gagnrýna orð hans. Sakaði hann Sharpton í tísti um að hata „hvíta og löggur“. Þá sagðist forsetinn telja að það gagnaðist honum pólitískt að ráðast að þingmönnum af öðrum kynþáttum. „Ég held að ég sé að hjálpa sjálfum mér. Þetta fólk býr í helvíti í Baltimore,“ sagði Trump við fréttamenn. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump heldur áfram árásum á svarta leiðtoga Nú er það svartur mannréttindafrömuður og klerkur sem er skotspónn reiði forseta Bandaríkjanna. 29. júlí 2019 12:02 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Ríkisþingmenn demókrata úr þingflokki blökkumanna í Virginíu ætla að sniðganga viðburð til að fagna fjögur hundruð ára afmæli fulltrúalýðræðis á vesturhveli jarðar vegna rasískrar og útlendingafælinnar orðræðu Donalds Trump forseta sem verður viðstaddur. Trump hefur haldið áfram árásum sínum á svartan þingmann í dag. Rasísk ummæli Trump um þeldökkar þingkonur fyrr í þessum mánuði og svívirðingar í garð Elijah Cummings, formanns eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, frá því um helgina hafa verið hitamál vestanhafs undanfarið. Trump kallaði kjördæmi Cummings, sem er svartur, í Baltimore „morandi í rottum og nagdýrum“ þar sem „engin manneskja vildi búa“. Eftirlitsnefnd Cummings gaf nýlega út stefnur til að fá gögn frá starfsmönnum Hvíta hússins, þar á meðal dóttur Trump og tengdasonar. Viðburðurinn í Jamestown í Virginíu í dag er til að fagna því að fjögur hundruð ár eru liðin frá því að hvítir karlkyns landeigendur stofnuðu fulltrúaráð í fyrstu ensku nýlendunni í Norður-Ameríku. Ráðið var vísir að ríkisþingi og lagði grundvöllinn að fulltrúalýðræði í Bandaríkjunum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingflokkur svartra ríkisþingmanna Demókrataflokksins lýstu því yfir í gær að þeir ætluðu sér að sniðganga ræðu Trump á viðburðinum. Þingmennirnir gætu ekki „með góðri samvisku setið hljóðir undir“ á meðan forsetinn sem hefði alið á sundrung á milli kynþátta fengi að eiga sviðið. „Það er ómögulegt að hunsa tákn haturs og fyrirlitningar sem forsetinn stendur fyrir,“ sagði í yfirlýsingu þingflokksins.New York Times segir að viðburðurinn hafi verið óþægilegur fyrir svarta þingmenn Virginíu af fleiri ástæðum. Fulltrúaráðið sem nú er fagnað var aðeins skipað hvítum mönnum og í ár eru einnig liðin fjögur hundruð ár frá því að fyrstu þrælarnir voru fluttir nauðugir frá Afríku til Bandaríkjanna.Meirihluti íbúa kjördæmis Elijah Cummings sem Trump segir morandi í rottum og viðbjóðslegt er svartur.Vísir/EPA„Minnst rasíska manneskja nokkurs staðar í heiminum“ Trump vísaði á bug spurningum fréttamanna í dag um að svartir þingmenn gætu sniðgengið viðburðinn eða að ummæli hans væru rasísk. Lýsti hann sjálfum sér sem „minnst rasísku manneskju nokkurs staðar í heiminum“ áður en hann kallaði Al Sharpton, svörtum mannréttindafrömuð og prest, „rasista“. Forsetinn reiddist Sharpton í gær vegna þess að hann fór til Baltimore til að gagnrýna orð hans. Sakaði hann Sharpton í tísti um að hata „hvíta og löggur“. Þá sagðist forsetinn telja að það gagnaðist honum pólitískt að ráðast að þingmönnum af öðrum kynþáttum. „Ég held að ég sé að hjálpa sjálfum mér. Þetta fólk býr í helvíti í Baltimore,“ sagði Trump við fréttamenn.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Trump heldur áfram árásum á svarta leiðtoga Nú er það svartur mannréttindafrömuður og klerkur sem er skotspónn reiði forseta Bandaríkjanna. 29. júlí 2019 12:02 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Trump heldur áfram árásum á svarta leiðtoga Nú er það svartur mannréttindafrömuður og klerkur sem er skotspónn reiði forseta Bandaríkjanna. 29. júlí 2019 12:02
Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15
Trump sagði umdæmi þingmanns "ógeðslegt og morandi í rottum og nagdýrum“ Cummings er þingmaður Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og formaður eftirlitsnefndar fulltrúadeildarinnar. Hann hefur gagnrýnt Trump harðlega í gegnum tíðina, meðal annars innflytjendastefnu ríkisstjórnar hans. 28. júlí 2019 10:41
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent