Frambjóðendum í Kaliforníu gert skylt að birta skattaskýrslur Andri Eysteinsson skrifar 30. júlí 2019 20:40 Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu. Getty/MediaNewsGroup Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. AP greinir frá. Talið er líklegt að löggjöfinni verði skotið til dómstóla sem munu úrskurða hvort þau standist stjórnarskrá Bandaríkjanna. Úrskurði dómstólar á þá vegu að lögin þyki standast stjórnarskrá munu frambjóðendur þurfa að skila skattaskýrslum sínum fyrir síðustu fimm ár að minnsta kosti 98 dögum fyrir prófkjör síns flokks sem fram fer 3. mars næstkomandi. Skýrslurnar verða svo birtar almenningi á Internetinu. Gerð var tilraun til þess að setja samskonar löggjöf í Kaliforníu árið 2017 en þá beitti þáverandi ríkisstjóri, demókratinn Jerry Brown, neitunarvaldi sínu. Brown sagðist þá efast um að lögin stæðust stjórnarskrá og hafði áhyggjur af þeirri vegferð sem löggjafinn var á. Eins og áður sagði hafa lögin verið sögð hafa verið sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump, en sá hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki viljað birta gögn úr skattaskýrslum sínum. Framboð Trump hefur brugðist við lögunum og hefur sagt þau stangast á við stjórnarskrá, góð ástæða hafi verið fyrir því að Jerry Brown hafi beitt neitunarvaldi árið 2017. Enginn frambjóðandi sem talinn er líklegur til stórræða hefur boðið sig fram gegn Trump í Repúblikanaflokknum og því er talið að hann geti sleppt prófkjöri flokksins í Kaliforníu verði lögin í gildi þegar að því kemur. Talið er að sá fjöldi kjörmanna sem hann fengi í öðrum ríkjum Bandaríkjanna muni duga til þess að tryggja honum tilnefningu Repúblikanaflokksins öðru sinni. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump. AP greinir frá. Talið er líklegt að löggjöfinni verði skotið til dómstóla sem munu úrskurða hvort þau standist stjórnarskrá Bandaríkjanna. Úrskurði dómstólar á þá vegu að lögin þyki standast stjórnarskrá munu frambjóðendur þurfa að skila skattaskýrslum sínum fyrir síðustu fimm ár að minnsta kosti 98 dögum fyrir prófkjör síns flokks sem fram fer 3. mars næstkomandi. Skýrslurnar verða svo birtar almenningi á Internetinu. Gerð var tilraun til þess að setja samskonar löggjöf í Kaliforníu árið 2017 en þá beitti þáverandi ríkisstjóri, demókratinn Jerry Brown, neitunarvaldi sínu. Brown sagðist þá efast um að lögin stæðust stjórnarskrá og hafði áhyggjur af þeirri vegferð sem löggjafinn var á. Eins og áður sagði hafa lögin verið sögð hafa verið sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump, en sá hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa ekki viljað birta gögn úr skattaskýrslum sínum. Framboð Trump hefur brugðist við lögunum og hefur sagt þau stangast á við stjórnarskrá, góð ástæða hafi verið fyrir því að Jerry Brown hafi beitt neitunarvaldi árið 2017. Enginn frambjóðandi sem talinn er líklegur til stórræða hefur boðið sig fram gegn Trump í Repúblikanaflokknum og því er talið að hann geti sleppt prófkjöri flokksins í Kaliforníu verði lögin í gildi þegar að því kemur. Talið er að sá fjöldi kjörmanna sem hann fengi í öðrum ríkjum Bandaríkjanna muni duga til þess að tryggja honum tilnefningu Repúblikanaflokksins öðru sinni.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira