„Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 31. júlí 2019 07:20 Slökkviliðsmenn á vettvangi í Hafnarfirði í morgun. Vísir/Jói K. Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að á tímabili hafi slökkvilið óttast að allt húsið yrði eldinum að bráð. Slökkvistarf beinist nú að því að halda húsinu í tveimur hlutum og verja annan hlutann eldinum.Sjá einnig: Stórbruni í Hafnarfirði Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um eldsvoðann skömmu eftir klukkan þrjú í nótt. Engin slys urðu á fólki en því er beint til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hitastig í vistarverum sínum. Smáskilaboð þess efnis hafa verið send út. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri sagði í samtali við fréttastofu klukkan sjö í morgun að slökkvistarf gangi bærilega. „Þetta var mikill eldur í þessum hluta hússins þar sem er starfsemi. Við hann var ekki ráðið þannig að við þurftum að fara mjög fljótlega í að verja aðra hluta hússins.“Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri.Vísir/Jói K.Því hafi húsinu verið skipt upp í tvo hluta og hafa slökkviliðsmenn unnið að því að verja annan hlutann. Þá benti Birgir á að húsið sé stórt og breitt sem hafi gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið,“ sagði Birgir. Veðrið hefur hingað til verið hliðhollt slökkvistarfinu í morgun. Birgir bjóst við því að slökkviliðsmenn myndu starfa áfram á vettvangi í einhverjar klukkustundir til viðbótar en þeir ættu mikið verk fyrir höndum. Þá hafa slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og Suðurnesja verið kallaðir út til aðstoðar í Hafnarfirði. „Okkar starf núna er að halda þessu húsi í tveimur hlutum, verja annan hlutann. Þegar við teljum okkur hafa náð góðum árangri i því þá munum við slökkva sjálfan eldinn,“ sagði Birgir. „Við förum í þetta af afli þegar við erum búin að ná tökum á þessu.“Það logar enn mikill eldur í húsinu.Vísir/Jói K. Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira
Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að á tímabili hafi slökkvilið óttast að allt húsið yrði eldinum að bráð. Slökkvistarf beinist nú að því að halda húsinu í tveimur hlutum og verja annan hlutann eldinum.Sjá einnig: Stórbruni í Hafnarfirði Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um eldsvoðann skömmu eftir klukkan þrjú í nótt. Engin slys urðu á fólki en því er beint til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hitastig í vistarverum sínum. Smáskilaboð þess efnis hafa verið send út. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri sagði í samtali við fréttastofu klukkan sjö í morgun að slökkvistarf gangi bærilega. „Þetta var mikill eldur í þessum hluta hússins þar sem er starfsemi. Við hann var ekki ráðið þannig að við þurftum að fara mjög fljótlega í að verja aðra hluta hússins.“Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri.Vísir/Jói K.Því hafi húsinu verið skipt upp í tvo hluta og hafa slökkviliðsmenn unnið að því að verja annan hlutann. Þá benti Birgir á að húsið sé stórt og breitt sem hafi gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið,“ sagði Birgir. Veðrið hefur hingað til verið hliðhollt slökkvistarfinu í morgun. Birgir bjóst við því að slökkviliðsmenn myndu starfa áfram á vettvangi í einhverjar klukkustundir til viðbótar en þeir ættu mikið verk fyrir höndum. Þá hafa slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og Suðurnesja verið kallaðir út til aðstoðar í Hafnarfirði. „Okkar starf núna er að halda þessu húsi í tveimur hlutum, verja annan hlutann. Þegar við teljum okkur hafa náð góðum árangri i því þá munum við slökkva sjálfan eldinn,“ sagði Birgir. „Við förum í þetta af afli þegar við erum búin að ná tökum á þessu.“Það logar enn mikill eldur í húsinu.Vísir/Jói K.
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjá meira