„Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 31. júlí 2019 07:20 Slökkviliðsmenn á vettvangi í Hafnarfirði í morgun. Vísir/Jói K. Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að á tímabili hafi slökkvilið óttast að allt húsið yrði eldinum að bráð. Slökkvistarf beinist nú að því að halda húsinu í tveimur hlutum og verja annan hlutann eldinum.Sjá einnig: Stórbruni í Hafnarfirði Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um eldsvoðann skömmu eftir klukkan þrjú í nótt. Engin slys urðu á fólki en því er beint til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hitastig í vistarverum sínum. Smáskilaboð þess efnis hafa verið send út. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri sagði í samtali við fréttastofu klukkan sjö í morgun að slökkvistarf gangi bærilega. „Þetta var mikill eldur í þessum hluta hússins þar sem er starfsemi. Við hann var ekki ráðið þannig að við þurftum að fara mjög fljótlega í að verja aðra hluta hússins.“Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri.Vísir/Jói K.Því hafi húsinu verið skipt upp í tvo hluta og hafa slökkviliðsmenn unnið að því að verja annan hlutann. Þá benti Birgir á að húsið sé stórt og breitt sem hafi gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið,“ sagði Birgir. Veðrið hefur hingað til verið hliðhollt slökkvistarfinu í morgun. Birgir bjóst við því að slökkviliðsmenn myndu starfa áfram á vettvangi í einhverjar klukkustundir til viðbótar en þeir ættu mikið verk fyrir höndum. Þá hafa slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og Suðurnesja verið kallaðir út til aðstoðar í Hafnarfirði. „Okkar starf núna er að halda þessu húsi í tveimur hlutum, verja annan hlutann. Þegar við teljum okkur hafa náð góðum árangri i því þá munum við slökkva sjálfan eldinn,“ sagði Birgir. „Við förum í þetta af afli þegar við erum búin að ná tökum á þessu.“Það logar enn mikill eldur í húsinu.Vísir/Jói K. Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. Varaslökkviliðsstjóri á vettvangi segir að á tímabili hafi slökkvilið óttast að allt húsið yrði eldinum að bráð. Slökkvistarf beinist nú að því að halda húsinu í tveimur hlutum og verja annan hlutann eldinum.Sjá einnig: Stórbruni í Hafnarfirði Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um eldsvoðann skömmu eftir klukkan þrjú í nótt. Engin slys urðu á fólki en því er beint til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hitastig í vistarverum sínum. Smáskilaboð þess efnis hafa verið send út. Birgir Finnsson varaslökkviliðsstjóri sagði í samtali við fréttastofu klukkan sjö í morgun að slökkvistarf gangi bærilega. „Þetta var mikill eldur í þessum hluta hússins þar sem er starfsemi. Við hann var ekki ráðið þannig að við þurftum að fara mjög fljótlega í að verja aðra hluta hússins.“Birgir Finnsson, varaslökkviliðsstjóri.Vísir/Jói K.Því hafi húsinu verið skipt upp í tvo hluta og hafa slökkviliðsmenn unnið að því að verja annan hlutann. Þá benti Birgir á að húsið sé stórt og breitt sem hafi gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir. „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið,“ sagði Birgir. Veðrið hefur hingað til verið hliðhollt slökkvistarfinu í morgun. Birgir bjóst við því að slökkviliðsmenn myndu starfa áfram á vettvangi í einhverjar klukkustundir til viðbótar en þeir ættu mikið verk fyrir höndum. Þá hafa slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og Suðurnesja verið kallaðir út til aðstoðar í Hafnarfirði. „Okkar starf núna er að halda þessu húsi í tveimur hlutum, verja annan hlutann. Þegar við teljum okkur hafa náð góðum árangri i því þá munum við slökkva sjálfan eldinn,“ sagði Birgir. „Við förum í þetta af afli þegar við erum búin að ná tökum á þessu.“Það logar enn mikill eldur í húsinu.Vísir/Jói K.
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira