Töldu í fyrstu að mögulega væri manneskja inni í húsinu Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 31. júlí 2019 08:31 Frá vettvangi í Hafnarfirði um klukkan 8 í morgun. Vísir/Jói K. Hópar reykkafara voru sendir inn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði í nótt vegna gruns um að þar inni væri mögulega manneskja. Reykkafarar náðu þó að leita af sér allan grun en enginn reyndist inni í húsinu. Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um eldsvoðann skömmu eftir klukkan þrjú í nótt. Engin slys urðu á fólki en því er beint til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hitastig í vistarverum sínum.Sjá einnig: „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Vernharð Guðnason deildarstjóri aðgerðasviðs hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að slökkvistarf gangi ágætlega. Hann ítrekar að strax hafi áhersla verið lögð á að bjarga þeim hluta hússins sem var ekki þegar í ljósum logum. „Þetta gengur alveg þokkalega. Þetta er búið að vera barátta,“ segir Vernharð. „Þetta var mjög mikið strax í upphafi.“ Enn leggur mikinn reyk frá Fiskmarkaðnum en hann er þó töluvert ljósari en í morgun, sem bendir til þess að vel gangi að ráða niðurlögum eldsins. Mikill eldsmatur er þó í húsinu, að sögn Vernharðs. „Við erum að slökkva núna í hreiðrum og glæðum og þar sem er eldur enn þá undir braki. Hér er mikill eldsmatur í þessu húsi, plastkör, lýsi, fiskúrgangur og annað sem brennur vel.“Er hægt að segja til um eldsupptök á þessari stundu?„Ekki hugmynd.“ Reykurinn er ljósari en hann var í nótt og snemma í morgun.Vísir/Jói K.Tveir hópar reykkafara voru sendir inn í húsið þegar slökkvilið kom á staðinn í nótt vegna gruns um að manneskja væri þar innandyra. „Það var ljóst þegar fyrsti bíll kom á staðinn að þetta væri mikill eldur. Það var ástæða til að ætla að mögulega gæti verið manneskja þarna inni en fljótlega náðum við að leita af okkur grun,“ segir Vernharð. Þá hafi reykkafararnir þurft fljótt frá að hverfa vegna mikils hita og reyks. Vernharð gerir ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram fram eftir degi. Lögregla hefur lokað fyrir umferð í Fornubúðir frá Flensborgartorgi og þá er einnig lokað á Óseyrarbraut á milli Fornbúða og Stapagötu, auk Cuxhavengötu. Rafmagnstruflanir eru jafnframt á svæðinu. „Við erum búin að gefa það út til fyrirtækja í nágrenninu að við hleypum ekkert inn í húsin hérna í kring fyrr en í fyrsta lagi um hádegi þannig að við tökum stöðuna þá.“ Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Hópar reykkafara voru sendir inn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði í nótt vegna gruns um að þar inni væri mögulega manneskja. Reykkafarar náðu þó að leita af sér allan grun en enginn reyndist inni í húsinu. Mikill eldsmatur er í húsnæðinu og þá hefur gengið ágætlega að bjarga hluta hússins í morgun. Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var tilkynnt um eldsvoðann skömmu eftir klukkan þrjú í nótt. Engin slys urðu á fólki en því er beint til íbúa í nágrenninu að loka gluggum og hækka hitastig í vistarverum sínum.Sjá einnig: „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Vernharð Guðnason deildarstjóri aðgerðasviðs hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir í samtali við fréttastofu að slökkvistarf gangi ágætlega. Hann ítrekar að strax hafi áhersla verið lögð á að bjarga þeim hluta hússins sem var ekki þegar í ljósum logum. „Þetta gengur alveg þokkalega. Þetta er búið að vera barátta,“ segir Vernharð. „Þetta var mjög mikið strax í upphafi.“ Enn leggur mikinn reyk frá Fiskmarkaðnum en hann er þó töluvert ljósari en í morgun, sem bendir til þess að vel gangi að ráða niðurlögum eldsins. Mikill eldsmatur er þó í húsinu, að sögn Vernharðs. „Við erum að slökkva núna í hreiðrum og glæðum og þar sem er eldur enn þá undir braki. Hér er mikill eldsmatur í þessu húsi, plastkör, lýsi, fiskúrgangur og annað sem brennur vel.“Er hægt að segja til um eldsupptök á þessari stundu?„Ekki hugmynd.“ Reykurinn er ljósari en hann var í nótt og snemma í morgun.Vísir/Jói K.Tveir hópar reykkafara voru sendir inn í húsið þegar slökkvilið kom á staðinn í nótt vegna gruns um að manneskja væri þar innandyra. „Það var ljóst þegar fyrsti bíll kom á staðinn að þetta væri mikill eldur. Það var ástæða til að ætla að mögulega gæti verið manneskja þarna inni en fljótlega náðum við að leita af okkur grun,“ segir Vernharð. Þá hafi reykkafararnir þurft fljótt frá að hverfa vegna mikils hita og reyks. Vernharð gerir ráð fyrir að slökkvistarf haldi áfram fram eftir degi. Lögregla hefur lokað fyrir umferð í Fornubúðir frá Flensborgartorgi og þá er einnig lokað á Óseyrarbraut á milli Fornbúða og Stapagötu, auk Cuxhavengötu. Rafmagnstruflanir eru jafnframt á svæðinu. „Við erum búin að gefa það út til fyrirtækja í nágrenninu að við hleypum ekkert inn í húsin hérna í kring fyrr en í fyrsta lagi um hádegi þannig að við tökum stöðuna þá.“
Hafnarfjörður Slökkvilið Tengdar fréttir „Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20 Stórbruni í Hafnarfirði Allt tiltækt slökkvilið hefur verið sent á vettvang. 31. júlí 2019 04:09 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Á tímabili vorum við hræddir um að missa allt húsið“ Mikill eldur logar enn í húsnæði Fiskmarkaðs Suðurnesja að Fornubúðum í Hafnarfirði. 31. júlí 2019 07:20