Trump segist vilja hemja „tryllta“ leyniþjónustu Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2019 09:38 Trump ræddi um leyniþjónustuna eftir að hann kom aftur til Hvíta hússins eftir stutta heimsókn til Virginíu í gær. Vísir/EPA Nýr yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna getur haldið „trylltum“ leyniþjónustunum í skefjum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Tilnefning Trump á þingmanni repúblikana með enga reynslu af leyniþjónustumálum hefur hlotið dræmar viðtökur til þessa. Trump tilkynnti í vikunni að Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, ætlaði að segja af sér í þessum mánuði. Í stað hans tilnefndi forsetinn John Ratcliffe, fulltrúadeildarþingmann repúblikana frá Texas, sem hefur verið einarður málsvari Trump. Demókratar og fyrrverandi leyniþjónustumenn halda því fram að Ratcliffe sé ekki hæfur til starfsins og að hann muni aðeins segja Trump forseta það sem hann vill heyra. Þingmenn repúblikana hafa ekki tekið tilnefningunni með miklum áhuga heldur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fréttamenn spurðu Trump út í val hans á Ratcliffe við Hvíta húsið í gær. Hét Trump því að Ratcliffe stæði sig „ótrúlega vel“ ef öldungadeild staðfesti tilnefninguna. „Ég held að við þurfum einhvern þannig þangað inn. Við þurfum einhvern sterkan til að hafa hemil á þeim. Vegna þess, eins og ég held að þið hafið öll komist að, þá hafa leyniþjónustustofnanirnar gengið berserksgang. Þær eru trylltar,“ sagði forsetinn um eigin leyniþjónustustofnanir. Hélt forsetinn því ennfremur fram að honum hafi ekki verið illa við Coats, fráfarandi yfirmann leyniþjónustumála. „Dan setti fram yfirlýsingar sem voru svolítið ruglingslegar,“ sagði Trump. Álit leyniþjónustunnar í tíð Coats gekk oft þvert á yfirlýsingar forsetans, þar á meðal um kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu, Ríki íslams í Sýrlandi og kjarnorkuáætlun Írans. Sem forseti hefur Trump ítrekað gert lítið úr störfum bandarísku leyniþjónustunnar. Hann hefur þráast við að samþykkja álit þeirra að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa honum. Tók Trump þannig upp málstað Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og gegn leyniþjónustunni á umdeildum fundi þeirra í Helsinki í fyrra. Ratcliffe hefur í málsvörn sinni fyrir Trump haldið því fram að engar vísbendingar séu um afskipti Rússa, sakað alríkislögregluna FBI um að reka hlutdrægar rannsóknir gegn forsetanum og tekið undir rakalausar fullyrðingar hans um að ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta hafi njósnað um framboð Trump. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Yfirmaður leyniþjónustunnar hættir og Trump tilnefnir bandamann Samskipti Trump forseta og Dan Coats, leyniþjónustustjóra, hafa lengi verið stirð. Coats hefur verið tilbúinn að lýsa mati leyniþjónustunnar þó að það stangist á við orð forsetans. 29. júlí 2019 10:03 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Nýr yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna getur haldið „trylltum“ leyniþjónustunum í skefjum, að sögn Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Tilnefning Trump á þingmanni repúblikana með enga reynslu af leyniþjónustumálum hefur hlotið dræmar viðtökur til þessa. Trump tilkynnti í vikunni að Dan Coats, yfirmaður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, ætlaði að segja af sér í þessum mánuði. Í stað hans tilnefndi forsetinn John Ratcliffe, fulltrúadeildarþingmann repúblikana frá Texas, sem hefur verið einarður málsvari Trump. Demókratar og fyrrverandi leyniþjónustumenn halda því fram að Ratcliffe sé ekki hæfur til starfsins og að hann muni aðeins segja Trump forseta það sem hann vill heyra. Þingmenn repúblikana hafa ekki tekið tilnefningunni með miklum áhuga heldur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fréttamenn spurðu Trump út í val hans á Ratcliffe við Hvíta húsið í gær. Hét Trump því að Ratcliffe stæði sig „ótrúlega vel“ ef öldungadeild staðfesti tilnefninguna. „Ég held að við þurfum einhvern þannig þangað inn. Við þurfum einhvern sterkan til að hafa hemil á þeim. Vegna þess, eins og ég held að þið hafið öll komist að, þá hafa leyniþjónustustofnanirnar gengið berserksgang. Þær eru trylltar,“ sagði forsetinn um eigin leyniþjónustustofnanir. Hélt forsetinn því ennfremur fram að honum hafi ekki verið illa við Coats, fráfarandi yfirmann leyniþjónustumála. „Dan setti fram yfirlýsingar sem voru svolítið ruglingslegar,“ sagði Trump. Álit leyniþjónustunnar í tíð Coats gekk oft þvert á yfirlýsingar forsetans, þar á meðal um kjarnorkutilraunir Norður-Kóreu, Ríki íslams í Sýrlandi og kjarnorkuáætlun Írans. Sem forseti hefur Trump ítrekað gert lítið úr störfum bandarísku leyniþjónustunnar. Hann hefur þráast við að samþykkja álit þeirra að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 með það fyrir augum að hjálpa honum. Tók Trump þannig upp málstað Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og gegn leyniþjónustunni á umdeildum fundi þeirra í Helsinki í fyrra. Ratcliffe hefur í málsvörn sinni fyrir Trump haldið því fram að engar vísbendingar séu um afskipti Rússa, sakað alríkislögregluna FBI um að reka hlutdrægar rannsóknir gegn forsetanum og tekið undir rakalausar fullyrðingar hans um að ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta hafi njósnað um framboð Trump.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Yfirmaður leyniþjónustunnar hættir og Trump tilnefnir bandamann Samskipti Trump forseta og Dan Coats, leyniþjónustustjóra, hafa lengi verið stirð. Coats hefur verið tilbúinn að lýsa mati leyniþjónustunnar þó að það stangist á við orð forsetans. 29. júlí 2019 10:03 Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Sjá meira
Yfirmaður leyniþjónustunnar hættir og Trump tilnefnir bandamann Samskipti Trump forseta og Dan Coats, leyniþjónustustjóra, hafa lengi verið stirð. Coats hefur verið tilbúinn að lýsa mati leyniþjónustunnar þó að það stangist á við orð forsetans. 29. júlí 2019 10:03