Bundið slitlag kemur sunnan Þingvallavatns Kristján Már Unnarsson skrifar 31. júlí 2019 11:28 Frá vegagerð um Hagavík í Grafningi. Þar eru nú komin bundið slitlag og vegrið. Stöð 2/Einar Árnason. Senn líður að því að unnt verði að aka umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi en Vegagerðin vinnur nú að endurbyggingu Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns. Vegarbæturnar gera þriðju leiðina milli Reykjavíkur og uppsveita Árnessýslu einnig að ákjósanlegum valkosti, eins og fjallað var um frétt Stöðvar 2. „Malbik endar." Þetta lesa vegfarendur þegar þeir aka af slitlaginu yfir á mölina með tilheyrandi skruðningi, steinkasti og þjóðvegaryki, - nokkuð sem ökumenn hafa mátt þola á stórum hluta Grafningsvegar sunnan Þingvallavatns.Grafningsvegur milli Nesjvalla og Úlfljótsvatns, alls ellefu kílómetrar, er nú að fá bundið slitlag. Verkið er unnið í tveimur áföngum.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.En núna eru loksins hafnar endurbætur. Byrjað var í fyrra á fimm kílómetra kafla milli Nesjavalla og Hagavíkur og brátt verður hafist handa við framhaldið; sex kílómetra kafla milli Hagavíkur og Úlfljótsvatns. Verktakinn Suðurtak á Selfossi er langt kominn með fyrri áfangann og hann átti einnig lægsta boð í seinni áfangann. Íbúar í Grafningi hlakka til að fá bundna slitlagið.Grafningsvegur við Ölfusvatn. Þessi kafli fær malbik á næsta ári.Stöð 2/Einar Árnason.„Alltaf mjög gott að fá góða vegi. Það er náttúrlega bara rykið og annað sem við losnum við og bílarnir endast miklu betur ef við erum með góða vegi,“ segir Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli. „Og líka fallegt svæði hérna í Grafningnum. Þetta er stórbrotið landsvæði,“ bætir hann við.Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli.Stöð 2/Einar Árnason.Á Bíldsbrún sjá þau Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson fram á betri tengingu við borgina en hún er oddviti Grímsness- og Grafningshrepps. „Það auðveldar fólki hérna Grafningsmegin að fara til Reykjavíkur. Það er þá hægt að fara Nesjavallaleiðina,“ segir Ása. Leið borgarbúa í uppsveitir Árnessýslu liggur ýmist um Hellisheiði eða um Mosfellsheiði og síðan áfram um Lyngdalsheiði. En með þessum vegarbótum nú fer þriðji valkosturinn að verða áhugaverður; að fara Nesjavallaleið og síðan áfram um Grafning.Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson á Bíldsbrún.Stöð 2/Einar Árnason.Vegarbæturnar gagnast jafnframt einhverri mestu sumarhúsabyggð landsins. „Við erum náttúrlega með bústaði í Grímsnesinu og þeir geta stytt sér leið, Nesjavallaleið. Og bústaðirnir allir við Þingvallavatn. Það munar um að dreifa umferðinni því að Hellisheiði og Selfosssvæðið er náttúrlega orðið löngu sprungið,“ segir Árni á Bíldsfelli. Þegar verkinu lýkur næsta sumar vantar bara malbik á einn kílómetra, vestan við Sogsvirkjanir, til að unnt sé að komast umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Samgöngur Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Síðasti malarkaflinn til Krýsuvíkur malbikaður Síðasti malarkaflinn á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur heyrir brátt sögunni til. Endurbætur eru að hefjast á 1,5 kílómetra kafla Krýsuvíkurvegar um Vatnsskarð. 21. júní 2019 10:51 Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Senn líður að því að unnt verði að aka umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi en Vegagerðin vinnur nú að endurbyggingu Grafningsvegar milli Nesjavalla og Úlfljótsvatns. Vegarbæturnar gera þriðju leiðina milli Reykjavíkur og uppsveita Árnessýslu einnig að ákjósanlegum valkosti, eins og fjallað var um frétt Stöðvar 2. „Malbik endar." Þetta lesa vegfarendur þegar þeir aka af slitlaginu yfir á mölina með tilheyrandi skruðningi, steinkasti og þjóðvegaryki, - nokkuð sem ökumenn hafa mátt þola á stórum hluta Grafningsvegar sunnan Þingvallavatns.Grafningsvegur milli Nesjvalla og Úlfljótsvatns, alls ellefu kílómetrar, er nú að fá bundið slitlag. Verkið er unnið í tveimur áföngum.Grafík/Hafsteinn Þórðarson.En núna eru loksins hafnar endurbætur. Byrjað var í fyrra á fimm kílómetra kafla milli Nesjavalla og Hagavíkur og brátt verður hafist handa við framhaldið; sex kílómetra kafla milli Hagavíkur og Úlfljótsvatns. Verktakinn Suðurtak á Selfossi er langt kominn með fyrri áfangann og hann átti einnig lægsta boð í seinni áfangann. Íbúar í Grafningi hlakka til að fá bundna slitlagið.Grafningsvegur við Ölfusvatn. Þessi kafli fær malbik á næsta ári.Stöð 2/Einar Árnason.„Alltaf mjög gott að fá góða vegi. Það er náttúrlega bara rykið og annað sem við losnum við og bílarnir endast miklu betur ef við erum með góða vegi,“ segir Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli. „Og líka fallegt svæði hérna í Grafningnum. Þetta er stórbrotið landsvæði,“ bætir hann við.Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli.Stöð 2/Einar Árnason.Á Bíldsbrún sjá þau Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson fram á betri tengingu við borgina en hún er oddviti Grímsness- og Grafningshrepps. „Það auðveldar fólki hérna Grafningsmegin að fara til Reykjavíkur. Það er þá hægt að fara Nesjavallaleiðina,“ segir Ása. Leið borgarbúa í uppsveitir Árnessýslu liggur ýmist um Hellisheiði eða um Mosfellsheiði og síðan áfram um Lyngdalsheiði. En með þessum vegarbótum nú fer þriðji valkosturinn að verða áhugaverður; að fara Nesjavallaleið og síðan áfram um Grafning.Ása Valdís Árnadóttir og Ingólfur Örn Jónsson á Bíldsbrún.Stöð 2/Einar Árnason.Vegarbæturnar gagnast jafnframt einhverri mestu sumarhúsabyggð landsins. „Við erum náttúrlega með bústaði í Grímsnesinu og þeir geta stytt sér leið, Nesjavallaleið. Og bústaðirnir allir við Þingvallavatn. Það munar um að dreifa umferðinni því að Hellisheiði og Selfosssvæðið er náttúrlega orðið löngu sprungið,“ segir Árni á Bíldsfelli. Þegar verkinu lýkur næsta sumar vantar bara malbik á einn kílómetra, vestan við Sogsvirkjanir, til að unnt sé að komast umhverfis Þingvallavatn á bundnu slitlagi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Samgöngur Þingvellir Þjóðgarðar Tengdar fréttir Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30 Síðasti malarkaflinn til Krýsuvíkur malbikaður Síðasti malarkaflinn á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur heyrir brátt sögunni til. Endurbætur eru að hefjast á 1,5 kílómetra kafla Krýsuvíkurvegar um Vatnsskarð. 21. júní 2019 10:51 Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Norðausturhringurinn lagður bundnu slitlagi Átak hefst í sumar við að byggja upp þjóðveginn um Langanesbyggð, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Sveitarstjórinn segir þetta mjög ánægjulegar vegarbætur. 8. febrúar 2019 20:30
Síðasti malarkaflinn til Krýsuvíkur malbikaður Síðasti malarkaflinn á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur heyrir brátt sögunni til. Endurbætur eru að hefjast á 1,5 kílómetra kafla Krýsuvíkurvegar um Vatnsskarð. 21. júní 2019 10:51
Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30