Batman átti að horfast í augu við eigin geðveiki í mynd Ben Affleck Birgir Olgeirsson skrifar 31. júlí 2019 16:34 Ben Affleck í gervi Batmans. Warner Bros. Von er á nýrri Batman-mynd árið 2021 þar sem Robert Pattinson mun leika auðjöfurinn Bruce Wayne sem lemur á glæpamönnum í Gotham-borg í gervi leðurblöku. Það var hins vegar ekki upprunalega áætlun Warner Bros.-myndversins sem hafði ráðið Ben Affleck til að leika Bruce Wayne í þriðja sinn ásamt því að leikstýra myndinni. Ben Affleck lék Bruce Wayne í myndunum Batman v Superman: Dawn of Justice og í Justice League. Þar barðist leðurblökumaðurinn við hlið annarra ofurhetja en í næstu mynd átti hann að vera einn síns liðs og er handritið sem Affleck skrifaði nokkuð forvitnilegt. Affleck sagði sig hins vegar alfarið frá myndinni í janúar síðastliðnum og var tilkynnt að Matt Reeves tæki við sem leikstjóri. Affleck hafði ráðið kvikmyndatökumanninn Robert Richardson til að skjóta Batman-myndina sem Affleck átti að leikstýra. Richardson þessi mætti í Happy Sad Confused-hlaðvarpið fyrir skemmstu þar sem hann sagði handrit Affleck hafa verið fullklárað þegar hann sagði sig frá verkefninu. Richardson uppljóstraði að handritið hefði ekki beint verið elskað af þeim sem stóðu að framleiðslu myndarinnar. Richardson og Affleck höfðu áður unnið saman að myndinni Live by Night sem Affleck leikstýrði ásamt því að leika aðalhlutverkið. „Við höfðum handrit, sem féll ekki í kramið. Það þurfti að gera margt og hann reyndi að breyta því en ákvað síðan að hverfa á braut,“ sagði Richardson. Kvikmyndatökumaðurinn sagði handritið hafa innihaldið sögu af Batman sem gerðist í Arkham-geðveikrahælinu í Gotham-borg sem hýsir alla jafna flest af verstu illmennum borgarinnar. Þar átti Bruce Wayne að horfast í augu við eigin geðveiki. Richardson vill meina að handritið hafi dregið upp enn dekkri mynd af Bruce Wayne en áður hefur sést. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Von er á nýrri Batman-mynd árið 2021 þar sem Robert Pattinson mun leika auðjöfurinn Bruce Wayne sem lemur á glæpamönnum í Gotham-borg í gervi leðurblöku. Það var hins vegar ekki upprunalega áætlun Warner Bros.-myndversins sem hafði ráðið Ben Affleck til að leika Bruce Wayne í þriðja sinn ásamt því að leikstýra myndinni. Ben Affleck lék Bruce Wayne í myndunum Batman v Superman: Dawn of Justice og í Justice League. Þar barðist leðurblökumaðurinn við hlið annarra ofurhetja en í næstu mynd átti hann að vera einn síns liðs og er handritið sem Affleck skrifaði nokkuð forvitnilegt. Affleck sagði sig hins vegar alfarið frá myndinni í janúar síðastliðnum og var tilkynnt að Matt Reeves tæki við sem leikstjóri. Affleck hafði ráðið kvikmyndatökumanninn Robert Richardson til að skjóta Batman-myndina sem Affleck átti að leikstýra. Richardson þessi mætti í Happy Sad Confused-hlaðvarpið fyrir skemmstu þar sem hann sagði handrit Affleck hafa verið fullklárað þegar hann sagði sig frá verkefninu. Richardson uppljóstraði að handritið hefði ekki beint verið elskað af þeim sem stóðu að framleiðslu myndarinnar. Richardson og Affleck höfðu áður unnið saman að myndinni Live by Night sem Affleck leikstýrði ásamt því að leika aðalhlutverkið. „Við höfðum handrit, sem féll ekki í kramið. Það þurfti að gera margt og hann reyndi að breyta því en ákvað síðan að hverfa á braut,“ sagði Richardson. Kvikmyndatökumaðurinn sagði handritið hafa innihaldið sögu af Batman sem gerðist í Arkham-geðveikrahælinu í Gotham-borg sem hýsir alla jafna flest af verstu illmennum borgarinnar. Þar átti Bruce Wayne að horfast í augu við eigin geðveiki. Richardson vill meina að handritið hafi dregið upp enn dekkri mynd af Bruce Wayne en áður hefur sést.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Halla byrjaði á Keto, missti tuttugu kíló og hætti á gigtarlyfjunum Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira