Þátttakendur grýttir í gleðigöngu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júlí 2019 17:56 ap/Michal Fludra Haldin var fyrsta gleðiganga pólsku borgarinnar Bialystok á laugardag en hún vakti hörð viðbrögð. Um þúsund manns tóku þátt í göngunni sem fékk fylgdarlið óeirðalögreglu vegna viðbragða öfgahægrimanna í borginni. Þjóðernissinnaðir ofurfótboltaaðdáendur, öfgahægri hópar og fleiri hentu leiftursprengjum (e. flash bombs), steinum og glerflöskum. Mótmælendur göngunnar kölluðu „Guð, heiður og móðurland“ og „enga öfugugga í Bialystok.“ Fólkið í gleðigöngunni kallaði á móti „enga fasista í Póllandi.“ Lögregla segir um fjögur þúsund mótmælendur hafa mætt til að mótmæla göngunni. Hveitipokum, ásamt fleiri hlutum, var kastað niður í gönguna úr blokkum á meðan á þriggja kílómetra göngunni stóð í gegn um bæinn. Samkvæmt Tomasz Krupa, talsmanni lögreglunnar í Bialystok, voru 20 manns handteknir af lögreglu og fjórir þeirra taldir hafa gerst sekir um glæpi, svo sem að hóta lögreglu og smána.Lögregla bregst við ofbeldisfullum mótmælendum í Bialystok sem hentu meðal annars glerflöskum í fólk í Gleðigöngu.AP/STRÍ borginni búa tæplega 300 þúsund manns og styður stór hluti hennar núverandi stjórnarflokk landsins, Laga- og jafnréttisflokkinn (PiS), sem er íhalds- og hægrisinnaður. Borgin er staðsett í Podlasie héraðinu.Sjá einnig: Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“Samkvæmt baráttuhópum gegn kynþáttahyggju er Bialystok orðin þekkt fyrir öfgahægrihreyfingar. „Stór hluti kynþáttabundinna hatursglæpa hafa verið framdir í Podlasie miðað við aðra hluta Póllands,“ sagði Rafal Pankowski, meðlimur Never Again hópsins, sem beitir sér gegn öfgahyggju. Margir eldri einstaklinganna sem tóku þátt í göngunni litu á hana sem stórt skref áfram þrátt fyrir hótanirnar. „Ég er að reyna að horfa á gönguna í jákvæðu ljósi en hún var líka sorgleg fyrir mig vegna þess að ég hélt að hún yrði ekki eins hættuleg og hún var,“ sagði Anna Pietrucha, 26 ára en hún kom alla leið frá Varsjá til að tala í göngunni. Gangan í Bialystok var sú fyrsta af 24 sem á að halda í Póllandi í ár. Aldrei hafa verið haldnar fleiri göngur í Póllandi en baráttufólk segir það vera vegna aukinnar fáfræði og fordóma gagnvart hinseginfólki af hálfu leiðtoga kaþólsku kirkjunnar og PiS.Þurrkuðu burt glimmerið „Nú er í gangi alda hatursfulls áróðurs sem er ýtt áfram af ríkinu og kaþólsku kirkjunni,“ sagði Hubert Sobecki, með-forseti pólsku hinseginsamtakanna Love Does Not Exclude. Skráð voru 32 mótmæli á laugardag og var stór hluti þeirra gegn göngunni.. Gangan endaði fljótt eftir klukkan 5 þegar lögregla beitti mótmælendur hljóðsprengjum og piparspreyi til að leysa upp hópinn. Þá sást til einhverra sem voru í göngunni, hreinsa af sér farða og glimmer og fela regnbogafána og sögðu þau í samtali við CNN að það hafi verið til að reyna að blandast inn í hópinn og komast örugglega út úr miðborginni. Hinsegin Pólland Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Haldin var fyrsta gleðiganga pólsku borgarinnar Bialystok á laugardag en hún vakti hörð viðbrögð. Um þúsund manns tóku þátt í göngunni sem fékk fylgdarlið óeirðalögreglu vegna viðbragða öfgahægrimanna í borginni. Þjóðernissinnaðir ofurfótboltaaðdáendur, öfgahægri hópar og fleiri hentu leiftursprengjum (e. flash bombs), steinum og glerflöskum. Mótmælendur göngunnar kölluðu „Guð, heiður og móðurland“ og „enga öfugugga í Bialystok.“ Fólkið í gleðigöngunni kallaði á móti „enga fasista í Póllandi.“ Lögregla segir um fjögur þúsund mótmælendur hafa mætt til að mótmæla göngunni. Hveitipokum, ásamt fleiri hlutum, var kastað niður í gönguna úr blokkum á meðan á þriggja kílómetra göngunni stóð í gegn um bæinn. Samkvæmt Tomasz Krupa, talsmanni lögreglunnar í Bialystok, voru 20 manns handteknir af lögreglu og fjórir þeirra taldir hafa gerst sekir um glæpi, svo sem að hóta lögreglu og smána.Lögregla bregst við ofbeldisfullum mótmælendum í Bialystok sem hentu meðal annars glerflöskum í fólk í Gleðigöngu.AP/STRÍ borginni búa tæplega 300 þúsund manns og styður stór hluti hennar núverandi stjórnarflokk landsins, Laga- og jafnréttisflokkinn (PiS), sem er íhalds- og hægrisinnaður. Borgin er staðsett í Podlasie héraðinu.Sjá einnig: Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“Samkvæmt baráttuhópum gegn kynþáttahyggju er Bialystok orðin þekkt fyrir öfgahægrihreyfingar. „Stór hluti kynþáttabundinna hatursglæpa hafa verið framdir í Podlasie miðað við aðra hluta Póllands,“ sagði Rafal Pankowski, meðlimur Never Again hópsins, sem beitir sér gegn öfgahyggju. Margir eldri einstaklinganna sem tóku þátt í göngunni litu á hana sem stórt skref áfram þrátt fyrir hótanirnar. „Ég er að reyna að horfa á gönguna í jákvæðu ljósi en hún var líka sorgleg fyrir mig vegna þess að ég hélt að hún yrði ekki eins hættuleg og hún var,“ sagði Anna Pietrucha, 26 ára en hún kom alla leið frá Varsjá til að tala í göngunni. Gangan í Bialystok var sú fyrsta af 24 sem á að halda í Póllandi í ár. Aldrei hafa verið haldnar fleiri göngur í Póllandi en baráttufólk segir það vera vegna aukinnar fáfræði og fordóma gagnvart hinseginfólki af hálfu leiðtoga kaþólsku kirkjunnar og PiS.Þurrkuðu burt glimmerið „Nú er í gangi alda hatursfulls áróðurs sem er ýtt áfram af ríkinu og kaþólsku kirkjunni,“ sagði Hubert Sobecki, með-forseti pólsku hinseginsamtakanna Love Does Not Exclude. Skráð voru 32 mótmæli á laugardag og var stór hluti þeirra gegn göngunni.. Gangan endaði fljótt eftir klukkan 5 þegar lögregla beitti mótmælendur hljóðsprengjum og piparspreyi til að leysa upp hópinn. Þá sást til einhverra sem voru í göngunni, hreinsa af sér farða og glimmer og fela regnbogafána og sögðu þau í samtali við CNN að það hafi verið til að reyna að blandast inn í hópinn og komast örugglega út úr miðborginni.
Hinsegin Pólland Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira