Björgvin: „Kærkomið að komast aftur á völlinn“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. júlí 2019 21:28 Björgvin Stefánsson vísir/ernir Björgvin Stefánsson spilaði sinn fyrsta deildarleik með KR eftir fimm leikja bann þegar Vesturbæingar gerðu 2-2 jafntefli við Stjörnuna í Pepsi Max deild karla í kvöld. „Það er mjög gott að koma til baka,“ sagði Björgvin í leikslok. „Ég náði níutíu mínútum í Evrópukeppninni og það var mjög kærkomið að komast aftur á völlinn.“ Björgvin stimplaði sig inn af krafti en hann skoraði annað mark KR í leiknum. „Það er alltaf gaman að skora. Leiðinlegt að við skulum ekki hafa haldið þetta út því þá telur það ekki eins mikið, en auðvitað alltaf gott að stimpla sig inn með marki.“ Það leit allt út fyrir að KR myndi bæta enn einum sigrinum við sigurgöngu sína á toppi deildarinnar þar til Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin í uppbótartíma. Hvað fór úrskeiðis þar? „Ég sá það ekki hvort við hefðum klikkað í dekkingunni, en þeir eru með rosalega marga inni á teignum, ég held það hafi verið bara allir leikmennirnir í okkar liði inni í vítateig. Örugglega einhverjir átján, nítján menn inni í teig þannig að þetta er rosa mikið kaos bara. Svo skoppar hann og þeir eru fyrstir á boltann eftir skoppið.“ „Lítið við þessu að gera held ég, en við lærum af þessu.“ KR hafði ekki tapað í tíu leikjum í öllum keppnum áður en þeir fengu skell í Evrópudeildinni á móti Molde. Sat sú viðureign eitthvað í KR í dag? „Nei ég held ekki. Við gerðum rosalega vel í Evrópuleiknum hérna heima, þá gerðum við vel og sýndum í rauninni mikið betri leik heldur en úti í Noregi.“ „Að mínu mati var það ekkert að trufla okkur, ég held við höfum alveg verið búnir að hrista þetta slys þarna úti í Noregi af okkur,“ sagði Björgvin Stefánsson. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Björgvin Stefánsson spilaði sinn fyrsta deildarleik með KR eftir fimm leikja bann þegar Vesturbæingar gerðu 2-2 jafntefli við Stjörnuna í Pepsi Max deild karla í kvöld. „Það er mjög gott að koma til baka,“ sagði Björgvin í leikslok. „Ég náði níutíu mínútum í Evrópukeppninni og það var mjög kærkomið að komast aftur á völlinn.“ Björgvin stimplaði sig inn af krafti en hann skoraði annað mark KR í leiknum. „Það er alltaf gaman að skora. Leiðinlegt að við skulum ekki hafa haldið þetta út því þá telur það ekki eins mikið, en auðvitað alltaf gott að stimpla sig inn með marki.“ Það leit allt út fyrir að KR myndi bæta enn einum sigrinum við sigurgöngu sína á toppi deildarinnar þar til Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin í uppbótartíma. Hvað fór úrskeiðis þar? „Ég sá það ekki hvort við hefðum klikkað í dekkingunni, en þeir eru með rosalega marga inni á teignum, ég held það hafi verið bara allir leikmennirnir í okkar liði inni í vítateig. Örugglega einhverjir átján, nítján menn inni í teig þannig að þetta er rosa mikið kaos bara. Svo skoppar hann og þeir eru fyrstir á boltann eftir skoppið.“ „Lítið við þessu að gera held ég, en við lærum af þessu.“ KR hafði ekki tapað í tíu leikjum í öllum keppnum áður en þeir fengu skell í Evrópudeildinni á móti Molde. Sat sú viðureign eitthvað í KR í dag? „Nei ég held ekki. Við gerðum rosalega vel í Evrópuleiknum hérna heima, þá gerðum við vel og sýndum í rauninni mikið betri leik heldur en úti í Noregi.“ „Að mínu mati var það ekkert að trufla okkur, ég held við höfum alveg verið búnir að hrista þetta slys þarna úti í Noregi af okkur,“ sagði Björgvin Stefánsson.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira