Vampírubani, Kung Fu-meistari og hliðarveruleikar á meðal næstu titla Marvel Birgir Olgeirsson skrifar 22. júlí 2019 11:27 Angelina Jolie mun leika í The Eternals. AP Kvikmyndaver Marvel er hvergi nærri hætt að framleiða ofurhetjumyndir. Um liðna helgi mættu forsvarsmenn kvikmyndaversins og leikarar sem munu fara með aðalhlutverk í þessum væntanlegu myndum á Comic-Con ráðstefnuna í San Diego þar sem myndir og þáttaraðir voru kynntar. Um er að ræða sjö titla sem verða frumsýndir á árunum 2020 til 2022 en Kevin Feige, sem fer fyrir Marvel, sagði að fyrirtækið væri með svo marga titla í vinnslu að hann sæi fram á að geta auðveldlega haldið áfram að dæla út myndum til ársins 2028. Fyrst í röðinni er Black Widow-mynd sem mun fjalla um persónuna Natasha Romanoff. Scarlett Johansson mun snúa aftur sem Black Widow en leikkonan hefur lengi barist fyrir því að Romanoff fengi sína eigin mynd. Einnig er búið að ráða leikarana Florence Pugh, Rachel Weisz, David Harbour og O-T Fagbenle í hlutverk í myndinni sem verður frumsýnd í maí á næsta ári. Í nóvember árið 2020 verður myndin The Eternals frumsýnd en Kevin Feige hefur lofað allt öðruvísi mynd en Marvel hefur verið þekkt fyrir. Um er að ræða söguheim úr smiðju Jack Kirby sem segir frá verum, The Eternals, sem urðu til vegna tilrauna Celestials á mannfólki. Vegna þessara tilrauna urðu til hetjur og illmenni með yfirnáttúrulega hæfileika. Á meðal leikara sem hafa verið ráðnir eru Angelina Jolie, Kumail Nanjiani, Richard Madden og Salma Hayek. Í febrúar árið 2021 verður myndin Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings frumsýnd en þar fá aðdáendur að sjá fyrstu asísku ofurhetjuna sem fær sína eigin mynd. Simu Liu fer með aðalhlutverkið en Tony Leung hefur verið ráðinn til að leika The Mandarin. Shang Chi leit fyrst dagsins ljós árið 1971 og oftast kallaður Kung Fu-meistarinn. Í nóvember árið 2021 verður fjórða Thor myndin frumsýnd en hún hefur fengið heitið Love and Thunder. Taika Waititi, sem leikstýrði Thor: Ragnarok, mun leikstýra fjórðu myndinni en Chris Hemsworth og Tessa Thompson munu leika Thor og Valkyrie. Síðast sást til Thors í Avengers: Endgame þar sem hann fór af jörðinni með Guardians of the Galaxy og veltu aðdáendur því vöngum hvort hann yrði í næstu Guardians-mynd eða fengi sína eigin mynd. Natalie Portman hefur verið ráðin til að leika Jane Foster í þessari mynd, en síðast sást hún sem Foster í Thor: The Dark World. Tilkynnt var á Comic-Con að Foster myndi öðlast krafta Thors í þessari mynd. Í maí árið 2027 verður Doctor Strange in the Multiverse of Madness frumsýnd. Leikstjórinn Scott Derrickson, sem leikstýrði fyrstu Doctor Strange-myndinni, verður aftur í leikstjórastólnum og mun Benedict Cumberbatch að sjálfsögðu leika Doctor Strange. Derrickson hefur lofað að þessi mynd verði hreinræktuð hrollvekja en miðað við titilinn má búast við nokkuð fjörugri mynd. Elizabeth Olsen mun leika Scarlett Witch í þessari mynd en Scarlett Witch mun fá sína eigin þætti á Diseny+ sem munu hafa bein áhrif á Doctor Strange-myndina.WandaVision verður á meðal fjölda þátta sem Marvel mun framleiða og verða sýndir á Disney+ en þeir eru Falcon and the Winter Soldier, Loki, Hawkey og What If…? Í þáttunum um Loka verður fylgst með hrekkjalóminum eftir að hann slapp með The Tesseract árið 2012 í Endgame. What If… ? þættirnir verða teiknimyndir þar sem aðrar hliðar Marvel-heimsins eru skoðaðar ef atburðir hefðu átt sér stað með öðrum hætti. Til dæmis ef Loki hefði haft krafta Thors. Óvæntasta tilkynningin á Comic-Con þótti þó vera að Marvel sé að vinna að nýrri útgáfu af ofurhetjunni Blade. Óskarsverðlaunahafinn Mahershala Ali mun leika Blade en margir gætu kannast við þessa hetju í höndum Wesley Snipes sem lék Blade í þremur myndum á árunum 1998 til 2004. Ekki er vitað hvort Blade fá sína eigin kvikmynd eða þætti og er ekki búið að ráða leikstjóra eða aðra leikara í myndina. Blade þessi er blendingur, annars vegar venjuleg manneskja en þó með krafta vampírunnar sem hann öðlaðist í móðurkvið, en hann ver tíma sínum í að ráða niðurlögum vampíra. Disney Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Kvikmyndaver Marvel er hvergi nærri hætt að framleiða ofurhetjumyndir. Um liðna helgi mættu forsvarsmenn kvikmyndaversins og leikarar sem munu fara með aðalhlutverk í þessum væntanlegu myndum á Comic-Con ráðstefnuna í San Diego þar sem myndir og þáttaraðir voru kynntar. Um er að ræða sjö titla sem verða frumsýndir á árunum 2020 til 2022 en Kevin Feige, sem fer fyrir Marvel, sagði að fyrirtækið væri með svo marga titla í vinnslu að hann sæi fram á að geta auðveldlega haldið áfram að dæla út myndum til ársins 2028. Fyrst í röðinni er Black Widow-mynd sem mun fjalla um persónuna Natasha Romanoff. Scarlett Johansson mun snúa aftur sem Black Widow en leikkonan hefur lengi barist fyrir því að Romanoff fengi sína eigin mynd. Einnig er búið að ráða leikarana Florence Pugh, Rachel Weisz, David Harbour og O-T Fagbenle í hlutverk í myndinni sem verður frumsýnd í maí á næsta ári. Í nóvember árið 2020 verður myndin The Eternals frumsýnd en Kevin Feige hefur lofað allt öðruvísi mynd en Marvel hefur verið þekkt fyrir. Um er að ræða söguheim úr smiðju Jack Kirby sem segir frá verum, The Eternals, sem urðu til vegna tilrauna Celestials á mannfólki. Vegna þessara tilrauna urðu til hetjur og illmenni með yfirnáttúrulega hæfileika. Á meðal leikara sem hafa verið ráðnir eru Angelina Jolie, Kumail Nanjiani, Richard Madden og Salma Hayek. Í febrúar árið 2021 verður myndin Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings frumsýnd en þar fá aðdáendur að sjá fyrstu asísku ofurhetjuna sem fær sína eigin mynd. Simu Liu fer með aðalhlutverkið en Tony Leung hefur verið ráðinn til að leika The Mandarin. Shang Chi leit fyrst dagsins ljós árið 1971 og oftast kallaður Kung Fu-meistarinn. Í nóvember árið 2021 verður fjórða Thor myndin frumsýnd en hún hefur fengið heitið Love and Thunder. Taika Waititi, sem leikstýrði Thor: Ragnarok, mun leikstýra fjórðu myndinni en Chris Hemsworth og Tessa Thompson munu leika Thor og Valkyrie. Síðast sást til Thors í Avengers: Endgame þar sem hann fór af jörðinni með Guardians of the Galaxy og veltu aðdáendur því vöngum hvort hann yrði í næstu Guardians-mynd eða fengi sína eigin mynd. Natalie Portman hefur verið ráðin til að leika Jane Foster í þessari mynd, en síðast sást hún sem Foster í Thor: The Dark World. Tilkynnt var á Comic-Con að Foster myndi öðlast krafta Thors í þessari mynd. Í maí árið 2027 verður Doctor Strange in the Multiverse of Madness frumsýnd. Leikstjórinn Scott Derrickson, sem leikstýrði fyrstu Doctor Strange-myndinni, verður aftur í leikstjórastólnum og mun Benedict Cumberbatch að sjálfsögðu leika Doctor Strange. Derrickson hefur lofað að þessi mynd verði hreinræktuð hrollvekja en miðað við titilinn má búast við nokkuð fjörugri mynd. Elizabeth Olsen mun leika Scarlett Witch í þessari mynd en Scarlett Witch mun fá sína eigin þætti á Diseny+ sem munu hafa bein áhrif á Doctor Strange-myndina.WandaVision verður á meðal fjölda þátta sem Marvel mun framleiða og verða sýndir á Disney+ en þeir eru Falcon and the Winter Soldier, Loki, Hawkey og What If…? Í þáttunum um Loka verður fylgst með hrekkjalóminum eftir að hann slapp með The Tesseract árið 2012 í Endgame. What If… ? þættirnir verða teiknimyndir þar sem aðrar hliðar Marvel-heimsins eru skoðaðar ef atburðir hefðu átt sér stað með öðrum hætti. Til dæmis ef Loki hefði haft krafta Thors. Óvæntasta tilkynningin á Comic-Con þótti þó vera að Marvel sé að vinna að nýrri útgáfu af ofurhetjunni Blade. Óskarsverðlaunahafinn Mahershala Ali mun leika Blade en margir gætu kannast við þessa hetju í höndum Wesley Snipes sem lék Blade í þremur myndum á árunum 1998 til 2004. Ekki er vitað hvort Blade fá sína eigin kvikmynd eða þætti og er ekki búið að ráða leikstjóra eða aðra leikara í myndina. Blade þessi er blendingur, annars vegar venjuleg manneskja en þó með krafta vampírunnar sem hann öðlaðist í móðurkvið, en hann ver tíma sínum í að ráða niðurlögum vampíra.
Disney Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira