Miðaldra kúabóndi gerir uppreisn gegn kaupfélaginu í Héraðinu Birgir Olgeirsson skrifar 22. júlí 2019 12:33 Arndís Hrönn Egilsdóttir fer með aðalhlutverkið í Héraðinu. Hér má sjá glænýja stiklu úr Héraðinu, nýrri íslenskri kvikmynd frá leikstjóranum Grími Hákonarsyni sem síðast sendi frá sér hina margverðlaunuðu kvikmynd Hrúta. Myndin verður frumsýnd miðvikudaginn 14. ágúst í bíóhúsum um allt land. Héraðið gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni.Klippa: Héraðið - sýnishorn Arndís Hrönn Egilsdóttir fer með hlutverk Ingu í myndinni. Hún hefur meðal annars leikið í sjónvarpsþáttunum Pressu og Föngum og í kvikmyndinni Þröstum en hún var tilnefnd til Edduverðlaunanna fyrir hlutverkið í þeirri síðastnefndu. Með önnur hlutverk í myndinni fara þau Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sigurður Sigurjónsson, Hinrik Ólafsson, Hannes Óli Ágústsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir. Héraðið var tekin upp á rjómabúinu Erpsstöðum í Dölum, á Hvammstanga og Blönduósi. Myndin er íslensk-, dönsk-, þýsk-, og frönsk samframleiðsla en aðalframleiðandi myndarinnar er Grímar Jónsson hjá Netop Films, sem framleiddi bæði Hrúta og Undir trénu. Bíó og sjónvarp Menning Skagafjörður Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Hér má sjá glænýja stiklu úr Héraðinu, nýrri íslenskri kvikmynd frá leikstjóranum Grími Hákonarsyni sem síðast sendi frá sér hina margverðlaunuðu kvikmynd Hrúta. Myndin verður frumsýnd miðvikudaginn 14. ágúst í bíóhúsum um allt land. Héraðið gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni.Klippa: Héraðið - sýnishorn Arndís Hrönn Egilsdóttir fer með hlutverk Ingu í myndinni. Hún hefur meðal annars leikið í sjónvarpsþáttunum Pressu og Föngum og í kvikmyndinni Þröstum en hún var tilnefnd til Edduverðlaunanna fyrir hlutverkið í þeirri síðastnefndu. Með önnur hlutverk í myndinni fara þau Sveinn Ólafur Gunnarsson, Sigurður Sigurjónsson, Hinrik Ólafsson, Hannes Óli Ágústsson og Edda Björg Eyjólfsdóttir. Héraðið var tekin upp á rjómabúinu Erpsstöðum í Dölum, á Hvammstanga og Blönduósi. Myndin er íslensk-, dönsk-, þýsk-, og frönsk samframleiðsla en aðalframleiðandi myndarinnar er Grímar Jónsson hjá Netop Films, sem framleiddi bæði Hrúta og Undir trénu.
Bíó og sjónvarp Menning Skagafjörður Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Menning Auddi og Steindi í BDSM Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein