Fundu franskan kafbát sem hafði verið saknað í 51 ár Birgir Olgeirsson skrifar 22. júlí 2019 14:36 Franski kafbáturinn Minerve. Vísir/Getty Franskur kafbátur, sem hafði verið saknað í hálfa öld, komst í leitirnar fyrir skemmstu. Varnarmálaráðherra Frakka, Florence Parly, tilkynnti þetta á Twitter fyrr í dag en hann sagði fundinn vera mikinn létti sem og tæknilegt afrek. Fimmtíu og tveir voru í áhöfn kafbátsins Minerve sem hvarf nærri höfn Toulon á suðurströnd Frakklands í janúar árið 1968. Frönsk yfirvöld höfðu áður leitað kafbátsins en án árangurs. Parly tilkynnti fyrr á árinu að leit yrði hafin að nýju en aðstandendur þeirra sem skipuðu áhöfn bátsins höfðu farið fram á það. Sagði Parly að hugur sinn væri hjá fjölskyldum þeirra sem fórust með Minerve þegar hann tilkynnti um fundinn fyrr í dag. Hópurinn sem stóð fyrir leitinni greindi gögn frá slysinu, þar á meðal hvernig öldurnar voru á þeim tíma, til að reyna að finna út hvar flak kafbátsins er. AFP greinir frá því að áhöfn báts, sem er í eigu bandaríska fyrirtækisins Ocean Infinity, hafi fundið flakið. Fannst kafbáturinn 45 kílómetra út frá Toulon á 2.370 metra dýpi. Enn í dag liggja orsök slyssins, sem varð þess valdandi að kafbáturinn fórst, ekki fyrir. Frakkland Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira
Franskur kafbátur, sem hafði verið saknað í hálfa öld, komst í leitirnar fyrir skemmstu. Varnarmálaráðherra Frakka, Florence Parly, tilkynnti þetta á Twitter fyrr í dag en hann sagði fundinn vera mikinn létti sem og tæknilegt afrek. Fimmtíu og tveir voru í áhöfn kafbátsins Minerve sem hvarf nærri höfn Toulon á suðurströnd Frakklands í janúar árið 1968. Frönsk yfirvöld höfðu áður leitað kafbátsins en án árangurs. Parly tilkynnti fyrr á árinu að leit yrði hafin að nýju en aðstandendur þeirra sem skipuðu áhöfn bátsins höfðu farið fram á það. Sagði Parly að hugur sinn væri hjá fjölskyldum þeirra sem fórust með Minerve þegar hann tilkynnti um fundinn fyrr í dag. Hópurinn sem stóð fyrir leitinni greindi gögn frá slysinu, þar á meðal hvernig öldurnar voru á þeim tíma, til að reyna að finna út hvar flak kafbátsins er. AFP greinir frá því að áhöfn báts, sem er í eigu bandaríska fyrirtækisins Ocean Infinity, hafi fundið flakið. Fannst kafbáturinn 45 kílómetra út frá Toulon á 2.370 metra dýpi. Enn í dag liggja orsök slyssins, sem varð þess valdandi að kafbáturinn fórst, ekki fyrir.
Frakkland Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Rugluðust á Laufey og „Megan“ Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Sjá meira