Erfið vika framundan fyrir Sánchez sem reynir enn að mynda ríkisstjórn Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2019 16:38 Neðri deild þingsins mun fyrst kjósa um það á morgun hvort stuðningur fáist fyrir myndun ríkisstjórnar. Ef það gengur ekki eftir fær Sánchez annað tækifæri á fimmtudag. Getty/Pablo Blazquez Dominguez Stór vika er framundan fyrir Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra Spánar og leiðtoga Sósíalistaflokksins, sem mun á næstu dögum leitast eftir stuðningi þingsins fyrir myndun ríkisstjórnar. Sánchez fær tvö tækifæri í vikunni til þess að tryggja sér meirihlutann í neðri deild spænska þingsins en hefur enn sem komið er enga tryggingu fyrir því að umboðið fáist. Sósíalistaflokkur hans vann flest þingsæti í kosningum sem fram fóru fyrir þremur mánuðum en náði ekki meirihluta á þinginu. Forsætisráðherrann þarf að tryggja stuðning 176 þingsæta af alls 350, en flokkur hans er með 123 sæti á þinginu. Til þess þarf Sánchez að hljóta stuðning frá vinstri flokknum Podemos og öðrum smærri flokkum. Fregnir hafa borist af því að viðræður Sánchez við Podemos hafi farið vel af stað en ef forsætisráðherrann nær ekki að tryggja sér stuðning meirihluta þingsins í vikunni eru taldar líkur á því að kallað verði til nýrra þingkosninga. Ef tilraunir Sánchez takast ekki í þessari viku mun hann fá tvo mánuði í viðbót til að semja við aðra flokka áður en Filippus sjötti, konungur Spánar leysir upp þingið og boðar til nýrra kosninga. Þær kosningar yrðu þá þær fjórðu á síðastliðnum fjórum árum. Sánchez tók við embætti forsætisráðherra fyrir um ári síðan þegar forveri hans, íhaldsmaðurinn Mariano Rajoy, stóðst ekki vantrauststillögu í þinginu. Sánchez fór fyrir minnihlutastjórn þangað til í febrúar á þessu ári þegar katalónskir aðskilnaðarsinnar felldu fjárlagafrumvarp hans. Í kjölfarið kallaði hann til kosninga. Spánn Tengdar fréttir Vinstriflokkarnir gætu unnið kosningasigur á Spáni Kosið verður á Spáni 28. apríl. Útlit er fyrir að hægriöfgaflokkur komi mönnum á þing í fyrsta skipti frá endurreisn lýðræðis. 9. apríl 2019 13:11 Spánverjar ganga til kosninga Líkur eru á langri og erfiðri stjórnarmyndun eftir kosningar þar sem fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. 28. apríl 2019 07:39 Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Stór vika er framundan fyrir Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra Spánar og leiðtoga Sósíalistaflokksins, sem mun á næstu dögum leitast eftir stuðningi þingsins fyrir myndun ríkisstjórnar. Sánchez fær tvö tækifæri í vikunni til þess að tryggja sér meirihlutann í neðri deild spænska þingsins en hefur enn sem komið er enga tryggingu fyrir því að umboðið fáist. Sósíalistaflokkur hans vann flest þingsæti í kosningum sem fram fóru fyrir þremur mánuðum en náði ekki meirihluta á þinginu. Forsætisráðherrann þarf að tryggja stuðning 176 þingsæta af alls 350, en flokkur hans er með 123 sæti á þinginu. Til þess þarf Sánchez að hljóta stuðning frá vinstri flokknum Podemos og öðrum smærri flokkum. Fregnir hafa borist af því að viðræður Sánchez við Podemos hafi farið vel af stað en ef forsætisráðherrann nær ekki að tryggja sér stuðning meirihluta þingsins í vikunni eru taldar líkur á því að kallað verði til nýrra þingkosninga. Ef tilraunir Sánchez takast ekki í þessari viku mun hann fá tvo mánuði í viðbót til að semja við aðra flokka áður en Filippus sjötti, konungur Spánar leysir upp þingið og boðar til nýrra kosninga. Þær kosningar yrðu þá þær fjórðu á síðastliðnum fjórum árum. Sánchez tók við embætti forsætisráðherra fyrir um ári síðan þegar forveri hans, íhaldsmaðurinn Mariano Rajoy, stóðst ekki vantrauststillögu í þinginu. Sánchez fór fyrir minnihlutastjórn þangað til í febrúar á þessu ári þegar katalónskir aðskilnaðarsinnar felldu fjárlagafrumvarp hans. Í kjölfarið kallaði hann til kosninga.
Spánn Tengdar fréttir Vinstriflokkarnir gætu unnið kosningasigur á Spáni Kosið verður á Spáni 28. apríl. Útlit er fyrir að hægriöfgaflokkur komi mönnum á þing í fyrsta skipti frá endurreisn lýðræðis. 9. apríl 2019 13:11 Spánverjar ganga til kosninga Líkur eru á langri og erfiðri stjórnarmyndun eftir kosningar þar sem fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. 28. apríl 2019 07:39 Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Vinstriflokkarnir gætu unnið kosningasigur á Spáni Kosið verður á Spáni 28. apríl. Útlit er fyrir að hægriöfgaflokkur komi mönnum á þing í fyrsta skipti frá endurreisn lýðræðis. 9. apríl 2019 13:11
Spánverjar ganga til kosninga Líkur eru á langri og erfiðri stjórnarmyndun eftir kosningar þar sem fimm flokkar berjast um að komast í ríkisstjórn. 28. apríl 2019 07:39
Spillingarmál skekur stjórnarflokkinn á Spáni Lýðflokkur Mariano Rajoy var dæmdur í stóru spillingarmáli í síðustu viku. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir vantrausti og talar um nýjar kosningar. 27. maí 2018 19:33