Bjóða upp treyjur afreksfólks til styrktar góðgerðarfélögum Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 23. júlí 2019 09:00 Sturlaugur segir þá Ivan einstaklega þákkláta öllu því afreksfólki sem hefur gefið treyjur í verkefnið. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Þeir Sturlaugur Haraldsson og Ivan Elí Du Teitsson stofnuðu góðgerðarsamtökin Charity Shirts fyrir einu ári og hafa nú náð að safna rúmlega einni og hálfri milljón króna fyrir hin ýmsu góðgerðarfélög. Þeir spiluðu fótbolta saman í æsku og langaði að sameina krafta sína í þeim tilgangi að bjóða til sölu treyjur atvinnuíþróttafólks. Til að gera sem flestum kleift að taka þátt án þess að þurfa að reiða fram svimandi háar fjárhæðir ákváðu þeir að fara þá leið að fólk kaupir í raun lottómiða, og á þá möguleika á að vinna treyjuna. Peningurinn sem safnast er svo færður góðgerðarfélagi sem viðkomandi íþróttamanneskja velur. Fréttablaðið heyrði í Sturlaugi og forvitnaðist aðeins um hvernig þetta gengur fyrir sig. „Þetta virkar sem sagt þannig að fólk kaupir miða á þúsund krónur og má í raun kaupa eins marga miða og það vill. Við fáum nýja treyju á tveggja vikna fresti og drögum út sigurvegarann að þeim tíma loknum í beinni á Facebook,“ segir Sturlaugur, annar stofnenda Charity Shirts.Nú stendur fólki til boða að vinna treyju landsliðskonunna Dagnýjar Brynjarsdóttur.Mynd/Charity ShirtsÍþróttatreyjurnar eru einnig áritaðar af þeirra fyrri eiganda. Sturlaugur segir að þeim hafi þótt mikilvægt að gera öllum kleift að taka þátt. „Hugmyndin kom frá svipuðum uppboðum á góðgerðarkvöldum, en með því að hafa fyrirkomulagið svona þá eiga allir möguleika á að vinna.“ Hann segir segir að hingað til hafi þeir fyrst og fremst boðið upp á treyjur fótboltamanna- og kvenna. „Nú getur fólk reynt að eignast treyju landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur en uppboðið á henni stendur yfir til 29. júlí. Það gengur alveg svakalega vel að selja lóttómiðana fyrir hennar treyju og stefnir næstum í að slá metið. Það átti Rúrik Gíslason, sem safnaði fyrir Konukot.“ Aðspurður hvort fleiri en Íslendingar hafi sóst eftir treyjunni hans Rúriks segir Sturlaugur að það geti passað. „Já, það voru áberandi margir frá Suður-Ameríku sem tóku þá þátt,“ segir Sturlaugur hlæjandi og bætir svo við: „Það var svo kona frá Englandi sem vann. Hún var mjög ánægð enda hafði hún keypt nokkra miða.“ Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni. ,,Við erum líka afar þakklátir öllu því íþróttafólki sem hafur lagt okkur lið sem og bara öllu því góða fólki sem hefur hjálpað okkur að dreifa boðskapnum.“ Sturlaugur segir þá Ivan vonast eftir að geta einnig boðið upp á boli frá handboltaköppum og crossfit-fólki. „Oftast erum það við sem nálgumst íþróttafólkið varðandi það að gefa bol, en það hafa líka nokkrir nálgast okkur eftir að hafa lesið um verkefnið og litist vel á. En fyrirkomulagið er líka þannig að allir græða, íþróttamanneskjan, góðgerðarsamtökin og sá sem vinnur treyjuna,“ segir Sturlaugur að lokum. Hægt er að kaupa miða og eiga möguleika á að vinna treyju Dagnýjar núna á charityshirts.is. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira
Þeir Sturlaugur Haraldsson og Ivan Elí Du Teitsson stofnuðu góðgerðarsamtökin Charity Shirts fyrir einu ári og hafa nú náð að safna rúmlega einni og hálfri milljón króna fyrir hin ýmsu góðgerðarfélög. Þeir spiluðu fótbolta saman í æsku og langaði að sameina krafta sína í þeim tilgangi að bjóða til sölu treyjur atvinnuíþróttafólks. Til að gera sem flestum kleift að taka þátt án þess að þurfa að reiða fram svimandi háar fjárhæðir ákváðu þeir að fara þá leið að fólk kaupir í raun lottómiða, og á þá möguleika á að vinna treyjuna. Peningurinn sem safnast er svo færður góðgerðarfélagi sem viðkomandi íþróttamanneskja velur. Fréttablaðið heyrði í Sturlaugi og forvitnaðist aðeins um hvernig þetta gengur fyrir sig. „Þetta virkar sem sagt þannig að fólk kaupir miða á þúsund krónur og má í raun kaupa eins marga miða og það vill. Við fáum nýja treyju á tveggja vikna fresti og drögum út sigurvegarann að þeim tíma loknum í beinni á Facebook,“ segir Sturlaugur, annar stofnenda Charity Shirts.Nú stendur fólki til boða að vinna treyju landsliðskonunna Dagnýjar Brynjarsdóttur.Mynd/Charity ShirtsÍþróttatreyjurnar eru einnig áritaðar af þeirra fyrri eiganda. Sturlaugur segir að þeim hafi þótt mikilvægt að gera öllum kleift að taka þátt. „Hugmyndin kom frá svipuðum uppboðum á góðgerðarkvöldum, en með því að hafa fyrirkomulagið svona þá eiga allir möguleika á að vinna.“ Hann segir segir að hingað til hafi þeir fyrst og fremst boðið upp á treyjur fótboltamanna- og kvenna. „Nú getur fólk reynt að eignast treyju landsliðskonunnar Dagnýjar Brynjarsdóttur en uppboðið á henni stendur yfir til 29. júlí. Það gengur alveg svakalega vel að selja lóttómiðana fyrir hennar treyju og stefnir næstum í að slá metið. Það átti Rúrik Gíslason, sem safnaði fyrir Konukot.“ Aðspurður hvort fleiri en Íslendingar hafi sóst eftir treyjunni hans Rúriks segir Sturlaugur að það geti passað. „Já, það voru áberandi margir frá Suður-Ameríku sem tóku þá þátt,“ segir Sturlaugur hlæjandi og bætir svo við: „Það var svo kona frá Englandi sem vann. Hún var mjög ánægð enda hafði hún keypt nokkra miða.“ Samtökin eru ekki rekin í hagnaðarskyni. ,,Við erum líka afar þakklátir öllu því íþróttafólki sem hafur lagt okkur lið sem og bara öllu því góða fólki sem hefur hjálpað okkur að dreifa boðskapnum.“ Sturlaugur segir þá Ivan vonast eftir að geta einnig boðið upp á boli frá handboltaköppum og crossfit-fólki. „Oftast erum það við sem nálgumst íþróttafólkið varðandi það að gefa bol, en það hafa líka nokkrir nálgast okkur eftir að hafa lesið um verkefnið og litist vel á. En fyrirkomulagið er líka þannig að allir græða, íþróttamanneskjan, góðgerðarsamtökin og sá sem vinnur treyjuna,“ segir Sturlaugur að lokum. Hægt er að kaupa miða og eiga möguleika á að vinna treyju Dagnýjar núna á charityshirts.is.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Fleiri fréttir Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða Sjá meira