NFL-leikmaður missti höndina en er þakklátur fyrir að vera á lífi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2019 11:00 Kendrick Norton á sjúkrahúsinu en hann missti vinstri höndina í slysinu. Skjámynd/CBS4 Kendrick Norton var kominn alla leið í NFL-deildina og átti framtíðina fyrir sér. Hann spilar ekki í deildinni á næsta tímabili eða það sem eftir lifir æfi sínar. Kendrick Norton var heppinn að sleppa lifandi úr bílslysi á Flórída fyrir rúmri viku. Hann gaf sitt fyrsta viðtal eftir slysið þegar hann hitti sjónvarpsmanninn Peter D’Oench á CBS4 í Miami.Coming up on the CBS4 News at 5pm, injured @MiamiDolphins player Kendrick Norton sat down for an exclusive interview with @peterdoenchcbs4. Read the latest at https://t.co/VxYvV4TKzXpic.twitter.com/8ovhvGvpeO — CBS4 Miami (@CBSMiami) July 11, 2019 Norton gerir sér fulla grein fyrir því að draumurinn um að spila sem atvinnumaður er dáinn. Hann missti vinstri höndina í slysinu en ætlar sér að ná sem mestu út úr sínu lífi og tekur örlögum sínum af yfirvegun. Norton er aðeins 22 ára gamall og lék með Miami Dolphins í NFL-deildinni á síðasta tímabili. „Ég ætla að vera sterkur vegna allrar hvatningarinnar sem ég hef fengið frá öllum aðdáendunum, öllum liðunum, fjölskyldu minni og öllum. Það er þessi stuðningur sem rekur mig áfram ásamt trúnni, stuðningi frá fjölskyldunnar og stuðning frá umboðsmannsins mínum,“ sagði Kendrick Norton í viðtalinu. „Það eru allir tilbúnir að gera allt fyrir mig án þess að biðja um neitt í staðinn. Það er frábært að fá þennan stuðning frá fólki,“ sagði Norton. Slysið varð eftir klukkan eitt aðfaranótt 4. júlí. Trukkurinn sem Norton keyrði fór utan í bíl á frárein og endaði á steypuklump og valt. Norton hafði svínað á fyrrnefndan bíl og fékk sekt fyrir það. Norton vildi þó ekki tala um sjálft slysið í viðtalinu. Norton býr í Jacksonville þrátt fyrir að hafa spilað á Miami. Hann ætlar að líta á björtu hliðarnar. „Ég er á lífi og ég er hérna núna. Það er svo mikilvægt að geta séð fjölskyldu mína. Ég átta mig á því að ég mun ekki spila fótbolta fyrir neinn aftur. Ég er að átta mig á því. Ég er hins vegar á lífi og er þakklátur fyrir það. Ef það er eitthvað í glasinu þínu þá ertu í lagi. Það er fullt af fólki sem er ekki með mikið í glasinu sínu eða glösin þeirra eru bara tóm. Þú ert því í góðum málum þegar glasið þitt er hálffullt,“ sagði Norton. Það má sjá fréttina á CBS4 hér fyrir neðan. Bandaríkin NFL Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira
Kendrick Norton var kominn alla leið í NFL-deildina og átti framtíðina fyrir sér. Hann spilar ekki í deildinni á næsta tímabili eða það sem eftir lifir æfi sínar. Kendrick Norton var heppinn að sleppa lifandi úr bílslysi á Flórída fyrir rúmri viku. Hann gaf sitt fyrsta viðtal eftir slysið þegar hann hitti sjónvarpsmanninn Peter D’Oench á CBS4 í Miami.Coming up on the CBS4 News at 5pm, injured @MiamiDolphins player Kendrick Norton sat down for an exclusive interview with @peterdoenchcbs4. Read the latest at https://t.co/VxYvV4TKzXpic.twitter.com/8ovhvGvpeO — CBS4 Miami (@CBSMiami) July 11, 2019 Norton gerir sér fulla grein fyrir því að draumurinn um að spila sem atvinnumaður er dáinn. Hann missti vinstri höndina í slysinu en ætlar sér að ná sem mestu út úr sínu lífi og tekur örlögum sínum af yfirvegun. Norton er aðeins 22 ára gamall og lék með Miami Dolphins í NFL-deildinni á síðasta tímabili. „Ég ætla að vera sterkur vegna allrar hvatningarinnar sem ég hef fengið frá öllum aðdáendunum, öllum liðunum, fjölskyldu minni og öllum. Það er þessi stuðningur sem rekur mig áfram ásamt trúnni, stuðningi frá fjölskyldunnar og stuðning frá umboðsmannsins mínum,“ sagði Kendrick Norton í viðtalinu. „Það eru allir tilbúnir að gera allt fyrir mig án þess að biðja um neitt í staðinn. Það er frábært að fá þennan stuðning frá fólki,“ sagði Norton. Slysið varð eftir klukkan eitt aðfaranótt 4. júlí. Trukkurinn sem Norton keyrði fór utan í bíl á frárein og endaði á steypuklump og valt. Norton hafði svínað á fyrrnefndan bíl og fékk sekt fyrir það. Norton vildi þó ekki tala um sjálft slysið í viðtalinu. Norton býr í Jacksonville þrátt fyrir að hafa spilað á Miami. Hann ætlar að líta á björtu hliðarnar. „Ég er á lífi og ég er hérna núna. Það er svo mikilvægt að geta séð fjölskyldu mína. Ég átta mig á því að ég mun ekki spila fótbolta fyrir neinn aftur. Ég er að átta mig á því. Ég er hins vegar á lífi og er þakklátur fyrir það. Ef það er eitthvað í glasinu þínu þá ertu í lagi. Það er fullt af fólki sem er ekki með mikið í glasinu sínu eða glösin þeirra eru bara tóm. Þú ert því í góðum málum þegar glasið þitt er hálffullt,“ sagði Norton. Það má sjá fréttina á CBS4 hér fyrir neðan.
Bandaríkin NFL Mest lesið Lagði sálina í þetta, sagði Ólafur Sport Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Stjarnan vann öruggan sigur á Hamri Körfubolti Stelpurnar gapandi í stúkunni yfir troðslu Almars Körfubolti Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Formúla 1 „Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sport Fimm mörk og eitt rautt spjald í seinni hálfleik í sigri Njarðvíkur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Sjá meira