Sömdu um fjárlög og hækkun skuldaþaksins Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2019 08:11 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Kevin McCarthy, leiðtogi repúblikana í deildinni, tóku þátt í að semja um skuldaþakið og fjárlög. Vísir/EPA Leiðtogar repúblikana og demókrata á Bandaríkjaþingi hafa náð samkomulagi um fjárlög næstu tveggja ára og að hækka lögbundið þak á skuldsetningu ríkissjóðs. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við samkomulagið sem myndi bægja frá hættu á lokun ríkisstofnana fram yfir forsetakosningarnar á næsta ári. Samkomulagið felur í sér að útgjöld alríkisstjórnarinnar geta hækkað um 320 milljarða dollara og lögbundið skuldaþak verður fellt í gildi í tvö ár, að sögn Washington Post. Útgjöld til hersins verða meðal annars aukin. Þingið á enn eftir að samþykkja samkomulagið áður en nýtt fjárlagaár hefst í október. Mikil átök á milli flokkanna hafa einkennt fjárlagagerð undanfarin ár. Þeim hefur mistekist að ná saman um hefðbundið fjárlagafrumvarp og því hefur rekstur alríkisstofnana verið fjármagnaðar með tímabundnum útgjaldafrumvörpum til nokkurra mánaða í senn. Nokkrum sinnum hefur það gerst síðustu ár að rekstur alríkisstofnana stöðvist vegna þess að flokkunum auðnaðist ekki að ná saman um slík bráðabirgðaúrræði. Síðast gerðist það í desember þegar Trump forseti hafnaði málamiðlun sem flokkarnir á þingi höfðu gert til að knýja á um að hann fengi fjármuni fyrir múrnum sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Sú stöðvun var sú lengsta í sögu Bandaríkjanna, rúmur mánuður. Verði núverandi samkomulag samþykkt á þingi hyrfi hættan á sambærilegum átökum og mögulegri stöðvun alríkisstofnana út þetta kjörtímabil forsetans. Hópi repúblikana sem aðhyllast ráðdeild í ríkisrekstri gremst þó samkomulagið þar sem það eykur enn á fjárlagahalla ríkisins. Ekki eru allir demókratar sannfærðir heldur. Þeir telja að forysta flokksins hefði átt að nýta viðræðurnar til að koma í veg fyrir að Trump haldi áfram að beina fjármunum hersins í landamæramúrinn. Það gerði Trump eftir að hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum eftir að hann þurfti að lúta í lægra haldi í fjárlagadeilunum í vetur. Trump tilkynnti um samkomulagið á Twitter í gær og lýsti ánægju með það. „Þetta var raunveruleg málamiðlun til að gefa frábæra hernum okkar og uppgjafarhermönnum annan sigur!“ tísti forsetinn.....This was a real compromise in order to give another big victory to our Great Military and Vets!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 22, 2019 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Leiðtogar repúblikana og demókrata á Bandaríkjaþingi hafa náð samkomulagi um fjárlög næstu tveggja ára og að hækka lögbundið þak á skuldsetningu ríkissjóðs. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við samkomulagið sem myndi bægja frá hættu á lokun ríkisstofnana fram yfir forsetakosningarnar á næsta ári. Samkomulagið felur í sér að útgjöld alríkisstjórnarinnar geta hækkað um 320 milljarða dollara og lögbundið skuldaþak verður fellt í gildi í tvö ár, að sögn Washington Post. Útgjöld til hersins verða meðal annars aukin. Þingið á enn eftir að samþykkja samkomulagið áður en nýtt fjárlagaár hefst í október. Mikil átök á milli flokkanna hafa einkennt fjárlagagerð undanfarin ár. Þeim hefur mistekist að ná saman um hefðbundið fjárlagafrumvarp og því hefur rekstur alríkisstofnana verið fjármagnaðar með tímabundnum útgjaldafrumvörpum til nokkurra mánaða í senn. Nokkrum sinnum hefur það gerst síðustu ár að rekstur alríkisstofnana stöðvist vegna þess að flokkunum auðnaðist ekki að ná saman um slík bráðabirgðaúrræði. Síðast gerðist það í desember þegar Trump forseti hafnaði málamiðlun sem flokkarnir á þingi höfðu gert til að knýja á um að hann fengi fjármuni fyrir múrnum sem hann vill reisa á landamærunum að Mexíkó. Sú stöðvun var sú lengsta í sögu Bandaríkjanna, rúmur mánuður. Verði núverandi samkomulag samþykkt á þingi hyrfi hættan á sambærilegum átökum og mögulegri stöðvun alríkisstofnana út þetta kjörtímabil forsetans. Hópi repúblikana sem aðhyllast ráðdeild í ríkisrekstri gremst þó samkomulagið þar sem það eykur enn á fjárlagahalla ríkisins. Ekki eru allir demókratar sannfærðir heldur. Þeir telja að forysta flokksins hefði átt að nýta viðræðurnar til að koma í veg fyrir að Trump haldi áfram að beina fjármunum hersins í landamæramúrinn. Það gerði Trump eftir að hann lýsti yfir neyðarástandi á landamærunum eftir að hann þurfti að lúta í lægra haldi í fjárlagadeilunum í vetur. Trump tilkynnti um samkomulagið á Twitter í gær og lýsti ánægju með það. „Þetta var raunveruleg málamiðlun til að gefa frábæra hernum okkar og uppgjafarhermönnum annan sigur!“ tísti forsetinn.....This was a real compromise in order to give another big victory to our Great Military and Vets!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 22, 2019
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira