Kjaftaskurinn Magic Johnson reyndist örlagavaldur Lakers í eltingarleiknum við Kawhi Leonard Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2019 10:30 Magic Johnson. Getty/Harry How Af hverju valdi Kawhi Leonard Clippers frekar en Lakers? Nú er komin fram ein af ástæðunum fyrir þeirri óvæntu ákvörðun. Magic Johnson er svo sannarlega með muninn fyrir neðan nefið og þessi mikla goðsögn sækir alltaf í athyglina. Hver elskar heldur ekki að heyra Magic tala og hann heillar alla upp úr skónum með brosi sínu og skemmtilegri framkomu. Athyglisþörf Magic virðist hafa verið að flækjast fyrir Los Angeles Lakers í sumar í eltingarleiknum við feitasta bitann á leikmannamarkaði NBA-deildarinnar í körfubolta. Kawhi Leonard valdi litla liðið í Los Angeles borg frekar en hið sögufræga lið Lakers og að spila við hlið LeBron James. Nú er komið í ljós að einn af mönnunum sem gerði Lakers liðið svo sögufrægt átt mikinn þátt í því að Leonard valdi ekki Lakers og fór frekar í Los Angeles Clippers.Magic Johnson's love of oversharing reportedly hurt the Lakers' pursuit of Kawhi Leonardhttps://t.co/F6XslcGkREpic.twitter.com/32aHLYR9vM — Yahoo Sports (@YahooSports) July 23, 2019Magic Johnson elskar að tala og sumir fjölmiðlamenn nýta sér það óspart. Kawhi Leonard var mikil aðdáandi leikmannsins Magic Johnson enda er Leonard frá Kaliforníu. Það fréttist lítið að fundum Kawhi Leonard með Los Angeles Clippers, Los Angeles Lakers og Toronto Raptors, fyrir utan þá fundi þar sem Magic kom við sögu. Um leið og Kawhi Leonard var búinn að kveðja Magic þá fóru að berast fréttir af því í fjölmiðlum um það sem þeim fór á milli á þessum fundum. Kawhi Leonard var ekki ánægður með það því hann bað alla aðila um að halda því leyndu sem fram fór á fundunum. Kawhi Leonard átti meðal annars að hafa truflað Magic í kirkju og spurt hann um hitt og þetta sem snéri að utanumhaldinu hjá Lakers. Magic Johnson var forseti Lakers þar til að hann hætti skyndilega í april. Kawhi Leonard vildi samt tala við hetjuna sína enda þekkja fáir betur til hjá Los Angeles Lakers en Magic. Í stað þess að gefa stoðsendingum þá var Magic hins vegar með afdrifaríkann tapaðan bolta að þessu sinni. NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Af hverju valdi Kawhi Leonard Clippers frekar en Lakers? Nú er komin fram ein af ástæðunum fyrir þeirri óvæntu ákvörðun. Magic Johnson er svo sannarlega með muninn fyrir neðan nefið og þessi mikla goðsögn sækir alltaf í athyglina. Hver elskar heldur ekki að heyra Magic tala og hann heillar alla upp úr skónum með brosi sínu og skemmtilegri framkomu. Athyglisþörf Magic virðist hafa verið að flækjast fyrir Los Angeles Lakers í sumar í eltingarleiknum við feitasta bitann á leikmannamarkaði NBA-deildarinnar í körfubolta. Kawhi Leonard valdi litla liðið í Los Angeles borg frekar en hið sögufræga lið Lakers og að spila við hlið LeBron James. Nú er komið í ljós að einn af mönnunum sem gerði Lakers liðið svo sögufrægt átt mikinn þátt í því að Leonard valdi ekki Lakers og fór frekar í Los Angeles Clippers.Magic Johnson's love of oversharing reportedly hurt the Lakers' pursuit of Kawhi Leonardhttps://t.co/F6XslcGkREpic.twitter.com/32aHLYR9vM — Yahoo Sports (@YahooSports) July 23, 2019Magic Johnson elskar að tala og sumir fjölmiðlamenn nýta sér það óspart. Kawhi Leonard var mikil aðdáandi leikmannsins Magic Johnson enda er Leonard frá Kaliforníu. Það fréttist lítið að fundum Kawhi Leonard með Los Angeles Clippers, Los Angeles Lakers og Toronto Raptors, fyrir utan þá fundi þar sem Magic kom við sögu. Um leið og Kawhi Leonard var búinn að kveðja Magic þá fóru að berast fréttir af því í fjölmiðlum um það sem þeim fór á milli á þessum fundum. Kawhi Leonard var ekki ánægður með það því hann bað alla aðila um að halda því leyndu sem fram fór á fundunum. Kawhi Leonard átti meðal annars að hafa truflað Magic í kirkju og spurt hann um hitt og þetta sem snéri að utanumhaldinu hjá Lakers. Magic Johnson var forseti Lakers þar til að hann hætti skyndilega í april. Kawhi Leonard vildi samt tala við hetjuna sína enda þekkja fáir betur til hjá Los Angeles Lakers en Magic. Í stað þess að gefa stoðsendingum þá var Magic hins vegar með afdrifaríkann tapaðan bolta að þessu sinni.
NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Dramatík í Manchester Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira