Búist við afsögn ríkisstjórans í skugga „Ricky-Leaks“ hneykslisins: „Einhver þyrfti að berja þessa hóru“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2019 10:45 Ricardo Rosselló, ríkisstjóri Púertó Ríkó, hafði í frammi fjandsamleg ummæli í garð minnihlutahópa en neitar opinberlega að segja af sér. Heimildir fréttastofu CNN herma þó að hann hyggist gera það síðdegis. Vísir/ap Hitnað hefur undir Ricardo Rosselló, ríkisstjóra Púertó Ríkó, en heimildir fréttastofu CNN herma að Rosselló muni að öllum líkindum segja af sér síðdegis. Talið er að Wanda Vazquez, dómsmálaráðherra, muni taka við af Rosselló. Þúsundir eyjaskeggja hafa á hverjum degi í meira en viku mótmælt á götum San Juan, höfuðborgar Púertó Ríkó og krafist afsagnar Rossellós eftir að hann og nánir samstarfsmenn hans urðu uppvísir af fjandsamlegum ummælum í garð minnihlutahópa þegar spjallþræði sem telur hundruð blaðsíðna var lekið á fjölmiðli sem ástundar rannsóknarblaðamennsku. Í fjölmiðlum ytra er talað um lekann sem „Ricky-Leaks“ en með honum voru valdamenn í innsta hring afhjúpaðir. Róselló og aðrir hátt settir aðilar í Púertó Ríkó höfðu í frammi kvenfjandsamlegt tal og hæddust að fötluðum, hinsegin fólki, fólki í ofþyngd og fórnarlömbum fellibylsins Maríu. Mótmælendur ætla ekki að linna látum fyrr en ríkisstjórinn segir af sér.Sjá nánar: Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóraLjósmyndin er tekin af mótmælendum á götunni Las Americas í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó. Mótmælendur linna ekki látum fyrr en ríkisstjórinn segir af sér.Vísir/apStarfsmannastjóri tekur pokann sinn Þrýstingur frá almenningi hefur aukist til muna eftir að Ricardo Llerandi Cruz, starfsmannastjóri, ríkisstjórnarinnar ákvað að segja af sér í gær. „Síðastliðnir dagar hafa reynst öllum ótrúlega erfiðir. Á þessum sögulegu tímum þarf ég að huga að velferð fjölskyldunnar minnar. Ég, sem einstaklingur, get þolað hótanir en ég mun aldrei leyfa þeim að ná til fjölskyldunnar minnar,“ sagði Cruz þegar hann tilkynnti um afsögn sína í gær. Hann mun láta af störfum frá og með 31. júlí. Í myndbandi sem Rosselló birti á sunnudag sagðist hann hafa gert mistök. Hann vildi aftur á móti ekki taka pokann sinn og sagðist vilja reyna að ávinna sér traust eyjaskeggja. Rosselló fullyrti að hann myndi ekki bjóða sig fram til ríkisstjóra í kosningunum sem fara fram á næsta ári. Ríkisstjórinn: „Einhver þyrfti að berja þessa hóru“ Á meðal þess sem kom fram í skeytasendingum, sem fóru fram á vinnutíma, var að Rosselló sagðist feginn ef Carmen Yulí Cruz, borgarstjóri San Juan, og yfirlýstur andstæðingur hans, yrði skotinn og að það væri greinilegt að hún væri hætt að taka lyfin sín. Þá gerði hann grín að kynhneigð söngvarans Ricky Martin og sagði að hann væri svo mikil karlremba að hann þyrfti að sænga hjá körlum. Þá sagði Rosselló að einhver þyrfti að „berja þessa hóru“ um Melissu Mark-Viverito, fyrrverandi forseta borgarráðs New York-borgar. Bandaríkin Púertó Ríkó Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóra eftir „Ricky-Leaks“ hneykslið Valdamenn í Púertó Ríkó voru afhjúpaðir þegar spjallþræði var lekið út. Þeir höfðu í frammi meiðandi ummæli um minnihlutahópa. 18. júlí 2019 11:12 Fjöldamótmæli á Púertó Ríkó Þúsundir flykktust út á götur Púertó Ríkó í gær til þess að mótmæla Ricardo Roselló ríkisstjóra og krefjast afsagnar hans. 23. júlí 2019 10:00 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Hitnað hefur undir Ricardo Rosselló, ríkisstjóra Púertó Ríkó, en heimildir fréttastofu CNN herma að Rosselló muni að öllum líkindum segja af sér síðdegis. Talið er að Wanda Vazquez, dómsmálaráðherra, muni taka við af Rosselló. Þúsundir eyjaskeggja hafa á hverjum degi í meira en viku mótmælt á götum San Juan, höfuðborgar Púertó Ríkó og krafist afsagnar Rossellós eftir að hann og nánir samstarfsmenn hans urðu uppvísir af fjandsamlegum ummælum í garð minnihlutahópa þegar spjallþræði sem telur hundruð blaðsíðna var lekið á fjölmiðli sem ástundar rannsóknarblaðamennsku. Í fjölmiðlum ytra er talað um lekann sem „Ricky-Leaks“ en með honum voru valdamenn í innsta hring afhjúpaðir. Róselló og aðrir hátt settir aðilar í Púertó Ríkó höfðu í frammi kvenfjandsamlegt tal og hæddust að fötluðum, hinsegin fólki, fólki í ofþyngd og fórnarlömbum fellibylsins Maríu. Mótmælendur ætla ekki að linna látum fyrr en ríkisstjórinn segir af sér.Sjá nánar: Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóraLjósmyndin er tekin af mótmælendum á götunni Las Americas í San Juan, höfuðborg Púertó Ríkó. Mótmælendur linna ekki látum fyrr en ríkisstjórinn segir af sér.Vísir/apStarfsmannastjóri tekur pokann sinn Þrýstingur frá almenningi hefur aukist til muna eftir að Ricardo Llerandi Cruz, starfsmannastjóri, ríkisstjórnarinnar ákvað að segja af sér í gær. „Síðastliðnir dagar hafa reynst öllum ótrúlega erfiðir. Á þessum sögulegu tímum þarf ég að huga að velferð fjölskyldunnar minnar. Ég, sem einstaklingur, get þolað hótanir en ég mun aldrei leyfa þeim að ná til fjölskyldunnar minnar,“ sagði Cruz þegar hann tilkynnti um afsögn sína í gær. Hann mun láta af störfum frá og með 31. júlí. Í myndbandi sem Rosselló birti á sunnudag sagðist hann hafa gert mistök. Hann vildi aftur á móti ekki taka pokann sinn og sagðist vilja reyna að ávinna sér traust eyjaskeggja. Rosselló fullyrti að hann myndi ekki bjóða sig fram til ríkisstjóra í kosningunum sem fara fram á næsta ári. Ríkisstjórinn: „Einhver þyrfti að berja þessa hóru“ Á meðal þess sem kom fram í skeytasendingum, sem fóru fram á vinnutíma, var að Rosselló sagðist feginn ef Carmen Yulí Cruz, borgarstjóri San Juan, og yfirlýstur andstæðingur hans, yrði skotinn og að það væri greinilegt að hún væri hætt að taka lyfin sín. Þá gerði hann grín að kynhneigð söngvarans Ricky Martin og sagði að hann væri svo mikil karlremba að hann þyrfti að sænga hjá körlum. Þá sagði Rosselló að einhver þyrfti að „berja þessa hóru“ um Melissu Mark-Viverito, fyrrverandi forseta borgarráðs New York-borgar.
Bandaríkin Púertó Ríkó Tengdar fréttir Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóra eftir „Ricky-Leaks“ hneykslið Valdamenn í Púertó Ríkó voru afhjúpaðir þegar spjallþræði var lekið út. Þeir höfðu í frammi meiðandi ummæli um minnihlutahópa. 18. júlí 2019 11:12 Fjöldamótmæli á Púertó Ríkó Þúsundir flykktust út á götur Púertó Ríkó í gær til þess að mótmæla Ricardo Roselló ríkisstjóra og krefjast afsagnar hans. 23. júlí 2019 10:00 Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Sjá meira
Þúsundir kröfðust afsagnar ríkisstjóra eftir „Ricky-Leaks“ hneykslið Valdamenn í Púertó Ríkó voru afhjúpaðir þegar spjallþræði var lekið út. Þeir höfðu í frammi meiðandi ummæli um minnihlutahópa. 18. júlí 2019 11:12
Fjöldamótmæli á Púertó Ríkó Þúsundir flykktust út á götur Púertó Ríkó í gær til þess að mótmæla Ricardo Roselló ríkisstjóra og krefjast afsagnar hans. 23. júlí 2019 10:00
Segir Trump hafa notið rasískra hrópa stuðningsmanna sinna Ein þingkvennanna sem var skotmark rasískra ummæla Bandaríkjaforseta segir að stefna hans snúist um kynþátt og rasisma. 21. júlí 2019 11:41