Öxnadalsheiði lokað vegna slyss Kristín Ólafsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 24. júlí 2019 11:50 Í vefmyndavél Vegagerðarinnar má sjá vettvang slyssins. Skjáskot Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. Ökumönnum er ráðlagt að aka um Ólafsfjörð og Siglufjörð, hvort sem þeir eru á norður- eða suðurleið. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar var ökumaðurinn fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri um hádegisbil. Fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra að um sé að ræða olíubifreið með olíufarm og miðast björgunaraðgerðir, þegar búið er að tryggja öryggi ökumannsins og koma honum til aðstoðar, við að reyna að takmarka olíumengun eins og mögulegt er. Lögreglan á Norðulandi vestra fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar lögreglunnar á Norðausturlandi. Eins koma að málinu slökkviliðin á Sauðárkróki og Akureyri. Í samtali við fréttastofu vildi lögreglufulltrúi á Norðurlandi vestra ekkert gefa upp um hugsanleg slys á fólki en eins og áður segir var ökumaðurinn fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri. Varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar segir í samtali við Vísi að mikið hafi þegar lekið úr bílnum þegar slökkvilið kom á staðinn en um er að ræða olíubifreið og tengivagn. Slökkviliðsmenn reyna nú að stöðva lekann en bíllinn var að flytja um 30 þúsund lítra af olíu. Þá hafa bílar verið sendir á vettvang til að dæla olíunni úr bílnum. Einnig var sendur eiturefnagámur á slysstað til að hreinsa olíuna upp á svæðinu. Varðstjóra skilst jafnframt á viðbragðsaðilum að bíllinn hafi oltið í slysinu, annað hvort á hliðina eða á hvolf.Fréttin hefur verið uppfærð. Akrahreppur Samgönguslys Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Búið er að loka Öxnadalsheiði vegna umferðarslyss skammt vestan Grjótár, á meðan á björgunaraðgerðum stendur. Ökumönnum er ráðlagt að aka um Ólafsfjörð og Siglufjörð, hvort sem þeir eru á norður- eða suðurleið. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði Akureyrar var ökumaðurinn fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri um hádegisbil. Fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra að um sé að ræða olíubifreið með olíufarm og miðast björgunaraðgerðir, þegar búið er að tryggja öryggi ökumannsins og koma honum til aðstoðar, við að reyna að takmarka olíumengun eins og mögulegt er. Lögreglan á Norðulandi vestra fer með rannsókn málsins og nýtur aðstoðar lögreglunnar á Norðausturlandi. Eins koma að málinu slökkviliðin á Sauðárkróki og Akureyri. Í samtali við fréttastofu vildi lögreglufulltrúi á Norðurlandi vestra ekkert gefa upp um hugsanleg slys á fólki en eins og áður segir var ökumaðurinn fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús á Akureyri. Varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar segir í samtali við Vísi að mikið hafi þegar lekið úr bílnum þegar slökkvilið kom á staðinn en um er að ræða olíubifreið og tengivagn. Slökkviliðsmenn reyna nú að stöðva lekann en bíllinn var að flytja um 30 þúsund lítra af olíu. Þá hafa bílar verið sendir á vettvang til að dæla olíunni úr bílnum. Einnig var sendur eiturefnagámur á slysstað til að hreinsa olíuna upp á svæðinu. Varðstjóra skilst jafnframt á viðbragðsaðilum að bíllinn hafi oltið í slysinu, annað hvort á hliðina eða á hvolf.Fréttin hefur verið uppfærð.
Akrahreppur Samgönguslys Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira