Fjölskylda sem missti barn fyrir borð hyggst lögsækja rekstraraðila skipsins Eiður Þór Árnason skrifar 24. júlí 2019 21:05 Skemmtiferðaskipið sem um ræðir er það stærsta í heimi. Vísir/AP Bandarísk fjölskylda sem missti dóttur sína þegar hún féll fyrir borð á skemmtiferðaskipi í byrjun júlí, hyggst lögsækja rekstraraðila þess vegna slyssins. Þetta kom fram í viðtali fjölskyldunnar við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC. Chloe Wiegand, sem var átján mánaða gömul þegar slysið átti sér stað, féll út um opinn glugga á skemmtiferðaskipinu Freedom of the Seas og lét lífið í kjölfarið. Skipið sem er gert út af fyrirtækinu Royal Caribbean Cruises, var við höfn í Púertó Ríkó þegar slysið átti sér stað. Fjölskyldan sem er frá Indiana í Bandaríkjunum, segist ætla að lögsækja fyrirtækið á þeim grundvelli að öryggi um borð hafi verið ófullnægjandi. Michael Winkleman, lögmaður fjölskyldunnar, hefur véfengt lögregluskýrsluna sem lögreglan í Puerto Rico vann í kjölfar slyssins en þar kemur fram að afi stelpunnar hafi misst hana út um gluggann á skipinu á meðan það var við höfn. Lögmaðurinn heldur þess í stað fram að Chloe hafi verið á leiksvæði ætlað börnum þegar hún hafi beðið afa sinn um að lyfta sér upp á handrið svo hún gæti bankað á einn gluggann. Stóð hún þar að hans sögn þegar hún datt skyndilega út um gluggann sem reyndist vera opinn. Móðir barnsins sagði í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina að rekstraraðili skemmtiferðaskipsins hefði getað gert „milljón hluti“ til þess að koma í veg fyrir dauða dóttur sinnar og að óskiljanlegt væri hvers vegna glugginn hafi verið opinn án þess að hafa skerm til að koma í veg fyrir slíkt óhapp. Að þeirra sögn tjáði fyrirtækið Royal Caribbean Cruises þeim að glugginn hafi verið opinn í þeim tilgangi að loftræsta rýmið. Bandaríkin Púertó Ríkó Tengdar fréttir Skyggnst inn í Drottninguna við Skarfabakka Farþegaskipið Queen Mary 2 lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. 19. júlí 2019 22:12 Fimm slasaðir eftir að skemmtiferðaskip lenti á fljótabát Vélarbilun olli því að ekki var hægt að draga úr hraða skipsins er það sigldi í gegn um skipaskurð í Feneyjum. 2. júní 2019 12:31 Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Bandarísk fjölskylda sem missti dóttur sína þegar hún féll fyrir borð á skemmtiferðaskipi í byrjun júlí, hyggst lögsækja rekstraraðila þess vegna slyssins. Þetta kom fram í viðtali fjölskyldunnar við bandarísku sjónvarpsstöðina NBC. Chloe Wiegand, sem var átján mánaða gömul þegar slysið átti sér stað, féll út um opinn glugga á skemmtiferðaskipinu Freedom of the Seas og lét lífið í kjölfarið. Skipið sem er gert út af fyrirtækinu Royal Caribbean Cruises, var við höfn í Púertó Ríkó þegar slysið átti sér stað. Fjölskyldan sem er frá Indiana í Bandaríkjunum, segist ætla að lögsækja fyrirtækið á þeim grundvelli að öryggi um borð hafi verið ófullnægjandi. Michael Winkleman, lögmaður fjölskyldunnar, hefur véfengt lögregluskýrsluna sem lögreglan í Puerto Rico vann í kjölfar slyssins en þar kemur fram að afi stelpunnar hafi misst hana út um gluggann á skipinu á meðan það var við höfn. Lögmaðurinn heldur þess í stað fram að Chloe hafi verið á leiksvæði ætlað börnum þegar hún hafi beðið afa sinn um að lyfta sér upp á handrið svo hún gæti bankað á einn gluggann. Stóð hún þar að hans sögn þegar hún datt skyndilega út um gluggann sem reyndist vera opinn. Móðir barnsins sagði í viðtali við NBC sjónvarpsstöðina að rekstraraðili skemmtiferðaskipsins hefði getað gert „milljón hluti“ til þess að koma í veg fyrir dauða dóttur sinnar og að óskiljanlegt væri hvers vegna glugginn hafi verið opinn án þess að hafa skerm til að koma í veg fyrir slíkt óhapp. Að þeirra sögn tjáði fyrirtækið Royal Caribbean Cruises þeim að glugginn hafi verið opinn í þeim tilgangi að loftræsta rýmið.
Bandaríkin Púertó Ríkó Tengdar fréttir Skyggnst inn í Drottninguna við Skarfabakka Farþegaskipið Queen Mary 2 lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. 19. júlí 2019 22:12 Fimm slasaðir eftir að skemmtiferðaskip lenti á fljótabát Vélarbilun olli því að ekki var hægt að draga úr hraða skipsins er það sigldi í gegn um skipaskurð í Feneyjum. 2. júní 2019 12:31 Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Sjá meira
Skyggnst inn í Drottninguna við Skarfabakka Farþegaskipið Queen Mary 2 lagðist að bryggju við Skarfabakka í Reykjavík í morgun. 19. júlí 2019 22:12
Fimm slasaðir eftir að skemmtiferðaskip lenti á fljótabát Vélarbilun olli því að ekki var hægt að draga úr hraða skipsins er það sigldi í gegn um skipaskurð í Feneyjum. 2. júní 2019 12:31
Telja skemmtiferðaskipin á réttri leið í mengunarmálum Hafnarstjórar Faxaflóahafna og Akureyrarhafnar eru sammála því að langt sé í að stærstu skemmtiferðaskipin geti tengst rafmagni í höfnum landsins sem myndi draga úr loftmengun. Fyrst þurfi að byggja upp innviði sem dugi minni skipunum. Komum skemmtiferðaskipa hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. 20. júlí 2019 07:15