Trump tísti um óánægju með vitnisburð Muellers Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. júlí 2019 06:00 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór með rangt mál þegar hann sagði að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á Rússamálinu hafi leitt í ljós að forsetinn væri alsaklaus af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. Þetta sagði Mueller sjálfur þegar hann kom fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar þingsins í gær. Ekki var ákveðið að ákæra Trump fyrir nokkurn glæp vegna rannsóknarinnar. Er það vegna reglna dómsmálaráðuneytisins um að ekki skuli ákæra forseta Bandaríkjanna. Er Jerry Nadler, Demókrati og formaður nefndarinnar, spurði Mueller hvort hægt væri að ákæra Trump eftir að hann lætur af embætti sagði Mueller svo vera. Trump svaraði fyrir sig á Twitter. „Þannig að Demókratar mega, ólöglega, skálda upp glæp og gera mjög saklausum forseta upp sakir og þegar hann svarar fyrir sig gegn þessari ólöglegu árás á ríkið er hann sakaður um að hindra framgang réttvísinnar? Rangt!“ tísti Trump. Hann hélt áfram og gagnrýndi að Mueller hafi ekki sérstaklega rannsakað Hillary Clinton, keppinaut Trumps árið 2016, James Comey, fyrrverandi alríkislögreglustjóra, Mueller sjálfan og fleiri aðila. „Hvers vegna rannsakaði Robert Mueller ekki hvernig og hvers vegna hin spillta Hillary Clinton eyddi 33.000 tölvupóstum EFTIR að bandaríska þingið STEFNDI henni? Hún hlýtur að vera með FRÁBÆRA lögmenn!“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37 Yfirheyrðu höfund umdeildrar skýrslu um Trump í sextán tíma Christopher Steele, breskur fyrrverandi njósnari, er sagður hafa veitt innri endurskoðendum bandaríska dómsmálaráðuneytisins nýjar og mikilvægar upplýsingar um upphaf Rússarannsóknarinnar svonefndu. 9. júlí 2019 20:28 Robert Mueller við þingnefnd: „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök“ Hægt er að fylgjast með framburði fyrrverandi sérstaka rannsakandans í beinni útsendingu á Vísi. 24. júlí 2019 11:56 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór með rangt mál þegar hann sagði að rannsókn Roberts Mueller, sérstaks saksóknara, á Rússamálinu hafi leitt í ljós að forsetinn væri alsaklaus af ásökunum um að hann hafi hindrað framgang réttvísinnar. Þetta sagði Mueller sjálfur þegar hann kom fyrir dómsmálanefnd fulltrúadeildar þingsins í gær. Ekki var ákveðið að ákæra Trump fyrir nokkurn glæp vegna rannsóknarinnar. Er það vegna reglna dómsmálaráðuneytisins um að ekki skuli ákæra forseta Bandaríkjanna. Er Jerry Nadler, Demókrati og formaður nefndarinnar, spurði Mueller hvort hægt væri að ákæra Trump eftir að hann lætur af embætti sagði Mueller svo vera. Trump svaraði fyrir sig á Twitter. „Þannig að Demókratar mega, ólöglega, skálda upp glæp og gera mjög saklausum forseta upp sakir og þegar hann svarar fyrir sig gegn þessari ólöglegu árás á ríkið er hann sakaður um að hindra framgang réttvísinnar? Rangt!“ tísti Trump. Hann hélt áfram og gagnrýndi að Mueller hafi ekki sérstaklega rannsakað Hillary Clinton, keppinaut Trumps árið 2016, James Comey, fyrrverandi alríkislögreglustjóra, Mueller sjálfan og fleiri aðila. „Hvers vegna rannsakaði Robert Mueller ekki hvernig og hvers vegna hin spillta Hillary Clinton eyddi 33.000 tölvupóstum EFTIR að bandaríska þingið STEFNDI henni? Hún hlýtur að vera með FRÁBÆRA lögmenn!“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Tengdar fréttir Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37 Yfirheyrðu höfund umdeildrar skýrslu um Trump í sextán tíma Christopher Steele, breskur fyrrverandi njósnari, er sagður hafa veitt innri endurskoðendum bandaríska dómsmálaráðuneytisins nýjar og mikilvægar upplýsingar um upphaf Rússarannsóknarinnar svonefndu. 9. júlí 2019 20:28 Robert Mueller við þingnefnd: „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök“ Hægt er að fylgjast með framburði fyrrverandi sérstaka rannsakandans í beinni útsendingu á Vísi. 24. júlí 2019 11:56 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Fleiri fréttir Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Sjá meira
Mueller samþykkir að bera vitni fyrir þingnefnd Formenn tveggja nefnda fulltrúadeildar Bandaríkjaþings stefndu fyrrverandi sérstaka rannsakandandum til að bera vitni um rannsókn hans og niðurstöður um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulega glæpi Trump forseta. 26. júní 2019 07:37
Yfirheyrðu höfund umdeildrar skýrslu um Trump í sextán tíma Christopher Steele, breskur fyrrverandi njósnari, er sagður hafa veitt innri endurskoðendum bandaríska dómsmálaráðuneytisins nýjar og mikilvægar upplýsingar um upphaf Rússarannsóknarinnar svonefndu. 9. júlí 2019 20:28
Robert Mueller við þingnefnd: „Forsetinn var ekki hreinsaður af sök“ Hægt er að fylgjast með framburði fyrrverandi sérstaka rannsakandans í beinni útsendingu á Vísi. 24. júlí 2019 11:56