Þarf að passa vel upp á fæturna Ásta Eir Árnadóttir skrifar 25. júlí 2019 08:00 Innblástur í tísku kemur frá félögum hans í vinnunni og sportinu. Það er nóg að gera hjá Ara nánast alla daga. „Vikur og mánuðir eru gríðarlega ólík og fjölbreytt. Svona eins og avókadóið sem þú kaupir úti í búð, þá er dagatalið mitt stundum hart með stórum steini eða mjúkt og leiðinlegt. Ari starfar sem atvinnutrompetleikari og tónlistarmaður, og ofan á það er hann afreksíþróttamaður. „Það eru algjör forréttindi að geta unnið við það sem maður elskar og planið er að halda þeirri stefnu ótrauður áfram,“ segir Ari. „Góður vinur minn náði að skilgreina líf mitt betur en ég hef náð að gera. Hann sagði að hjá mér væri tónlistin „ying“ – hið andlega, og spretthlaupið „yang“ – hið líkamlega. Þetta jafnvægi, sjáðu til.“Leðurjakkinn í uppáhaldi Þegar kemur að tísku, þá spáði hann töluvert meira í henni þegar hann var yngri. „Með árunum hefur maður náð að þróa sinn persónulega stíl.“ Fatastíllinn er orðinn fjölbreyttur hjá honum í dag. „Það er oft erfitt að vera mikið að koma fram, spila við alls konar tilefni og vera stundum í sömu fötunum en þess vegna hef ég fengið mér föt sem ég elska og hlakka til að vera í.“ Hans uppáhaldsflík er leðurjakki sem unnusta hans gaf honum. „Þetta er líklega mest notaða flíkin mín, ég nota hann bæði við fínni tilefni og hversdags. Annars þrífst ég líka mjög vel í vönduðum útivistarfötum með borgaralegu ívafi,“ segir Ari.Þar sem Ari er mikill íþróttamaður þá klæðist hann oft íþróttafötum. Honum finnst best að kaupa þannig klæðnað í H verslun.Úrvalið á Íslandi gott Allir eiga sér uppáhaldsverslanir og Ari er þar engin undantekning. „Mér finnst best að fara í H-verslun til að finna allt tengt íþróttum og hlaupum. Svo finn ég alltaf góða skó þar líka. Fínir strigaskór virka við 99% tilefna og svo þarf ég að passa vel upp á fæturna á mér og get eiginlega ekki gengið um í spariskóm eins mikið og fagið kallar á,“ útskýrir Ari. Hann velur 66°Norður fyrir þægindi, útiveru og stíl. „Ég myndi segja að það tikki í næstum öll mín box.“ Þegar hann er að leita sér að fínni fötum þá fer hann í Húrra Reykjavík. „Ég dýrka strákana þar niður frá, alltaf með svör við vandamálum manns og halda manni mjög ferskum. Þeir hafa nokkurn veginn mótað hinn íslenska karlkyns fatastíl síðustu ár en halda í mikil gæði og frábæra þjónustu.“Þægindin í fyrirrúmi Það fer mikið eftir dögum hverju Ari klæðist dagsdaglega. „Oftast er ég mjög þægilegur, þá er ég að tala um til dæmis hettupeysu, þægilegar buxur, þykka sokka og jafnvel derhúfu. Ég hef verið gripinn með derhúfu í snjókomu. Fyrir mér eru árstíðir hugarfar.“ Hann er ekki að fylgjast með neinum sérstökum og hann á sér enga eina tískufyrirmynd, en áhrifin og innblásturinn koma frá fólkinu í kringum hann. „Ég er svo heppinn að eiga mikið af bæði tónlistarvinum og íþróttavinum sem eru með geggjaðan stíl og þeir búa til einhvern stóran áhrifavald á mig sem spilar inn í þegar ég er að velja mér föt.“ Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Það er nóg að gera hjá Ara nánast alla daga. „Vikur og mánuðir eru gríðarlega ólík og fjölbreytt. Svona eins og avókadóið sem þú kaupir úti í búð, þá er dagatalið mitt stundum hart með stórum steini eða mjúkt og leiðinlegt. Ari starfar sem atvinnutrompetleikari og tónlistarmaður, og ofan á það er hann afreksíþróttamaður. „Það eru algjör forréttindi að geta unnið við það sem maður elskar og planið er að halda þeirri stefnu ótrauður áfram,“ segir Ari. „Góður vinur minn náði að skilgreina líf mitt betur en ég hef náð að gera. Hann sagði að hjá mér væri tónlistin „ying“ – hið andlega, og spretthlaupið „yang“ – hið líkamlega. Þetta jafnvægi, sjáðu til.“Leðurjakkinn í uppáhaldi Þegar kemur að tísku, þá spáði hann töluvert meira í henni þegar hann var yngri. „Með árunum hefur maður náð að þróa sinn persónulega stíl.“ Fatastíllinn er orðinn fjölbreyttur hjá honum í dag. „Það er oft erfitt að vera mikið að koma fram, spila við alls konar tilefni og vera stundum í sömu fötunum en þess vegna hef ég fengið mér föt sem ég elska og hlakka til að vera í.“ Hans uppáhaldsflík er leðurjakki sem unnusta hans gaf honum. „Þetta er líklega mest notaða flíkin mín, ég nota hann bæði við fínni tilefni og hversdags. Annars þrífst ég líka mjög vel í vönduðum útivistarfötum með borgaralegu ívafi,“ segir Ari.Þar sem Ari er mikill íþróttamaður þá klæðist hann oft íþróttafötum. Honum finnst best að kaupa þannig klæðnað í H verslun.Úrvalið á Íslandi gott Allir eiga sér uppáhaldsverslanir og Ari er þar engin undantekning. „Mér finnst best að fara í H-verslun til að finna allt tengt íþróttum og hlaupum. Svo finn ég alltaf góða skó þar líka. Fínir strigaskór virka við 99% tilefna og svo þarf ég að passa vel upp á fæturna á mér og get eiginlega ekki gengið um í spariskóm eins mikið og fagið kallar á,“ útskýrir Ari. Hann velur 66°Norður fyrir þægindi, útiveru og stíl. „Ég myndi segja að það tikki í næstum öll mín box.“ Þegar hann er að leita sér að fínni fötum þá fer hann í Húrra Reykjavík. „Ég dýrka strákana þar niður frá, alltaf með svör við vandamálum manns og halda manni mjög ferskum. Þeir hafa nokkurn veginn mótað hinn íslenska karlkyns fatastíl síðustu ár en halda í mikil gæði og frábæra þjónustu.“Þægindin í fyrirrúmi Það fer mikið eftir dögum hverju Ari klæðist dagsdaglega. „Oftast er ég mjög þægilegur, þá er ég að tala um til dæmis hettupeysu, þægilegar buxur, þykka sokka og jafnvel derhúfu. Ég hef verið gripinn með derhúfu í snjókomu. Fyrir mér eru árstíðir hugarfar.“ Hann er ekki að fylgjast með neinum sérstökum og hann á sér enga eina tískufyrirmynd, en áhrifin og innblásturinn koma frá fólkinu í kringum hann. „Ég er svo heppinn að eiga mikið af bæði tónlistarvinum og íþróttavinum sem eru með geggjaðan stíl og þeir búa til einhvern stóran áhrifavald á mig sem spilar inn í þegar ég er að velja mér föt.“
Birtist í Fréttablaðinu Tíska og hönnun Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira