Breytingin frá hefðbundnum gangbrautarljósum er að nýtt ljósker er nú fyrir ofan „rauða og græna kallinn“. Þegar rauða ljósið logar er talið niður hvenær grænn kall kemur og þegar græni kallinn logar sýnir niðurtalningin sekúndur þar til sá rauði kemur á ný.
Bætt öryggi er meginástæðan fyrir uppsetningu ljósanna en niðurtalningarljósin hjálpa fólki að virða ljósin. Forgangur Strætó eftir Lækjargötu hefur í för með sér að lengd rauða gönguljóssins getur verið breytileg.

Myndin fyrir neðan sýnir þrjár ólíkar stillingar:
- Til vinstri er rautt og beðið eftir niðurtalningartíma.
- Fyrir miðju logar rauði kallinn og mun skipta eftir 7 sekúndur í grænt.
- Til hægri mjá sjá að græni kallinn mun loga í 12 sekúndur í senn.
