Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu ætlaðar til að vara Suður-Kóreu við frekara hernaðarbrölti Andri Eysteinsson skrifar 25. júlí 2019 23:41 Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kóreu AP/KCNA Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í gær voru ætlaðar til þess að vara nágrannaríkið Suður-Kóreu við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá norður-kóreskum stjórnvöldum sem send var út í nafni leiðtoga ríkisins Kim Jong-un. AP greinir frá. Í yfirlýsingunni sagði að um væri að ræða nýja gerð vopna sem hægt væri að tryggja að hitti skotmark sitt. Þá fór Kim hörðum orðum um Suður-Kóreu í yfirlýsingunni en henni var beint að „suður-kóreskum stríðsæsingamönnum“, Kim virtist þó forðast það að tala illa um Bandaríkin en Kim hefur fundað í þrígang með Bandaríkjaforseta á undanförnu ári. Í yfirlýsingunni lýstu norður-kóresk stjórnvöld yfir mikilli óánægju yfir áformum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu en ríkin ætla að halda sameiginlega heræfingar. Yfirvöld í norðri segja æfingarnar skýr skilaboð til Norður-Kóreu, æfingarnar séu ætlaðar til að undirbúa innrás og sanna fjandskap ríkjanna til stjórnvalda í Pjongjang. Tilraunirnar á miðvikudag voru fyrstu eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í meira en tvo mánuði. Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Suður-Kórea segir Norður-Kóreu hafa skotið flaugum út á haf Suður-kóresk yfirvöld hafa greint frá því að nágrannar þeirra í norðri hafi skotið tveimur flaugum út á haf frá austurströnd Norður-Kóreu. 24. júlí 2019 22:29 Þvertekur fyrir njósnir í Norður-Kóreu Alek Sigley, ástralski háskólaneminn sem var í haldi í Norður-Kóreu, neitar því að hann sé sekur um njósnir í landinu. 9. júlí 2019 15:04 Norður-Kóreumenn hóta frekari kjarnorku- og eldflaugatilraunum Sameiginleg heræfing Bandaríkjanna og Suður-Kóreu fer fyrir brjóstið á einræðisstjórn Kim Jong-un. 16. júlí 2019 11:32 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í gær voru ætlaðar til þess að vara nágrannaríkið Suður-Kóreu við afleiðingum þess ef ríkið lætur ekki af áætluðum heræfingum og vopnaþróun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá norður-kóreskum stjórnvöldum sem send var út í nafni leiðtoga ríkisins Kim Jong-un. AP greinir frá. Í yfirlýsingunni sagði að um væri að ræða nýja gerð vopna sem hægt væri að tryggja að hitti skotmark sitt. Þá fór Kim hörðum orðum um Suður-Kóreu í yfirlýsingunni en henni var beint að „suður-kóreskum stríðsæsingamönnum“, Kim virtist þó forðast það að tala illa um Bandaríkin en Kim hefur fundað í þrígang með Bandaríkjaforseta á undanförnu ári. Í yfirlýsingunni lýstu norður-kóresk stjórnvöld yfir mikilli óánægju yfir áformum Bandaríkjanna og Suður-Kóreu en ríkin ætla að halda sameiginlega heræfingar. Yfirvöld í norðri segja æfingarnar skýr skilaboð til Norður-Kóreu, æfingarnar séu ætlaðar til að undirbúa innrás og sanna fjandskap ríkjanna til stjórnvalda í Pjongjang. Tilraunirnar á miðvikudag voru fyrstu eldflaugatilraunir Norður-Kóreu í meira en tvo mánuði.
Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Suður-Kórea segir Norður-Kóreu hafa skotið flaugum út á haf Suður-kóresk yfirvöld hafa greint frá því að nágrannar þeirra í norðri hafi skotið tveimur flaugum út á haf frá austurströnd Norður-Kóreu. 24. júlí 2019 22:29 Þvertekur fyrir njósnir í Norður-Kóreu Alek Sigley, ástralski háskólaneminn sem var í haldi í Norður-Kóreu, neitar því að hann sé sekur um njósnir í landinu. 9. júlí 2019 15:04 Norður-Kóreumenn hóta frekari kjarnorku- og eldflaugatilraunum Sameiginleg heræfing Bandaríkjanna og Suður-Kóreu fer fyrir brjóstið á einræðisstjórn Kim Jong-un. 16. júlí 2019 11:32 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Suður-Kórea segir Norður-Kóreu hafa skotið flaugum út á haf Suður-kóresk yfirvöld hafa greint frá því að nágrannar þeirra í norðri hafi skotið tveimur flaugum út á haf frá austurströnd Norður-Kóreu. 24. júlí 2019 22:29
Þvertekur fyrir njósnir í Norður-Kóreu Alek Sigley, ástralski háskólaneminn sem var í haldi í Norður-Kóreu, neitar því að hann sé sekur um njósnir í landinu. 9. júlí 2019 15:04
Norður-Kóreumenn hóta frekari kjarnorku- og eldflaugatilraunum Sameiginleg heræfing Bandaríkjanna og Suður-Kóreu fer fyrir brjóstið á einræðisstjórn Kim Jong-un. 16. júlí 2019 11:32