Fyrrum eiginkona NBA-leikmanns á leið í 30 ára fangelsi fyrir morðið á honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2019 10:30 Sherra Wright, fyrrum eiginkona Lorenzen Wright, í réttarsalnum í gær. AP/Jim Weber Aðeins ári eftir að þrettán ára NBA-ferli Lorenzen Wright lauk átti fyrrum eiginkona hans stóran þátt í að enda líf hans. Konan heitir Sherra Wright og viðurkenndi sekt sína í réttarsal í Memphis í gær. Lorenzen Wright spilaði 778 leiki í NBA-deildinni með fimm félögum frá 1996 til 2009. Hann endaði ferilinn með Cleveland Cavaliers tímabilið 2008-09. Rúmu ári síðan yfirgaf Lorenzen heimili sitt en sást ekki á lífi aftur. Hann átti að hafa yfirgefið húsið með fullt af peningum og eiturlyfjum samkvæmt fyrrum eiginkonu hans. Lík hans fannst tíu dögum síðar en hann hafði verið skotinn til bana og skilinn eftir í mýrlendi í úthverfi Memphis.Former NBA player Lorenzen Wright's ex-wife pleads guilty in his murder case https://t.co/QAzcYMIxlKpic.twitter.com/v0WFPP1ILQ — Sporting News NBA (@sn_nba) July 25, 2019Sherra Wright, fyrrum eiginkona Lorenzen Wright, lýsti sig óvænt seka í gær en hún játaði þá að hafa tekið þátt í morðinu á eiginmanni sínum fyrir níu árum síðan. Hún var í kjölfarið dæmd í 30 ára fangelsi og getur fyrst sloppið út eftir níu ár. Ef hún hefði farið í gegnum réttarhaldið og verið dæmd sek þá átti hún á hættu að vera dæmd í lífstíðarfangelsi. Billy Ray Turner var ákærður fyrir morðið á Lorenzen Wright. Hann og Sherra Wright voru fyrst ákærð fyrir morðið í desmber 2017. Réttarhald hans hefst 16. september en ekki er vitað hvort hún muni bera þar vitni.Sherra Wright, the ex-wife of former NBA player Lorenzen Wright, pleaded guilty to charges of facilitation to commit first-degree murder and facilitation to commit attempted first-degree murder. Lorenzen Wright was found dead in a wooded area in July 2010. https://t.co/A81AlE6Gtp — CNN (@CNN) July 25, 2019 Þau skipulögðu morðið saman og hentu byssunni í Mississippi vatn. Byssan fannst nokkrum vikum áður en þau voru ákærð. Móðir Lorenzen Wright hefur ekki fengið að hitta barnabörnin sín og fékk að koma inn í réttarsalinn eftir að Sherra Wright játaði. „Ég hata það sem kom fyrir barnið mitt en hann skildi eftir falleg börn fyrir ömmu þeirra,“ sagði Deborah Marion, móðir Lorenzen Wright. Deborah Marion vill að Sherra Wright verði í fangelsi öll 30 árin.Lorenzen Wright á síðasta tímabili sínu í NBA 2008-09. Hér er hann í liðsmyndatöku Cleveland Cavaliers.AP/Mark Duncan Bandaríkin NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Aðeins ári eftir að þrettán ára NBA-ferli Lorenzen Wright lauk átti fyrrum eiginkona hans stóran þátt í að enda líf hans. Konan heitir Sherra Wright og viðurkenndi sekt sína í réttarsal í Memphis í gær. Lorenzen Wright spilaði 778 leiki í NBA-deildinni með fimm félögum frá 1996 til 2009. Hann endaði ferilinn með Cleveland Cavaliers tímabilið 2008-09. Rúmu ári síðan yfirgaf Lorenzen heimili sitt en sást ekki á lífi aftur. Hann átti að hafa yfirgefið húsið með fullt af peningum og eiturlyfjum samkvæmt fyrrum eiginkonu hans. Lík hans fannst tíu dögum síðar en hann hafði verið skotinn til bana og skilinn eftir í mýrlendi í úthverfi Memphis.Former NBA player Lorenzen Wright's ex-wife pleads guilty in his murder case https://t.co/QAzcYMIxlKpic.twitter.com/v0WFPP1ILQ — Sporting News NBA (@sn_nba) July 25, 2019Sherra Wright, fyrrum eiginkona Lorenzen Wright, lýsti sig óvænt seka í gær en hún játaði þá að hafa tekið þátt í morðinu á eiginmanni sínum fyrir níu árum síðan. Hún var í kjölfarið dæmd í 30 ára fangelsi og getur fyrst sloppið út eftir níu ár. Ef hún hefði farið í gegnum réttarhaldið og verið dæmd sek þá átti hún á hættu að vera dæmd í lífstíðarfangelsi. Billy Ray Turner var ákærður fyrir morðið á Lorenzen Wright. Hann og Sherra Wright voru fyrst ákærð fyrir morðið í desmber 2017. Réttarhald hans hefst 16. september en ekki er vitað hvort hún muni bera þar vitni.Sherra Wright, the ex-wife of former NBA player Lorenzen Wright, pleaded guilty to charges of facilitation to commit first-degree murder and facilitation to commit attempted first-degree murder. Lorenzen Wright was found dead in a wooded area in July 2010. https://t.co/A81AlE6Gtp — CNN (@CNN) July 25, 2019 Þau skipulögðu morðið saman og hentu byssunni í Mississippi vatn. Byssan fannst nokkrum vikum áður en þau voru ákærð. Móðir Lorenzen Wright hefur ekki fengið að hitta barnabörnin sín og fékk að koma inn í réttarsalinn eftir að Sherra Wright játaði. „Ég hata það sem kom fyrir barnið mitt en hann skildi eftir falleg börn fyrir ömmu þeirra,“ sagði Deborah Marion, móðir Lorenzen Wright. Deborah Marion vill að Sherra Wright verði í fangelsi öll 30 árin.Lorenzen Wright á síðasta tímabili sínu í NBA 2008-09. Hér er hann í liðsmyndatöku Cleveland Cavaliers.AP/Mark Duncan
Bandaríkin NBA Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira