Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júlí 2019 16:32 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Embættið hefur ákært Sjólaskipasystkinin fjögur í tengslum við rannsókn á meintum skattalagabrotum. Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. Þetta kemur fram í ákæru á hendur Haraldi sem fréttastofa hefur undir höndum.Sjá einnig: Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Greint var frá því í síðustu viku að embætti héraðssaksóknara hefði gefið út ákærur á hendur Sjólaskipasystkininum, Guðmundi Steinari Jónssyno, Ragnheiði Jónu Jónsdóttur og Berglindi Björk Jónsdóttur, auk áðurnefnds Haralds, í tengslum við meint skattalagabrot. Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Ákæra Haraldar er sú eina sem hefur verið birt í málinu. Ákæran lýtur aðallega að greiðslum frá félaginu Kenora Shipping Company, sem Haraldur er sagður endanlegur eigandi að í ákæru. Eru vanframtaldar tekjur sagðar nema alls rúmum 245 milljónum króna og þannig um að ræða samtals 70 milljóna króna vangreiðslu. Embætti héraðssaksóknara fer fram á að Haraldur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Töluvert hefur verið fjallað um mál systkinanna í fjölmiðlum undanfarin ár. Þannig greindi Fréttatíminn frá því í nóvember árið 2016 að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Í frétt Fréttatímans og Reykjavík Media frá því í október 2016 kemur jafnframt fram að Sjólaskip hafi átt útgerð á Kanaríeyjum sem fyrirtækið seldi Samherja árið 2007 fyrir nokkra milljarða króna. Nöfn systkinanna fjögurra sem eru ákærð nú var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca. Ákærurnar verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. ágúst næstkomandi, samkvæmt dagskrá á vef dómstólanna. Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. Þetta kemur fram í ákæru á hendur Haraldi sem fréttastofa hefur undir höndum.Sjá einnig: Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Greint var frá því í síðustu viku að embætti héraðssaksóknara hefði gefið út ákærur á hendur Sjólaskipasystkininum, Guðmundi Steinari Jónssyno, Ragnheiði Jónu Jónsdóttur og Berglindi Björk Jónsdóttur, auk áðurnefnds Haralds, í tengslum við meint skattalagabrot. Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Ákæra Haraldar er sú eina sem hefur verið birt í málinu. Ákæran lýtur aðallega að greiðslum frá félaginu Kenora Shipping Company, sem Haraldur er sagður endanlegur eigandi að í ákæru. Eru vanframtaldar tekjur sagðar nema alls rúmum 245 milljónum króna og þannig um að ræða samtals 70 milljóna króna vangreiðslu. Embætti héraðssaksóknara fer fram á að Haraldur verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Töluvert hefur verið fjallað um mál systkinanna í fjölmiðlum undanfarin ár. Þannig greindi Fréttatíminn frá því í nóvember árið 2016 að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Í frétt Fréttatímans og Reykjavík Media frá því í október 2016 kemur jafnframt fram að Sjólaskip hafi átt útgerð á Kanaríeyjum sem fyrirtækið seldi Samherja árið 2007 fyrir nokkra milljarða króna. Nöfn systkinanna fjögurra sem eru ákærð nú var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca. Ákærurnar verða þingfestar í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 28. ágúst næstkomandi, samkvæmt dagskrá á vef dómstólanna.
Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41