Kemst Max Holloway aftur á skrið? Pétur Marinó Jónsson skrifar 27. júlí 2019 07:00 Max Holloway og Frankie Edgar. Vísir/Getty UFC 240 fer fram í nótt í Kanada þar sem barist verður um fjaðurvigtartitilinn. Þeir Max Holloway og Frankie Edgar mætast í aðalbardaga kvöldsins en þetta verður fyrsti bardagi Holloway eftir erfitt tap í apríl. Max Holloway tapaði fyrir Dustin Poirier í apríl eftir dómaraákvörðun. Holloway fór upp í léttvigt og freistaði þess að verða bráðabirgðarmeistari UFC með sigri á Poirier. Holloway beið lægri hlut í frumraun sinni í léttvigt og mátti hola mörg þung högg frá stærri andstæðingi. Þar með lauk magnaðri 13 bardaga sigurgöngu Holloway sem hófst í janúar 2014. Nú er hann kominn aftur í fjaðurvigtina þar sem hann er enn meistari og mætir Frankie Edgar. Edgar er vanur því berjast í stórum bardögum en bardaginn í nótt verður níundi titilbardagi hans á ferlinum. Edgar varð léttvigtarmeistari árið 2010 en hefur ekki unnið titilbardaga síðan 2011. Nú er hann orðinn 37 ára gamall og spurning hvort þetta sé hans síðasta tækifæri. Frankie Edgar á erfitt verkefni fyrir höndum en það eru á kreiki spurningamerki um Max Holloway. Niðurskurðurinn er alltaf erfiður fyrir Holloway þó hann hafi ekki látið það trufla sig í búrinu hingað til. Holloway var með bullandi sjálfstraust á 13 bardaga sigurgöngu sinni og leit út fyrir að hreinlega geta ekki tapað en nú er spurning hvort hann sé með sama sjálfstraust. Auk þess er stóra spurningin hvort Holloway hafi jafnað sig almennilega eftir fimm lotu stríð í apríl? Veðbankar telja Holloway sigurstranglegri en eins og sagan hefur sýnt okkur er aldrei hægt að afskrifa Frankie Edgar sem gefst aldrei upp. UFC 240 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2:00. MMA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira
UFC 240 fer fram í nótt í Kanada þar sem barist verður um fjaðurvigtartitilinn. Þeir Max Holloway og Frankie Edgar mætast í aðalbardaga kvöldsins en þetta verður fyrsti bardagi Holloway eftir erfitt tap í apríl. Max Holloway tapaði fyrir Dustin Poirier í apríl eftir dómaraákvörðun. Holloway fór upp í léttvigt og freistaði þess að verða bráðabirgðarmeistari UFC með sigri á Poirier. Holloway beið lægri hlut í frumraun sinni í léttvigt og mátti hola mörg þung högg frá stærri andstæðingi. Þar með lauk magnaðri 13 bardaga sigurgöngu Holloway sem hófst í janúar 2014. Nú er hann kominn aftur í fjaðurvigtina þar sem hann er enn meistari og mætir Frankie Edgar. Edgar er vanur því berjast í stórum bardögum en bardaginn í nótt verður níundi titilbardagi hans á ferlinum. Edgar varð léttvigtarmeistari árið 2010 en hefur ekki unnið titilbardaga síðan 2011. Nú er hann orðinn 37 ára gamall og spurning hvort þetta sé hans síðasta tækifæri. Frankie Edgar á erfitt verkefni fyrir höndum en það eru á kreiki spurningamerki um Max Holloway. Niðurskurðurinn er alltaf erfiður fyrir Holloway þó hann hafi ekki látið það trufla sig í búrinu hingað til. Holloway var með bullandi sjálfstraust á 13 bardaga sigurgöngu sinni og leit út fyrir að hreinlega geta ekki tapað en nú er spurning hvort hann sé með sama sjálfstraust. Auk þess er stóra spurningin hvort Holloway hafi jafnað sig almennilega eftir fimm lotu stríð í apríl? Veðbankar telja Holloway sigurstranglegri en eins og sagan hefur sýnt okkur er aldrei hægt að afskrifa Frankie Edgar sem gefst aldrei upp. UFC 240 verður sýnt á Stöð 2 Sport í nótt en bein útsending hefst kl. 2:00.
MMA Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Sjá meira