Lögregla beitti táragasi þegar líkamsárásum og afskiptaleysi lögreglu var mótmælt Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2019 11:50 Mótmælendur hafa meðal annars krafist óháðrar rannsóknar á aðgerðum lögreglumanna við upphaf mótmælahrinunnar. Vísir/AP Lögreglan í Hong Kong beitti táragasi á mótmælendur í Yuen Long hverfinu þar sem óleyfileg mótmæli fóru fram í dag. Mótmælendur komu saman til að fordæma árásir grímuklæddra árásarmanna á mótmælendur á lestarstöð í síðustu viku og afskiptaleysi lögreglu. Mótmælendur hafa sakað lögreglu um að bregðast seint og illa við árásunum en hún kom ekki á svæðið fyrr en eftir að árásarmennirnir höfðu forðað sér. Sumir mótmælendur saka jafnvel lögregluna um að leggja á ráðin með árásarmönnunum. Hún hefur neitað öllum slíkum ásökunum. Árásirnar í síðustu viku áttu sér stað á lestarstöð í umræddu Yuen Long hverfi og sóttu mótmælendur í kjölfar þeirra um leyfi fyrir fjöldafundi í hverfinu. Það leyfi fékkst þó ekki og eru mótmælin þar því haldin í trássi við tilmæli lögreglu. Fátítt er að ekki fáist leyfi fyrir slíkum samkomum í Hong Kong en lögregla sagðist telja hættu á því að ofbeldisátök myndu brjótast þar út. Þrátt fyrir bann lögreglu komu nokkur þúsund mótmælendur saman á svæðinu og kölluðu slagorð beint gegn lögreglunni. Fjöldamótmæli hafa farið fram í Hong Kong frá því um miðjan júní. Upphaflega var blásið til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal til Kína. Eftir að stjórnvöld í Hong Kong létu undan þrýstingi og drógu frumvarpið til baka hafa mótmælendur krafist lýðræðisumbóta, rannsóknar á lögregluofbeldi og afsagnar Carrie Lam, æðsta leiðtoga Hong Kong. Hong Kong Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Myndbönd af grímuklæddum árásarmönnum vekja óhug í Hong Kong Að minnsta kosti 45 eru særðir, þar af einn lífshættulega, eftir að hvítklæddir menn með grímur fyrir vitum sér réðust á mótmælendur á lestarstöð í Hong Kong seint á sunnudagskvöld. 22. júlí 2019 07:49 Mótmælendur í Hong Kong ætla að bjóða árásarmönnum byrginn Mótmælendur í Hong Kong hafa heitið því að bjóða ódæðismönnunum sem réðust á þá um helgina byrginn. Reiði gagnvart lögreglunni og yfirvöldum hefur farið vaxandi. 23. júlí 2019 18:29 Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur á mótmælum í dag. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu. 21. júlí 2019 16:22 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Lögreglan í Hong Kong beitti táragasi á mótmælendur í Yuen Long hverfinu þar sem óleyfileg mótmæli fóru fram í dag. Mótmælendur komu saman til að fordæma árásir grímuklæddra árásarmanna á mótmælendur á lestarstöð í síðustu viku og afskiptaleysi lögreglu. Mótmælendur hafa sakað lögreglu um að bregðast seint og illa við árásunum en hún kom ekki á svæðið fyrr en eftir að árásarmennirnir höfðu forðað sér. Sumir mótmælendur saka jafnvel lögregluna um að leggja á ráðin með árásarmönnunum. Hún hefur neitað öllum slíkum ásökunum. Árásirnar í síðustu viku áttu sér stað á lestarstöð í umræddu Yuen Long hverfi og sóttu mótmælendur í kjölfar þeirra um leyfi fyrir fjöldafundi í hverfinu. Það leyfi fékkst þó ekki og eru mótmælin þar því haldin í trássi við tilmæli lögreglu. Fátítt er að ekki fáist leyfi fyrir slíkum samkomum í Hong Kong en lögregla sagðist telja hættu á því að ofbeldisátök myndu brjótast þar út. Þrátt fyrir bann lögreglu komu nokkur þúsund mótmælendur saman á svæðinu og kölluðu slagorð beint gegn lögreglunni. Fjöldamótmæli hafa farið fram í Hong Kong frá því um miðjan júní. Upphaflega var blásið til mótmælanna vegna framsalsfrumvarps, sem hefði leyft framsal til Kína. Eftir að stjórnvöld í Hong Kong létu undan þrýstingi og drógu frumvarpið til baka hafa mótmælendur krafist lýðræðisumbóta, rannsóknar á lögregluofbeldi og afsagnar Carrie Lam, æðsta leiðtoga Hong Kong.
Hong Kong Tengdar fréttir Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36 Myndbönd af grímuklæddum árásarmönnum vekja óhug í Hong Kong Að minnsta kosti 45 eru særðir, þar af einn lífshættulega, eftir að hvítklæddir menn með grímur fyrir vitum sér réðust á mótmælendur á lestarstöð í Hong Kong seint á sunnudagskvöld. 22. júlí 2019 07:49 Mótmælendur í Hong Kong ætla að bjóða árásarmönnum byrginn Mótmælendur í Hong Kong hafa heitið því að bjóða ódæðismönnunum sem réðust á þá um helgina byrginn. Reiði gagnvart lögreglunni og yfirvöldum hefur farið vaxandi. 23. júlí 2019 18:29 Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur á mótmælum í dag. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu. 21. júlí 2019 16:22 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Mikill viðbúnaður vegna áframhaldandi mótmæla í Hong Kong Meiri spenna er fyrir mótmælin nú um helgina en oft áður eftir að mikið magn sprengiefna fannst í vöruhúsi á föstudag. 21. júlí 2019 09:36
Myndbönd af grímuklæddum árásarmönnum vekja óhug í Hong Kong Að minnsta kosti 45 eru særðir, þar af einn lífshættulega, eftir að hvítklæddir menn með grímur fyrir vitum sér réðust á mótmælendur á lestarstöð í Hong Kong seint á sunnudagskvöld. 22. júlí 2019 07:49
Mótmælendur í Hong Kong ætla að bjóða árásarmönnum byrginn Mótmælendur í Hong Kong hafa heitið því að bjóða ódæðismönnunum sem réðust á þá um helgina byrginn. Reiði gagnvart lögreglunni og yfirvöldum hefur farið vaxandi. 23. júlí 2019 18:29
Lögreglan beitir mótmælendur táragasi í Hong Kong Óeirðalögregla í Hong Kong hefur notað táragas og skotið gúmmíkúlum á mótmælendur á mótmælum í dag. Mótmælendur krefjast aukins lýðræðis í sjálfsstjórnarhéraðinu. 21. júlí 2019 16:22