Meint skattsvik Sjólaskipasystranna nema 550 milljónum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2019 10:51 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Embættið hefur ákært Sjólaskipasystkinin fjögur í tengslum við rannsókn á meintum skattalagabrotum. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært tvær konur úr systkinahópi sem kenndur er við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip fyrir stórfelld skattalagabrot. Systurnar, þær Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og Berglind Björk Jónsdóttir, eru ákærðar fyrir að hafa vantalið tekjur sínar árin 2007 og 2008 að fjárhæð samtals um 550 milljóna króna. Þetta kemur fram í ákærum á hendur systrunum sem fréttastofa hefur undir höndum.Sjá einnig: Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Greint var frá því fyrr í þessum mánuði að embætti héraðssaksóknara hefði gefið út ákærur á hendur Sjólaskipasystkinunum. Systkinin eru fjögur en auk Ragnheiðar og Berglindar eru ákærðir bræður þeirra, Guðmundur Steinar Jónsson og Haraldur Reynir Jónsson. Ákæra á hendur Haraldi var birt í síðustu viku en hann er ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik tekjuárin 2005-2008. Enn á eftir að birta Guðmundi ákæru en systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Berglind er ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa vantalið tekjur sínar að upphæð rúmlega 404 milljóna króna. Vangreiddur tekjuskattur Berglindar er þannig rúmar 40 milljónir króna, að því er fram kemur í ákæru. Ragnheiður er sömuleiðis ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot en henni er gefið að sök að hafa vantalið tekjur sínar að upphæð samtals rúmlega 148 milljóna króna. Í ákæru er vangreiddur tekjuskattur sagður tæpar 15 milljónir króna. Ákærurnar varða báðar m.a. viðskipti með evrur og greiðslu frá fyrirtækinu Hafnarfelli hf. Héraðssaksóknari krefst þess að systurnar verði dæmdar til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Mál systkinanna hefur verið til rannsóknar í töluverðan tíma, bæði hjá embætti ríkissaksóknara og skattayfirvöldum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í fjölmiðlum síðustu ár en í nóvember árið 2016 greindi Fréttatíminn frá því að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Nöfn systkinanna var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca. Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32 Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært tvær konur úr systkinahópi sem kenndur er við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip fyrir stórfelld skattalagabrot. Systurnar, þær Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og Berglind Björk Jónsdóttir, eru ákærðar fyrir að hafa vantalið tekjur sínar árin 2007 og 2008 að fjárhæð samtals um 550 milljóna króna. Þetta kemur fram í ákærum á hendur systrunum sem fréttastofa hefur undir höndum.Sjá einnig: Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Greint var frá því fyrr í þessum mánuði að embætti héraðssaksóknara hefði gefið út ákærur á hendur Sjólaskipasystkinunum. Systkinin eru fjögur en auk Ragnheiðar og Berglindar eru ákærðir bræður þeirra, Guðmundur Steinar Jónsson og Haraldur Reynir Jónsson. Ákæra á hendur Haraldi var birt í síðustu viku en hann er ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik tekjuárin 2005-2008. Enn á eftir að birta Guðmundi ákæru en systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Berglind er ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa vantalið tekjur sínar að upphæð rúmlega 404 milljóna króna. Vangreiddur tekjuskattur Berglindar er þannig rúmar 40 milljónir króna, að því er fram kemur í ákæru. Ragnheiður er sömuleiðis ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot en henni er gefið að sök að hafa vantalið tekjur sínar að upphæð samtals rúmlega 148 milljóna króna. Í ákæru er vangreiddur tekjuskattur sagður tæpar 15 milljónir króna. Ákærurnar varða báðar m.a. viðskipti með evrur og greiðslu frá fyrirtækinu Hafnarfelli hf. Héraðssaksóknari krefst þess að systurnar verði dæmdar til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Mál systkinanna hefur verið til rannsóknar í töluverðan tíma, bæði hjá embætti ríkissaksóknara og skattayfirvöldum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í fjölmiðlum síðustu ár en í nóvember árið 2016 greindi Fréttatíminn frá því að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Nöfn systkinanna var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca.
Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32 Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32
Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41