Meghan vildi freknur á forsíðu Vogue Sylvía Hall skrifar 29. júlí 2019 11:06 Hertogaynjan lagði áherslu á áhrifamiklar konur. Vísir/Getty Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, er gestaritstjóri septembertölublaðs Vogue. Er hún þar með fyrsti gestaritstjóri septemberblaðsins í 103 ára sögu þess. Hertogaynjan var ófeimin við að láta til sín taka í ferlinu og tryggði að hennar sjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. Í stað þess að vera sjálf á forsíðunni valdi hún að láta sterkar og áhrifamiklar konur prýða forsíðuna undir yfirskriftinni „afl breytinga“. Á meðal þeirra sem prýða forsíðuna í september er ungi loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg, nýsjálenski forsætisráðherrann Jacinda Ardern, Salma Hayek, kvenréttindabaráttukonan Jameela Jamil og LBGTQ+ aðgerðasinninn Laverne Cox. Introducing the September 2019 issue of British Vogue, guest-edited by HRH The Duchess of Sussex: https://t.co/b3xZpXBiyQ#ForcesForChangepic.twitter.com/YcW4ydOWXN — British Vogue (@BritishVogue) July 28, 2019 Markle valdi ljósmyndarann Peter Lindbergh í verkefnið og segir hann samstarfið hafa gengið vel fyrir sig, en þau höfðu áður starfað saman þegar Markle sjálf var á forsíðunni árið 2016. Eina ósk hennar varðandi forsíðuna var einföld: Hún vildi sjá freknur. „Það var eins og að hlaupa í gegnum opnar dyr fyrir mig. Ég elska freknur,“ sagði Lindberg í samtali við Vogue. Meghan hefur unnið að verkefninu í sjö mánuði samhliða því að sinna nýfæddum syni þeirra hertogahjónanna, Archie, sem fæddist í maí síðastliðnum. Hún segist vilja nýta þetta tækifæri og beina sjónum fólks að þeim „gildum, málstöðum og einstaklingum sem hafa áhrif á heiminn í dag“ í mest lesna tölublaði stærsta tískutímarits heims. Bretland Kóngafólk Tíska og hönnun Harry og Meghan Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ríkulegra heimili með einföldum ráðum Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, er gestaritstjóri septembertölublaðs Vogue. Er hún þar með fyrsti gestaritstjóri septemberblaðsins í 103 ára sögu þess. Hertogaynjan var ófeimin við að láta til sín taka í ferlinu og tryggði að hennar sjónarmið yrðu höfð að leiðarljósi. Í stað þess að vera sjálf á forsíðunni valdi hún að láta sterkar og áhrifamiklar konur prýða forsíðuna undir yfirskriftinni „afl breytinga“. Á meðal þeirra sem prýða forsíðuna í september er ungi loftslagsaðgerðasinninn Greta Thunberg, nýsjálenski forsætisráðherrann Jacinda Ardern, Salma Hayek, kvenréttindabaráttukonan Jameela Jamil og LBGTQ+ aðgerðasinninn Laverne Cox. Introducing the September 2019 issue of British Vogue, guest-edited by HRH The Duchess of Sussex: https://t.co/b3xZpXBiyQ#ForcesForChangepic.twitter.com/YcW4ydOWXN — British Vogue (@BritishVogue) July 28, 2019 Markle valdi ljósmyndarann Peter Lindbergh í verkefnið og segir hann samstarfið hafa gengið vel fyrir sig, en þau höfðu áður starfað saman þegar Markle sjálf var á forsíðunni árið 2016. Eina ósk hennar varðandi forsíðuna var einföld: Hún vildi sjá freknur. „Það var eins og að hlaupa í gegnum opnar dyr fyrir mig. Ég elska freknur,“ sagði Lindberg í samtali við Vogue. Meghan hefur unnið að verkefninu í sjö mánuði samhliða því að sinna nýfæddum syni þeirra hertogahjónanna, Archie, sem fæddist í maí síðastliðnum. Hún segist vilja nýta þetta tækifæri og beina sjónum fólks að þeim „gildum, málstöðum og einstaklingum sem hafa áhrif á heiminn í dag“ í mest lesna tölublaði stærsta tískutímarits heims.
Bretland Kóngafólk Tíska og hönnun Harry og Meghan Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ríkulegra heimili með einföldum ráðum Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira