Bandarísk samtök aðstoðuðu presta sem voru sakaðir um kynferðisbrot Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2019 16:43 Mary Rose, dóttir eins stofnanda Opus Bono, heldur á mynd af sér ásamt foreldrum sínum AP Samtök í Bandaríkjunum hafa um árabil aðstoðað presta sem misst hafa starfsréttindi sín við að veita þeim húsnæði, fjármagn, samgöngur, lögfræðihjálp og annan stuðning. Prestarnir eiga það allir sameiginlegt að hafa verið ásakaðir um kynferðisbrot. Stuðningssamtökin Opus Bono Sacerdotii aðstoðuðu hundruð, jafnvel þúsundir kaþólskra presta við að ferðast þvert yfir Bandaríkin til lítils bæjar í Michigan ríki. Samtökin höfðu starfað í nærri tvo áratugi í litla bænum í ómerktum byggingum, sem staðsettar eru á móti barnaskóla. Fréttastofa AP birti í dag ítarlega grein um málið. Opus Bono aðstoðaði presta, aftur og aftur, um leið og þeir þurftu. Opus aðstoðaði meðal annars raðbarnaníðing, sem hafði farið í fangelsi fyrir að hafa brotið tugi barna, og heimsóttu fulltrúar samtakanna hann í fangelsi reglulega og urðu honum úti um safnaðarfé. Opus gerði prest sem var ákærður fyrir að hafa brotið á unglingi að lagalegum ráðgjafa. Þegar prestur játaði að hafa brotið á strákum undir 14 ára aldri safnaði Opus Bono fé fyrir málaferli hans. Margir valdamiklir klerkar sem höfðu opinberlega heitið því að gera kirkjuna ábyrga fyrir glæpum presta hennar og að aðstoða fórnarlömb skipulögðu sumir þeirra fundi, veittu blessun sína eða sendu fé til Opus Bono og veittu meintum ofbeldismönnum stuðning. Ásakanir um kynferðislega misnotkun fjölmiðlaæði Þrátt fyrir að leiðtogar kaþólsku kirkjunnar neiti því að hún hafi eitthvað með hópinn að gera hafi Opus Bono tengslanet sem náði alla leið til Vatíkansins. Á síðustu mánuðum hafa tveir stofnenda samtakanna voru neyddir til að segja sig úr þeim eftir að ríkissaksóknari Michigan komst að því að Opus Bono hafði misnotað gjafafé og villt um fyrir gefendum. Þriðja stofnanda samtakanna, sem er prestur, var fyrir skömmu sagt upp störfum eftir að fréttastofa AP fór að grennslast fyrir um ásakanir á hendur honum um að hann hafi misnotað barn fyrir mörgum áratugum. Bæklingur frá Opus Bono ásamt fleiri bæklingum í Assumption Grotto.AP Síðan árið 2002 hefur Opus Bono leikið baktjaldahlutverk hjá íhaldssömum kaþólskum hópum sem hafa málað fregnir af kynferðislegri misnotkun innan kirkjunnar sem fjölmiðlaæðis og dómsofsa. Þetta eru hópar sem halda því fram að hneykslið sé leið til að grafa undan prestum og valdi kaþólskri trú tjóni. Opus Bono er orðinn viðtekinn sem andsvar við stuðningshópum þolenda, meðal annars the Survivors network of those Abused by Priests, og annarra hópa sem hafa sakað Kirkjuna um að hylma yfir með gerendum og að hafa ekki stutt við bak þolenda. Opus Bono einblínir á þá sem samtökin telja hin raunverulegu fórnarlömb: prestana og kirkjuna sjálfa. Segir meinta gerendur raunveruleg fórnarlömb „Það er hugsað vel um alla þá einstaklinga sem hafa lagt fram ásakanir,“ sagði einn stofnenda Opus Bono, Joe Maher, í útvarpsviðtali og hélt því fram að margir þeirra sem hafa ásakað presta um kynferðisofbeldi segðu ekki satt. „Það er alls ekki hugsað vel um prestana.“ Opus Bono hefur verið starfrækt í nærri tvo áratugi en hægt er að rekja það aftur til hneykslismáls sem átti sér stað í kirkju The Assumption of the Blessed Virgin Mary í Detroit. Eduard Perrone var sóknarprestur í kirkjunni í 25 ár. Innan kirkjunnar, sem er einnig þekkt sem Assumption Grotto, var að finna dreifirit frá Opus Bono þar sem hlutverki Perrone sem meðstofnandi samtakanna var hampað og hann sagður andleg undirstaða samtakanna. Perrone er lýst sem tilkomumiklum og ströngum manni og er hann mjög íhaldssamur. Hann til dæmis neitaði að gefa pör saman ef honum fannst kjóll brúðarinnar sýna of mikið. Perrone í messu í Assumption Grotto.AP Fyrr í mánuðinum var honum vikið frá störfum eftir að nefnd á vegum Kirkjunnar sagði eitthvað til í ásökunum á hendur honum að hann hafi misnotað barn fyrir mörgum áratugum síðan. Perrone sagði í samtali við AP að hann hefði aldrei nokkurn tíma gert svoleiðis. Á árunum áður en Perrone stofnaði Opus Bono, ásamt öðrum, tók hann að sér að minnsta kosti tvo presta í Assumption Grotto, sem höfðu verið ásakaðir um kynferðisbrot í biskupsdæmum í öðrum ríkjum. Annar þeirra játaði seinna að hafa misnotað hátt í 50 börn á níunda og tíunda áratugnum. Það kemur fram í dómsskjölum frá Texas. „Labbaðu bara fram hjá honum og hundsaðu hann“ Árið 1999 bauð Perrone annan prest velkominn. Komlan Dem Houndjame, Vestur afrískur prestur, byrjaði að vinna hjá Assumption Grotto. Tveimur árum seinna, segja opinberir starfsmenn erkibiskupsdæmisins í Detroit, báðu þeir Houndjame að snúa aftur til heimalands síns, Tógó, eftir að fréttir bárust af kynferðisbrotaásökunum gegn honum í Detroit og þaðan sem hann var áður starfandi í Flórída. Hann sneri hins vegar ekki aftur til Tógó. Þess í stað fór hann á meðferðarheimili í St. Louis. Árið 2002 var hann svo ákærður af lögreglunni í Detroit fyrir að hafa nauðgað kórmeðlim Assumption Grotto kórsins. Sóknarbarnið, sem var 48 ára, sem ásakaði Houndjame um nauðgun sagði að viðbrögð Perrone hafi verið að vernda kirkjuna. Hún bar vitni um það fyrir dómi að hann hafi sagt við hana, „labbaðu bara fram hjá honum og hundsaðu hann.“ Eftir að ákæran var birt bað Perrone söfnuðinn um að styðja prestinn á þessum erfiðu tímum. Joe Maher varein þeirra sem svaraði ákalli Perrone. Mary Rose ásamt Houndjame.AP Maher var einn aðal stuðningsmanna Houndjame og var talsmaður hans á meðan málið var í gangi. Maher bauð prestinum meira að segja að búa hjá fjölskyldu sinni, sem hann gerði. Þetta segir Mary Rose, dóttir Maher, sem var 10 ára gömul þegar hann flutti inn. Í dómsskjölum sem AP fékk aðgang að kom fram að tvær aðrar konur hafi sagt lögreglu að Houndjame hafi brotið á þeim en þær báru aldrei vitni fyrir dómi. Þegar málið var tekið fyrir í dómi var það í gruninn „hennar saga gegn prestinum“ sagði fyrrverandi saksóknari, Maria Miller. Houndjame var sýknaður og hann flutti til Las Vegas. Hann sagði í samtali við AP að Perrone hafi verið sannkallaður vinur. Eftir málið flæddi inn símtölum til Joe Maher, frá ráðþrota prestum sem grátbáðu hann um hjálp. Vegna þessara símtala var Opus Bono stofnað. Maher tók við símtölum allan sólarhringinn, sem bárust beint í farsíma hans. Hann og annar stofnandi Opus Bono, Peter Ferrara, sinntu útköllum allan sólarhringinn, sóttu prestana sjálfir eða keyptu fyrir þá flugmiða, komu þeim svo fyrir á hóteli, í íbúð eða í einu af nokkrum áfangaheimilum. „Við erum á leiðinni til að ná í prest, í Miðvestrinu, sem þarfnast hjálpar, þannig að þetta verður langt ferðalag og ekki verður mikið sofið og það er möguleiki að þetta séu hættulegar aðstæður,“ sagði Maher í myndbandi sem hann birti á Facebook síðu Opus Bono. Hann útskýrði ekki hvers vegna aðstæðurnar gætu verið hættulegar. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar MeToo Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Samtök í Bandaríkjunum hafa um árabil aðstoðað presta sem misst hafa starfsréttindi sín við að veita þeim húsnæði, fjármagn, samgöngur, lögfræðihjálp og annan stuðning. Prestarnir eiga það allir sameiginlegt að hafa verið ásakaðir um kynferðisbrot. Stuðningssamtökin Opus Bono Sacerdotii aðstoðuðu hundruð, jafnvel þúsundir kaþólskra presta við að ferðast þvert yfir Bandaríkin til lítils bæjar í Michigan ríki. Samtökin höfðu starfað í nærri tvo áratugi í litla bænum í ómerktum byggingum, sem staðsettar eru á móti barnaskóla. Fréttastofa AP birti í dag ítarlega grein um málið. Opus Bono aðstoðaði presta, aftur og aftur, um leið og þeir þurftu. Opus aðstoðaði meðal annars raðbarnaníðing, sem hafði farið í fangelsi fyrir að hafa brotið tugi barna, og heimsóttu fulltrúar samtakanna hann í fangelsi reglulega og urðu honum úti um safnaðarfé. Opus gerði prest sem var ákærður fyrir að hafa brotið á unglingi að lagalegum ráðgjafa. Þegar prestur játaði að hafa brotið á strákum undir 14 ára aldri safnaði Opus Bono fé fyrir málaferli hans. Margir valdamiklir klerkar sem höfðu opinberlega heitið því að gera kirkjuna ábyrga fyrir glæpum presta hennar og að aðstoða fórnarlömb skipulögðu sumir þeirra fundi, veittu blessun sína eða sendu fé til Opus Bono og veittu meintum ofbeldismönnum stuðning. Ásakanir um kynferðislega misnotkun fjölmiðlaæði Þrátt fyrir að leiðtogar kaþólsku kirkjunnar neiti því að hún hafi eitthvað með hópinn að gera hafi Opus Bono tengslanet sem náði alla leið til Vatíkansins. Á síðustu mánuðum hafa tveir stofnenda samtakanna voru neyddir til að segja sig úr þeim eftir að ríkissaksóknari Michigan komst að því að Opus Bono hafði misnotað gjafafé og villt um fyrir gefendum. Þriðja stofnanda samtakanna, sem er prestur, var fyrir skömmu sagt upp störfum eftir að fréttastofa AP fór að grennslast fyrir um ásakanir á hendur honum um að hann hafi misnotað barn fyrir mörgum áratugum. Bæklingur frá Opus Bono ásamt fleiri bæklingum í Assumption Grotto.AP Síðan árið 2002 hefur Opus Bono leikið baktjaldahlutverk hjá íhaldssömum kaþólskum hópum sem hafa málað fregnir af kynferðislegri misnotkun innan kirkjunnar sem fjölmiðlaæðis og dómsofsa. Þetta eru hópar sem halda því fram að hneykslið sé leið til að grafa undan prestum og valdi kaþólskri trú tjóni. Opus Bono er orðinn viðtekinn sem andsvar við stuðningshópum þolenda, meðal annars the Survivors network of those Abused by Priests, og annarra hópa sem hafa sakað Kirkjuna um að hylma yfir með gerendum og að hafa ekki stutt við bak þolenda. Opus Bono einblínir á þá sem samtökin telja hin raunverulegu fórnarlömb: prestana og kirkjuna sjálfa. Segir meinta gerendur raunveruleg fórnarlömb „Það er hugsað vel um alla þá einstaklinga sem hafa lagt fram ásakanir,“ sagði einn stofnenda Opus Bono, Joe Maher, í útvarpsviðtali og hélt því fram að margir þeirra sem hafa ásakað presta um kynferðisofbeldi segðu ekki satt. „Það er alls ekki hugsað vel um prestana.“ Opus Bono hefur verið starfrækt í nærri tvo áratugi en hægt er að rekja það aftur til hneykslismáls sem átti sér stað í kirkju The Assumption of the Blessed Virgin Mary í Detroit. Eduard Perrone var sóknarprestur í kirkjunni í 25 ár. Innan kirkjunnar, sem er einnig þekkt sem Assumption Grotto, var að finna dreifirit frá Opus Bono þar sem hlutverki Perrone sem meðstofnandi samtakanna var hampað og hann sagður andleg undirstaða samtakanna. Perrone er lýst sem tilkomumiklum og ströngum manni og er hann mjög íhaldssamur. Hann til dæmis neitaði að gefa pör saman ef honum fannst kjóll brúðarinnar sýna of mikið. Perrone í messu í Assumption Grotto.AP Fyrr í mánuðinum var honum vikið frá störfum eftir að nefnd á vegum Kirkjunnar sagði eitthvað til í ásökunum á hendur honum að hann hafi misnotað barn fyrir mörgum áratugum síðan. Perrone sagði í samtali við AP að hann hefði aldrei nokkurn tíma gert svoleiðis. Á árunum áður en Perrone stofnaði Opus Bono, ásamt öðrum, tók hann að sér að minnsta kosti tvo presta í Assumption Grotto, sem höfðu verið ásakaðir um kynferðisbrot í biskupsdæmum í öðrum ríkjum. Annar þeirra játaði seinna að hafa misnotað hátt í 50 börn á níunda og tíunda áratugnum. Það kemur fram í dómsskjölum frá Texas. „Labbaðu bara fram hjá honum og hundsaðu hann“ Árið 1999 bauð Perrone annan prest velkominn. Komlan Dem Houndjame, Vestur afrískur prestur, byrjaði að vinna hjá Assumption Grotto. Tveimur árum seinna, segja opinberir starfsmenn erkibiskupsdæmisins í Detroit, báðu þeir Houndjame að snúa aftur til heimalands síns, Tógó, eftir að fréttir bárust af kynferðisbrotaásökunum gegn honum í Detroit og þaðan sem hann var áður starfandi í Flórída. Hann sneri hins vegar ekki aftur til Tógó. Þess í stað fór hann á meðferðarheimili í St. Louis. Árið 2002 var hann svo ákærður af lögreglunni í Detroit fyrir að hafa nauðgað kórmeðlim Assumption Grotto kórsins. Sóknarbarnið, sem var 48 ára, sem ásakaði Houndjame um nauðgun sagði að viðbrögð Perrone hafi verið að vernda kirkjuna. Hún bar vitni um það fyrir dómi að hann hafi sagt við hana, „labbaðu bara fram hjá honum og hundsaðu hann.“ Eftir að ákæran var birt bað Perrone söfnuðinn um að styðja prestinn á þessum erfiðu tímum. Joe Maher varein þeirra sem svaraði ákalli Perrone. Mary Rose ásamt Houndjame.AP Maher var einn aðal stuðningsmanna Houndjame og var talsmaður hans á meðan málið var í gangi. Maher bauð prestinum meira að segja að búa hjá fjölskyldu sinni, sem hann gerði. Þetta segir Mary Rose, dóttir Maher, sem var 10 ára gömul þegar hann flutti inn. Í dómsskjölum sem AP fékk aðgang að kom fram að tvær aðrar konur hafi sagt lögreglu að Houndjame hafi brotið á þeim en þær báru aldrei vitni fyrir dómi. Þegar málið var tekið fyrir í dómi var það í gruninn „hennar saga gegn prestinum“ sagði fyrrverandi saksóknari, Maria Miller. Houndjame var sýknaður og hann flutti til Las Vegas. Hann sagði í samtali við AP að Perrone hafi verið sannkallaður vinur. Eftir málið flæddi inn símtölum til Joe Maher, frá ráðþrota prestum sem grátbáðu hann um hjálp. Vegna þessara símtala var Opus Bono stofnað. Maher tók við símtölum allan sólarhringinn, sem bárust beint í farsíma hans. Hann og annar stofnandi Opus Bono, Peter Ferrara, sinntu útköllum allan sólarhringinn, sóttu prestana sjálfir eða keyptu fyrir þá flugmiða, komu þeim svo fyrir á hóteli, í íbúð eða í einu af nokkrum áfangaheimilum. „Við erum á leiðinni til að ná í prest, í Miðvestrinu, sem þarfnast hjálpar, þannig að þetta verður langt ferðalag og ekki verður mikið sofið og það er möguleiki að þetta séu hættulegar aðstæður,“ sagði Maher í myndbandi sem hann birti á Facebook síðu Opus Bono. Hann útskýrði ekki hvers vegna aðstæðurnar gætu verið hættulegar.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar MeToo Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent