Kawhi Leonard valdi Clippers liðið frekar en að fara til stóru nágranna þeirra í Los Angeles Lakers sem voru líka á eftir honum.
Clippers hélt vel á sínum málum í eltingarleiknum við Kawhi Leonard og tryggði sér síðan undirskrift hans þegar liðið fékk til sín góðvin hans Paul George í leikmannaskiptum við Oklahoma City Thunder.
NBA aðdáendur geta örugglega flestir verið sammála um að Los Angeles Clippers sé sigurvegari leikmannamarkaðsins í sumar en margir þeirra setja jafnframt spurningarmerki við framsetningu Los Angeles Clippers á undirritun Kawhi Leonard sem sjá má hér fyrir neðan.
Clippers compare signing Kawhi Leonard to capturing Saddam Hussein: https://t.co/4y8kLd1H7Bpic.twitter.com/Jv60JQsMQ1
— NY Daily News Sports (@NYDNSports) July 10, 2019
Einhver sniðugur á samfélagsmiðladeild Los Angeles Clippers ákvað að líkja því að ná samningum við Kawhi Leonard við það þegar Saddam Hussein var handtekinn.
Saddam Hussein var forseti Íraks frá 1979 fram að árás Bandaríkjamanna inn í landið 2003. Hann var handtekinn af herliði Bandamanna 13. desember 2003 og dæmdur til dauða 5. nóvember 2006 fyrir fyrir fjöldamorð á 148 íröskum Sjíamúslimum. Hussein var alræmdur fyrir harðstjórn sína og hrottaskap gegn andófsmönnum.
Ladies and gentlemen, we got him. pic.twitter.com/fQbSnQZVBj
— LA Clippers (@LAClippers) July 10, 2019
Það var vissulega stór stund fyrir Bandaríkjamenn að ná í skottið á Saddam Hussein og með því gerbreyttist Íraksstríðið. Los Angeles Clippers hefur líka mögulega gerbreytt NBA-deildinni með því að næla í einn allra besta leikmann deildarinnar og ekki síst leikmann sem er þekktur fyrir að spila hvað best í sjálfri úrslitakeppninni.
pic.twitter.com/4qYtTTmSHr
— LA Clippers (@LAClippers) July 10, 2019