Undirbúningur hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júlí 2019 22:15 Undirbúningur er nú hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar, en þar hefur verið stærðarinnar hola í sex ár. Áætlað er að byggingin verði tilbúin árið 2023. Fyrsta skóflustungan að Húsi íslenskunnar var tekin árið 2013. Hola var grafin og síðan þá hefur hún fengið að standa í friði. Trjátegundir virðast hafa sáð sér í holunni og vatn safnast upp. „Nú er holan að verða að húsi. Það er komið að því. Hér er verið að undirbúa verkstæðin, byggja hann upp þannig að allt sé til reiðu þegar formlegar framkvæmdir hefjast um miðjan ágúst,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Byggja á 6.500 fermetra hús auk 2.200 fermetra opinnar bílageymslu og á húsið að hýsa fjölbreytta starfsemi stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. „Þetta verður vagga íslenskrar tungu. Hér verða gersemarnar okkar. Þetta er mjög glæsileg og metnaðarfull bygging þar sem handritin okkar verða hýst og höfð til sýnis. Hér munu fara fram rannsóknarstörf varðandi íslenska tungu þannig þetta verður mjög mikil lyftistöng fyrir háskólasvæðið,“ sagði Guðrún. Sex ár eru frá fyrstu skóflustungu og áttu áætluð verklok að vera í mars árið 2016. Framkvæmdir hafa tafist af ýmsum ástæðum. „Það voru aðstæður í hagkerfinu, það voru breytingar í ríkisstjórn og ýmislegt fleira. Nú erum við komin hingað og mjög ánægjulegt að þetta sé komið af stað,“ sagði Guðrún. Áætluð verklok eru um mitt ár 2023 en margar hendur vinna létt verk. „Á meðal degi mun hér vera um 200 manna vinnustaður. Við erum sérstaklega að undirbúa með vinnueftirlitinu, ÍSTAK sem aðalverktaka og fleirum að hér verði fyrirmyndar verkstaður. Við erum sérstaklega að horfa til umhverfismála, réttinda- og öryggismála,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Handritasafn Árna Magnússonar Reykjavík Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Undirbúningur er nú hafinn fyrir byggingu Húss íslenskunnar, en þar hefur verið stærðarinnar hola í sex ár. Áætlað er að byggingin verði tilbúin árið 2023. Fyrsta skóflustungan að Húsi íslenskunnar var tekin árið 2013. Hola var grafin og síðan þá hefur hún fengið að standa í friði. Trjátegundir virðast hafa sáð sér í holunni og vatn safnast upp. „Nú er holan að verða að húsi. Það er komið að því. Hér er verið að undirbúa verkstæðin, byggja hann upp þannig að allt sé til reiðu þegar formlegar framkvæmdir hefjast um miðjan ágúst,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins. Byggja á 6.500 fermetra hús auk 2.200 fermetra opinnar bílageymslu og á húsið að hýsa fjölbreytta starfsemi stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. „Þetta verður vagga íslenskrar tungu. Hér verða gersemarnar okkar. Þetta er mjög glæsileg og metnaðarfull bygging þar sem handritin okkar verða hýst og höfð til sýnis. Hér munu fara fram rannsóknarstörf varðandi íslenska tungu þannig þetta verður mjög mikil lyftistöng fyrir háskólasvæðið,“ sagði Guðrún. Sex ár eru frá fyrstu skóflustungu og áttu áætluð verklok að vera í mars árið 2016. Framkvæmdir hafa tafist af ýmsum ástæðum. „Það voru aðstæður í hagkerfinu, það voru breytingar í ríkisstjórn og ýmislegt fleira. Nú erum við komin hingað og mjög ánægjulegt að þetta sé komið af stað,“ sagði Guðrún. Áætluð verklok eru um mitt ár 2023 en margar hendur vinna létt verk. „Á meðal degi mun hér vera um 200 manna vinnustaður. Við erum sérstaklega að undirbúa með vinnueftirlitinu, ÍSTAK sem aðalverktaka og fleirum að hér verði fyrirmyndar verkstaður. Við erum sérstaklega að horfa til umhverfismála, réttinda- og öryggismála,“ sagði Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.
Handritasafn Árna Magnússonar Reykjavík Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira