Tyrkir setja upp rússneskt varnarkerfi þrátt fyrir hótanir Bandaríkjanna Eiður Þór Árnason skrifar 12. júlí 2019 12:41 Rússneska þotan sem er sögð hafa flutt umrædda sendingu. Bandaríkin krefjast þess að bandarísku F-35 þoturnar fái ekki að standa nálægt nýja eldflaugavarnarkerfinu. Vísir/AP Tyrkland tók í dag á móti fyrsta hluta rússnesks eldflaugavarnarkerfis sem það áætlar að setja upp innan landamæra sinna, þvert á vilja Bandaríkjamanna. Sendingin, sem lenti á herflugstöð nálægt höfuðborginni Ankara, er sögð innihalda fyrsta hlutann af rússnesku S-400 eldflaugavarnarkerfi sem stjórnvöld í Tyrklandi hafa fest kaup á. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá tyrkneska varnarmálaráðuneytinu. Bandarísk yfirvöld hafa áður varað við því að þau gætu gripið til efnahagsþvingana gagnvart ríkinu ef kaupin á rússneska kerfinu færu fram. Samband Tyrklands við Bandaríkin og Evrópuríki hefur stirðnað að undanförnu, jafnt sem landið hefur aukið tengsl sín við Rússland á sviði varnarmála. Ásamt því að hafa fest kaup á umræddu eldflaugavarnarkerfi hafa Tyrkir einnig sent hluta af herafla sínum til þjálfunar í Rússlandi. Tyrkland er meðlimur í Atlantshafsbandalaginu NATO og náinn bandamaður Bandaríkjamanna. Yfirvöld í Tyrklandi hafa áður fest kaup á hundrað bandarískum F-35 herþotum, og hafa bandarísk yfirvöld gefið út að Tyrkland geti ekki bæði búið yfir bandarísku þotunum og rússneska eldflaugavarnarkerfinu. Tyrkneski herinn er sá næst stærsti innan NATO, og hefur ríkið löngum verið verðmætur bandamaður Bandaríkjanna í ljósi þess að það deilir landamærum með Sýrlandi, Írak og Íran. Bandaríkin NATO Tyrkland Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Tyrkja óánægður í símtali við Guðlaug Þór Guðlaugur Þór útskýrði málið út frá sjónarhóli íslenskra stjórnvalda. 11. júní 2019 16:21 Erdogan skiptir út seðlabankastjóranum Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan, hefur ákveðið að breytinga sé þörf innan seðlabanka landsins og hefur vikið seðlabankastjóranum Murat Cetinkaya úr starfi. 6. júlí 2019 09:36 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Tyrkland tók í dag á móti fyrsta hluta rússnesks eldflaugavarnarkerfis sem það áætlar að setja upp innan landamæra sinna, þvert á vilja Bandaríkjamanna. Sendingin, sem lenti á herflugstöð nálægt höfuðborginni Ankara, er sögð innihalda fyrsta hlutann af rússnesku S-400 eldflaugavarnarkerfi sem stjórnvöld í Tyrklandi hafa fest kaup á. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá tyrkneska varnarmálaráðuneytinu. Bandarísk yfirvöld hafa áður varað við því að þau gætu gripið til efnahagsþvingana gagnvart ríkinu ef kaupin á rússneska kerfinu færu fram. Samband Tyrklands við Bandaríkin og Evrópuríki hefur stirðnað að undanförnu, jafnt sem landið hefur aukið tengsl sín við Rússland á sviði varnarmála. Ásamt því að hafa fest kaup á umræddu eldflaugavarnarkerfi hafa Tyrkir einnig sent hluta af herafla sínum til þjálfunar í Rússlandi. Tyrkland er meðlimur í Atlantshafsbandalaginu NATO og náinn bandamaður Bandaríkjamanna. Yfirvöld í Tyrklandi hafa áður fest kaup á hundrað bandarískum F-35 herþotum, og hafa bandarísk yfirvöld gefið út að Tyrkland geti ekki bæði búið yfir bandarísku þotunum og rússneska eldflaugavarnarkerfinu. Tyrkneski herinn er sá næst stærsti innan NATO, og hefur ríkið löngum verið verðmætur bandamaður Bandaríkjanna í ljósi þess að það deilir landamærum með Sýrlandi, Írak og Íran.
Bandaríkin NATO Tyrkland Tengdar fréttir Utanríkisráðherra Tyrkja óánægður í símtali við Guðlaug Þór Guðlaugur Þór útskýrði málið út frá sjónarhóli íslenskra stjórnvalda. 11. júní 2019 16:21 Erdogan skiptir út seðlabankastjóranum Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan, hefur ákveðið að breytinga sé þörf innan seðlabanka landsins og hefur vikið seðlabankastjóranum Murat Cetinkaya úr starfi. 6. júlí 2019 09:36 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fleiri fréttir Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma Sjá meira
Utanríkisráðherra Tyrkja óánægður í símtali við Guðlaug Þór Guðlaugur Þór útskýrði málið út frá sjónarhóli íslenskra stjórnvalda. 11. júní 2019 16:21
Erdogan skiptir út seðlabankastjóranum Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan, hefur ákveðið að breytinga sé þörf innan seðlabanka landsins og hefur vikið seðlabankastjóranum Murat Cetinkaya úr starfi. 6. júlí 2019 09:36