Helgi okkar allra Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 13. júlí 2019 10:00 Helgi Hafnar hefur verið fastagestur á Prikinu í um það bil fimmtíu ár. Fréttablaðið/Anton Brink Leikkonan og leikstýran Magnea B. Valdimarsdóttir vinnur að gerð heimildarmyndar um einn helsta fastagest kaffihússins og skemmtistaðarins Priksins. Sá heitir Helgi Hafnar Gestsson og mætir hvern einasta dag og drekkur sinn kaffibolla, sem er sérmerktur honum: Helgi okkar. Starfsfólk Priksins gætir þess vandlega að stóllinn hans sé alltaf laus þegar hann ber að garði. „Prikið er elsta kaffihús Reykjavíkur og þangað mætir Helgi daglega, tvisvar á virkum. Hann hefur verið fastagestur í um fimmtíu ár. Þarna þekkir hann alla og allir þekkja hann.“ Hún segir andann á Prikinu stundum minna á Staupastein, þar sem allir þekktu einmitt alla. „Núna er ég farin að upplifa þetta sjálf eftir að ég byrjaði að gera myndina. Nú veit starfsfólkið hvernig ég panta kaffið mitt og þjónustan þarna er svo persónuleg.“ Magnea hefur áður unnið heimildarmyndir um staði í miðbænum og skemmtilegt fólk sem þar býr.Leikur að andstæðum „Mér finnst þetta skemmtilegar andstæður að vinna með, Helgi er af eldri kynslóðinni en blandast svona vel við unga fólkið þó hann sé nú ekki beint á djamminu þarna á föstudags- og laugardagskvöldum. Prikið er heimili hipphopp-menningarinnar í Reykjavík og það er gaman hvernig þetta blandast allt saman, gamli og nýi tíminn.“Magnea segir það hafa verið einstaka reynslu að kynnast Helga betur við gerð myndarinnar. Mynd/Ómar SverrissonHún segir myndina ekki aðeins fjalla um Helga, heldur einnig Prikið almennt og stemninguna þar kvölds og morgna. „Við förum líka í göngutúr um bæinn og kíkjum meðal annars á Pönksafnið í Bankastrætinu. Svo kynnir hann okkur sögu Reykjavíkur og Priksins, sem hann er einstaklega fróður um.“ Magnea fékk styrk frá Reykjavíkurborg til að tvinna gamlar myndir úr borginni inn í myndina og lætur þannig gamla og nýja tíma tala saman. „Það er gaman að gera heimildarmynd um manneskju sem lítur á miðbæinn sem vinalegt þorp. Heilsar upp á alla með handabandi og gefur sér tíma til að horfa í augun á fólki. Einhvern sem myndar svona falleg tengsl við aðra. Hann spyr alltaf um heilsu og líðan fólks, spjallar um daginn og veginn. Þetta er svo dýrmætt á þessum tímum snjallsímanna þegar flest samskipti virðast vera á samskiptamiðlum.“Kærleiksboðberinn Magnea segir Helga standa fyrir þessi góðu mannlegu tengsl sem við virðumst vera að tapa með tæknivæðingunni. „Þess vegna er gaman að bera saman fortíðina og nútíðina á þennan máta. Samskiptin, Reykjavík, fortíðin og framtíðin. Helgi er einhvern veginn á öðru plani, hann er svo mikill snillingur. Ég myndi segja að hann væri kærleiksboðberi og það hefur verið magnað að kynnast honum betur við gerð myndarinnar,“ segir Magnea . Magnea stendur fyrir söfnun til að klára gerð myndarinnar. Hægt er að leggja henni lið á heimasíðunni karolinafund.com. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Sjá meira
Leikkonan og leikstýran Magnea B. Valdimarsdóttir vinnur að gerð heimildarmyndar um einn helsta fastagest kaffihússins og skemmtistaðarins Priksins. Sá heitir Helgi Hafnar Gestsson og mætir hvern einasta dag og drekkur sinn kaffibolla, sem er sérmerktur honum: Helgi okkar. Starfsfólk Priksins gætir þess vandlega að stóllinn hans sé alltaf laus þegar hann ber að garði. „Prikið er elsta kaffihús Reykjavíkur og þangað mætir Helgi daglega, tvisvar á virkum. Hann hefur verið fastagestur í um fimmtíu ár. Þarna þekkir hann alla og allir þekkja hann.“ Hún segir andann á Prikinu stundum minna á Staupastein, þar sem allir þekktu einmitt alla. „Núna er ég farin að upplifa þetta sjálf eftir að ég byrjaði að gera myndina. Nú veit starfsfólkið hvernig ég panta kaffið mitt og þjónustan þarna er svo persónuleg.“ Magnea hefur áður unnið heimildarmyndir um staði í miðbænum og skemmtilegt fólk sem þar býr.Leikur að andstæðum „Mér finnst þetta skemmtilegar andstæður að vinna með, Helgi er af eldri kynslóðinni en blandast svona vel við unga fólkið þó hann sé nú ekki beint á djamminu þarna á föstudags- og laugardagskvöldum. Prikið er heimili hipphopp-menningarinnar í Reykjavík og það er gaman hvernig þetta blandast allt saman, gamli og nýi tíminn.“Magnea segir það hafa verið einstaka reynslu að kynnast Helga betur við gerð myndarinnar. Mynd/Ómar SverrissonHún segir myndina ekki aðeins fjalla um Helga, heldur einnig Prikið almennt og stemninguna þar kvölds og morgna. „Við förum líka í göngutúr um bæinn og kíkjum meðal annars á Pönksafnið í Bankastrætinu. Svo kynnir hann okkur sögu Reykjavíkur og Priksins, sem hann er einstaklega fróður um.“ Magnea fékk styrk frá Reykjavíkurborg til að tvinna gamlar myndir úr borginni inn í myndina og lætur þannig gamla og nýja tíma tala saman. „Það er gaman að gera heimildarmynd um manneskju sem lítur á miðbæinn sem vinalegt þorp. Heilsar upp á alla með handabandi og gefur sér tíma til að horfa í augun á fólki. Einhvern sem myndar svona falleg tengsl við aðra. Hann spyr alltaf um heilsu og líðan fólks, spjallar um daginn og veginn. Þetta er svo dýrmætt á þessum tímum snjallsímanna þegar flest samskipti virðast vera á samskiptamiðlum.“Kærleiksboðberinn Magnea segir Helga standa fyrir þessi góðu mannlegu tengsl sem við virðumst vera að tapa með tæknivæðingunni. „Þess vegna er gaman að bera saman fortíðina og nútíðina á þennan máta. Samskiptin, Reykjavík, fortíðin og framtíðin. Helgi er einhvern veginn á öðru plani, hann er svo mikill snillingur. Ég myndi segja að hann væri kærleiksboðberi og það hefur verið magnað að kynnast honum betur við gerð myndarinnar,“ segir Magnea . Magnea stendur fyrir söfnun til að klára gerð myndarinnar. Hægt er að leggja henni lið á heimasíðunni karolinafund.com.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fleiri fréttir Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Sjá meira